Vaktin: Þorp enn á floti tveimur mánuðum eftir að flugskeyti hæfði nærliggjandi stíflu Árni Sæberg og Eiður Þór Árnason skrifa 30. apríl 2022 07:24 Lík almenns borgara fannst í íbúð í þorpi sem Úkraínumenn náðu nýlega aftur á sitt vald nærri Kharkív. Sprengjuárásir Rússa halda þar áfram. AP/Felipe Dana Úkraínuforseti segir árás Rússa á Kænugarð í fyrradag vera markvissa og grimma niðurlægingu á Sameinuðu þjóðunum, en aðalritari þeirra var í heimsókn í borginni þegar Rússar gerðu loftskeytaárás. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu. Helstu vendingar: Sérfræðingur í kjarnorkumálum hjá rússneska utanríkisráðuneytinu segir að Rússar muni fara eftir þeim tilmælum sem koma fram í opinberum skjölum þar sem markmiðið er að koma í veg fyrir kjarnorkustyrjöld. Talsmaður Pentagon segir Bandaríkjamenn hafi vanmetið ofbeldið og grimmdina af hálfu Rússa í stríðinu í Úkraínu. Selenskí Úkraínuforseti fór hörðum orðum um Rússa í ávarpi til þjóðar sinnar í gær. Meginefni ávarpsins var fordæming loftskeytaárásar Rússa á Kænugarð á fimmtudag þegar António Guterres, aðalritari Sameinuðu þjóðanna var í heimsókn. Þá sagði hann hafnarborgina Mariupol vera orðna að rússneskum fangabúðum í gjöreyðilagðri borg. Framganga Rússa á svæðinu svipi mikið til framgöngu nasista í Austur-Evrópu. Staðan í Kharkív er slæm en að sögn forsetans hefur Úkraínuher náð góðum árangri í borginni. Selenskí segir innrásarherinn í Donbas-héruðunum gera allt í sínu valdi til að afmá líf algerlega á svæðinu. Stöðugar sprengju- og loftskeytaárásir Rússa bendi til þess að þeir vilji gera svæðið óbyggilegt. Hér má finna vakt gærdagsins.
Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu. Helstu vendingar: Sérfræðingur í kjarnorkumálum hjá rússneska utanríkisráðuneytinu segir að Rússar muni fara eftir þeim tilmælum sem koma fram í opinberum skjölum þar sem markmiðið er að koma í veg fyrir kjarnorkustyrjöld. Talsmaður Pentagon segir Bandaríkjamenn hafi vanmetið ofbeldið og grimmdina af hálfu Rússa í stríðinu í Úkraínu. Selenskí Úkraínuforseti fór hörðum orðum um Rússa í ávarpi til þjóðar sinnar í gær. Meginefni ávarpsins var fordæming loftskeytaárásar Rússa á Kænugarð á fimmtudag þegar António Guterres, aðalritari Sameinuðu þjóðanna var í heimsókn. Þá sagði hann hafnarborgina Mariupol vera orðna að rússneskum fangabúðum í gjöreyðilagðri borg. Framganga Rússa á svæðinu svipi mikið til framgöngu nasista í Austur-Evrópu. Staðan í Kharkív er slæm en að sögn forsetans hefur Úkraínuher náð góðum árangri í borginni. Selenskí segir innrásarherinn í Donbas-héruðunum gera allt í sínu valdi til að afmá líf algerlega á svæðinu. Stöðugar sprengju- og loftskeytaárásir Rússa bendi til þess að þeir vilji gera svæðið óbyggilegt. Hér má finna vakt gærdagsins.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Sjá meira