Skytturnar upp í Meistara­deildar­sæti með sigri á Hömrunum

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Mennirnir að baki sigri Arsenal í dag.
Mennirnir að baki sigri Arsenal í dag. EPA-EFE/VINCE MIGNOTT

Arsenal vann 2-1 sigur á West Ham United í síðasta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Skytturnar fara þar með upp í fjórða sæti deildarinnar en það er eins og frægt er orðið síðasta sætið sem veitir þátttöku í Meistaradeild Evrópu að ári.

Rob Holding, sem var að leysa Ben White af í hjarta varnar Arsenal, kom gestunum yfir eftir hornspyrnu Bukayo Saka á 38. mínútu. Áður en fyrri hálfleikur var liðinn hafði Jarrod Bowen jafnað metin fyrir heimamenn, staðan 1-1 í hálfleik.

Brasilíski varnarmaðurinn Gabriel kom Skyttunum yfir á nýjan leik eftir tæplega tíu mínútna leik í síðari hálfleik er hann stangaði fyrirgjöf samlanda og hálfnafna síns Gabriel Martinelli í netið. Staðan orðin 2-1 og reyndust það lokatölur leiksins.

Arsenal fer með sigrinum aftur upp í 4. sæti deildarinnar með 63 stig, veimur meira en nágrannar þeirra í Tottenham Hotspur hafa þegar fjórar umferðir eru eftir af tímabilinu. West Ham er á sama tíma í 7. sæti með 52 stig.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira