Stuðningsmenn Liverpool geta þakkað Ullu fyrir frábæru fréttirnar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. apríl 2022 08:31 Jürgen Klopp með eiginkonu sinni Ullu en hún var tilbúin að búa áfram í Liverpool næstu árin. Getty/Stuart Franklin Jürgen Klopp framlengdi samning sinn í gærkvöldi og verður því knattspyrnustjóri Liverpool til ársins 2026. Þetta eru frábærar fréttir fyrir stuðningsmenn Liverpool enda hefur þýski stjórinn gerbreytt félaginu á þeim rúmu sex árum sem hann hefur setið í stjórastólnum á Anfield. Liðið hefur unnið ensku úrvalsdeildina og Meistaradeildina og getur enn unnið fernuna á þessu tímabili. Fyrri samningur Klopp var til ársins 2024 og hann hafði hingað til alltaf talað eins og myndi yfirgefa félagið þá. Í viðtali við sjónvarpsstöð Liverpool þá kom í ljós að Liverpool-fólk getur þakkað Ullu eiginkonu hans fyrir nýjustu vendingarnar. View this post on Instagram A post shared by Liverpool Football Club (@liverpoolfc) Klopp giftist Ullu Sandrock árið 2005 og hún virðist kunna mjög vel við sig í Liverpool ef marka má viðtalið við Jürgen. „Mikilvægasti samningurinn sem ég hef skrifað undir í mínu lífi er sá sem ég gerði við Ullu. Það var hjá henni sem þetta byrjaði allt saman,“ sagði Jürgen Klopp í viðtali við Liverpool TV. „Við sátum við eldhúsborðið og Ulla sagði við mig: Ég get ekki séð okkur fara héðan árið 2024,“ sagði Klopp og bætti við: „Ég sagði: Hvað! Þannig byrjaði þetta allt saman og ég sagði að við yrðum að hugsa aðeins betur um þetta,“ sagði Klopp. „Þegar ég hugsaði mig betur um þá varð ljóst að ég yrði að eiga eitt mikilvægt samtal í viðbót við Pep Lijnders af því að hann er líklega aðalástæðan fyrir þessu. Okkar tenging nær út fyrir fótboltann,“ sagði Klopp. „Þegar hann sagði: Já, ég er klár. Þá varð það ljóst að við vorum opnir fyrir alls konar viðræðum og þess vegna sitjum við hér í dag,“ sagði Klopp. View this post on Instagram A post shared by Liverpool Football Club (@liverpoolfc) Enski boltinn Mest lesið Stuðningsmenn Chelsea köstuðu glösum og stólum í Póllandi Enski boltinn Grindavík sækir besta leikmann Hamars/Þórs Körfubolti „Ég er svo pirruð, ég er svo pirruð“ Fótbolti Fimm íslensk gullverðlaun í hús á fyrsta degi Smáþjóðaleikanna Sport Nýr sex ára samningur hjá Lamine Yamal Fótbolti Rússar áfram útilokaðir frá Ólympíuleikunum Sport Viktor Gísli og Wisla Plock með yfirhöndina í úrslitaeinvíginu Handbolti Jón Þór dæmdur í leikbann og þjálfari Árbæjar fékk fjóra leiki Fótbolti Dani Rodriguez búin að semja við Njarðvík Körfubolti Sævar Atli orðinn leikmaður Brann Fótbolti Fleiri fréttir Stuðningsmenn Chelsea köstuðu glösum og stólum í Póllandi „Án Meistaradeildarinnar þurfum við ekki stóran leikmannahóp“ Forstjóri Liverpool þakkar stuðningsmönnum sem hjálpuðu hver öðrum Niðurbrotinn Klopp í sjokki Man City vilja Reijnders áður en HM félagsliða hefst Settu met í töpum en spila í Meistaradeild Evrópu Wirtz vill bara Liverpool og metupphæð komin á borðið Bein útsending: Englandsmeistaratitlinum fagnað í Liverpool Allt klárt fyrir fyrstu kaup Man. Utd í sumar Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Garnacho ekki í hóp Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Salah bestur og Gravenberch besti ungi Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Sjá meira
Þetta eru frábærar fréttir fyrir stuðningsmenn Liverpool enda hefur þýski stjórinn gerbreytt félaginu á þeim rúmu sex árum sem hann hefur setið í stjórastólnum á Anfield. Liðið hefur unnið ensku úrvalsdeildina og Meistaradeildina og getur enn unnið fernuna á þessu tímabili. Fyrri samningur Klopp var til ársins 2024 og hann hafði hingað til alltaf talað eins og myndi yfirgefa félagið þá. Í viðtali við sjónvarpsstöð Liverpool þá kom í ljós að Liverpool-fólk getur þakkað Ullu eiginkonu hans fyrir nýjustu vendingarnar. View this post on Instagram A post shared by Liverpool Football Club (@liverpoolfc) Klopp giftist Ullu Sandrock árið 2005 og hún virðist kunna mjög vel við sig í Liverpool ef marka má viðtalið við Jürgen. „Mikilvægasti samningurinn sem ég hef skrifað undir í mínu lífi er sá sem ég gerði við Ullu. Það var hjá henni sem þetta byrjaði allt saman,“ sagði Jürgen Klopp í viðtali við Liverpool TV. „Við sátum við eldhúsborðið og Ulla sagði við mig: Ég get ekki séð okkur fara héðan árið 2024,“ sagði Klopp og bætti við: „Ég sagði: Hvað! Þannig byrjaði þetta allt saman og ég sagði að við yrðum að hugsa aðeins betur um þetta,“ sagði Klopp. „Þegar ég hugsaði mig betur um þá varð ljóst að ég yrði að eiga eitt mikilvægt samtal í viðbót við Pep Lijnders af því að hann er líklega aðalástæðan fyrir þessu. Okkar tenging nær út fyrir fótboltann,“ sagði Klopp. „Þegar hann sagði: Já, ég er klár. Þá varð það ljóst að við vorum opnir fyrir alls konar viðræðum og þess vegna sitjum við hér í dag,“ sagði Klopp. View this post on Instagram A post shared by Liverpool Football Club (@liverpoolfc)
Enski boltinn Mest lesið Stuðningsmenn Chelsea köstuðu glösum og stólum í Póllandi Enski boltinn Grindavík sækir besta leikmann Hamars/Þórs Körfubolti „Ég er svo pirruð, ég er svo pirruð“ Fótbolti Fimm íslensk gullverðlaun í hús á fyrsta degi Smáþjóðaleikanna Sport Nýr sex ára samningur hjá Lamine Yamal Fótbolti Rússar áfram útilokaðir frá Ólympíuleikunum Sport Viktor Gísli og Wisla Plock með yfirhöndina í úrslitaeinvíginu Handbolti Jón Þór dæmdur í leikbann og þjálfari Árbæjar fékk fjóra leiki Fótbolti Dani Rodriguez búin að semja við Njarðvík Körfubolti Sævar Atli orðinn leikmaður Brann Fótbolti Fleiri fréttir Stuðningsmenn Chelsea köstuðu glösum og stólum í Póllandi „Án Meistaradeildarinnar þurfum við ekki stóran leikmannahóp“ Forstjóri Liverpool þakkar stuðningsmönnum sem hjálpuðu hver öðrum Niðurbrotinn Klopp í sjokki Man City vilja Reijnders áður en HM félagsliða hefst Settu met í töpum en spila í Meistaradeild Evrópu Wirtz vill bara Liverpool og metupphæð komin á borðið Bein útsending: Englandsmeistaratitlinum fagnað í Liverpool Allt klárt fyrir fyrstu kaup Man. Utd í sumar Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Garnacho ekki í hóp Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Salah bestur og Gravenberch besti ungi Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Sjá meira