Sjá ekki hvernig Efling geti varið hag annarra sem lenda í hópuppsögnum Tryggvi Páll Tryggvason og Fanndís Birna Logadóttir skrifa 27. apríl 2022 23:40 Anna Sigurlína Tómasdóttir og Ólöf Helga Adolfsdóttir. Vísir Anna Sigurlína Tómasdóttir, trúnaðarmaður starfsfólks Kjörís í Hveragerði hjá Eflingu telur að félagsfundur stéttarfélagsins í kvöld sýni að félagið sé klofið. Ólöf Helga Adolfsdóttir, fyrrverandi varaformaður félagsins, vonast til þess að þeir sem séu ósáttir með hópuppsagnirnir leiti ekki á önnur mið, heldur berjist fyrir breytingum innan félagsins. Fjölmennur félagsfundur Eflingar var haldinn í kvöld þar sem meðal annars var tekin afstaða til þess hvort draga ætti umdeildar hópuppsagnir á skrifstofu Eflingar til baka. Nokkur hiti var á fundinum en svo fór að tillagan var felld með 152 atkvæðum gegn 106. Anna Sigurlína var ein af þeim sem fór fram á að fundurinn yrði haldinn og lagði hún fram tillöguna um að uppsagnirnar yrðu dregnar til baka. Aðspurð um andrúmsloftið á fundinum segir hún að orðræðan hafi veri hvöss á milli andstæðra fylkinga. „Það er mjög klofið félagið, að mínu mati. Ég upplifi það þannig,“ segir Anna Sigurlína í samtali við fréttastofu. Erfitt að sjá stéttarfélagið verja hag annarra sem lenda í því sama Hún segist hafa tekið ákvörðun um að yfirgefa stéttarfélagið. Hún ætlar að hefja viðræður við önnur stéttarfélög um að taka við ósáttum félagsmönnum Eflingar „Ég hef tekið þá ákvörðun að ég mun óska eftir því að önnur félög muni taka við okkur félagsmönnun sem að sjáum okkur kleift að vera lengur hjá Eflingu,“ segir hún. Hún segir að frá hennar sjónarhólið snúist þetta ekki um tilteknar persónur sem sitji í stjórn félagsins, það sé einfaldlega óverjandi að stéttarfélag standi fyrir hópuppsögn. „Okkur finnst erfitt að sjá stéttarfélag sem fram með þessum hætti, að það geti varið hag okkar ef við lendum í því sama.“ Hvetur félagsmenn til að vera virkari Ólöf Helga Adolfsdóttir, fyrrverandi varaformaður félagsins og mótframbjoðandi Sólveigar Önnu í nýafstöðnum formannskosningum Eflingar segist telja að hávær minnihluti hafi haft betur á fundinum, í ljósi þess að um fimm hundruð manns hafi krafist þess að fundur yrði haldinn en um helmingur þess fjölda mætt á fundinn. „Þetta var hávær minnihluti að ég held. Við vorum með tæpar fimm hundruð undirskriftir en því miður voru margir sem hefðu viljað koma á fundinn á föstudeginum eins og við báðum um að hafa fundinn en gátu ekki fengið sig lausa í dag,“ segir hún í samtali við fréttastofu. Ólöf Helga er á sama máli og Anna Sigurlína varðandi hópuppsagnirnar og segir þær senda út slæm skilaboð. Sólveig Anna Jónsdóttir og Ólöf Helga Adolfsdóttir kepptust um formannsembætti Eflingar.Vísir/Vilhelm. „Ég held að þetta sé gífurlega alvarlegt og muni hafa miklar afleiðingar. Þarna er Efling búið að sýna fram á það að við styðjum hópuppsagnir. Okkur finnst ekkert að því að hópuppsagnir séu fyrsta úrræðið. Mér finnst það mjög alvarlegt. Maður spyr sig svolítið hversu alvarlega atvinnurekendur geta tekið okkur þegar við förum að mótmæla hópuppsögnum annars staðar,“ segir hún. Ólíkt Önnu Sigurlínu ætlar Ólöf Helga þó ekki að yfirgefa Eflinu. Hún segist þó skilja þá sem það vilji gera. „Ég skil það mjög vel. Ég skil þá hugsun og ef að fólk gerir þá bara gerir það. Ég vona að fólk sjái þann kost að halda áfram í félaginu og beita sér frekar innan félagsins. Við erum með trúnaðarráð. Við getum alltaf kallað saman félagsfund. Það er hægt að bjóða sig fram í stjórn og svo framvegis. Þannig að vera bara virkari því að félagsmenn sannarlega hafa valdið ef þeir sækjast eftir því. Við erum eigendur félagsins þannig að þó að stjórnin hafi umboð frá okkur þá þýðir það ekki að við getum ekki gripið í taumana þegar okkur er ofboðið.“ Hvetur hún félagsmenn Eflingar til að vera virkari í störfum félagsins. „Það eru fleiri mál eftir þetta. Ef að allir sem eru ósammála Sólveigu segja sig úr félaginu þá færðu engu fram, þá nærðu ekki að breyta þessu. Þú þarft að vera á staðnum, þú þarft mæta, þú þarft að mótmæla, þú þarft að knýja fram þær breytingar sem þú vilt sjá.“ Ólga innan Eflingar Stéttarfélög Vinnumarkaður Tengdar fréttir Felldu tillögu um að draga hópuppsagnir til baka: „Brennum ekki húsið okkar“ Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, hvatti félagsmenn til að styðja kjörna forystu Eflingar, á félagsfundi félagsins á Hlíðarenda sem nú stendur yfir. Sólveig Anna gagnrýndi harkalega þá félagsmenn sem hafa gagnrýnt hana undanfarnar vikur. Tillaga um að draga hópuppsagnir á skrifstofu Eflingar var felld á fundinum. 27. apríl 2022 22:18 Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Innlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Fleiri fréttir Rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Sjá meira
Fjölmennur félagsfundur Eflingar var haldinn í kvöld þar sem meðal annars var tekin afstaða til þess hvort draga ætti umdeildar hópuppsagnir á skrifstofu Eflingar til baka. Nokkur hiti var á fundinum en svo fór að tillagan var felld með 152 atkvæðum gegn 106. Anna Sigurlína var ein af þeim sem fór fram á að fundurinn yrði haldinn og lagði hún fram tillöguna um að uppsagnirnar yrðu dregnar til baka. Aðspurð um andrúmsloftið á fundinum segir hún að orðræðan hafi veri hvöss á milli andstæðra fylkinga. „Það er mjög klofið félagið, að mínu mati. Ég upplifi það þannig,“ segir Anna Sigurlína í samtali við fréttastofu. Erfitt að sjá stéttarfélagið verja hag annarra sem lenda í því sama Hún segist hafa tekið ákvörðun um að yfirgefa stéttarfélagið. Hún ætlar að hefja viðræður við önnur stéttarfélög um að taka við ósáttum félagsmönnum Eflingar „Ég hef tekið þá ákvörðun að ég mun óska eftir því að önnur félög muni taka við okkur félagsmönnun sem að sjáum okkur kleift að vera lengur hjá Eflingu,“ segir hún. Hún segir að frá hennar sjónarhólið snúist þetta ekki um tilteknar persónur sem sitji í stjórn félagsins, það sé einfaldlega óverjandi að stéttarfélag standi fyrir hópuppsögn. „Okkur finnst erfitt að sjá stéttarfélag sem fram með þessum hætti, að það geti varið hag okkar ef við lendum í því sama.“ Hvetur félagsmenn til að vera virkari Ólöf Helga Adolfsdóttir, fyrrverandi varaformaður félagsins og mótframbjoðandi Sólveigar Önnu í nýafstöðnum formannskosningum Eflingar segist telja að hávær minnihluti hafi haft betur á fundinum, í ljósi þess að um fimm hundruð manns hafi krafist þess að fundur yrði haldinn en um helmingur þess fjölda mætt á fundinn. „Þetta var hávær minnihluti að ég held. Við vorum með tæpar fimm hundruð undirskriftir en því miður voru margir sem hefðu viljað koma á fundinn á föstudeginum eins og við báðum um að hafa fundinn en gátu ekki fengið sig lausa í dag,“ segir hún í samtali við fréttastofu. Ólöf Helga er á sama máli og Anna Sigurlína varðandi hópuppsagnirnar og segir þær senda út slæm skilaboð. Sólveig Anna Jónsdóttir og Ólöf Helga Adolfsdóttir kepptust um formannsembætti Eflingar.Vísir/Vilhelm. „Ég held að þetta sé gífurlega alvarlegt og muni hafa miklar afleiðingar. Þarna er Efling búið að sýna fram á það að við styðjum hópuppsagnir. Okkur finnst ekkert að því að hópuppsagnir séu fyrsta úrræðið. Mér finnst það mjög alvarlegt. Maður spyr sig svolítið hversu alvarlega atvinnurekendur geta tekið okkur þegar við förum að mótmæla hópuppsögnum annars staðar,“ segir hún. Ólíkt Önnu Sigurlínu ætlar Ólöf Helga þó ekki að yfirgefa Eflinu. Hún segist þó skilja þá sem það vilji gera. „Ég skil það mjög vel. Ég skil þá hugsun og ef að fólk gerir þá bara gerir það. Ég vona að fólk sjái þann kost að halda áfram í félaginu og beita sér frekar innan félagsins. Við erum með trúnaðarráð. Við getum alltaf kallað saman félagsfund. Það er hægt að bjóða sig fram í stjórn og svo framvegis. Þannig að vera bara virkari því að félagsmenn sannarlega hafa valdið ef þeir sækjast eftir því. Við erum eigendur félagsins þannig að þó að stjórnin hafi umboð frá okkur þá þýðir það ekki að við getum ekki gripið í taumana þegar okkur er ofboðið.“ Hvetur hún félagsmenn Eflingar til að vera virkari í störfum félagsins. „Það eru fleiri mál eftir þetta. Ef að allir sem eru ósammála Sólveigu segja sig úr félaginu þá færðu engu fram, þá nærðu ekki að breyta þessu. Þú þarft að vera á staðnum, þú þarft mæta, þú þarft að mótmæla, þú þarft að knýja fram þær breytingar sem þú vilt sjá.“
Ólga innan Eflingar Stéttarfélög Vinnumarkaður Tengdar fréttir Felldu tillögu um að draga hópuppsagnir til baka: „Brennum ekki húsið okkar“ Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, hvatti félagsmenn til að styðja kjörna forystu Eflingar, á félagsfundi félagsins á Hlíðarenda sem nú stendur yfir. Sólveig Anna gagnrýndi harkalega þá félagsmenn sem hafa gagnrýnt hana undanfarnar vikur. Tillaga um að draga hópuppsagnir á skrifstofu Eflingar var felld á fundinum. 27. apríl 2022 22:18 Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Innlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Fleiri fréttir Rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Sjá meira
Felldu tillögu um að draga hópuppsagnir til baka: „Brennum ekki húsið okkar“ Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, hvatti félagsmenn til að styðja kjörna forystu Eflingar, á félagsfundi félagsins á Hlíðarenda sem nú stendur yfir. Sólveig Anna gagnrýndi harkalega þá félagsmenn sem hafa gagnrýnt hana undanfarnar vikur. Tillaga um að draga hópuppsagnir á skrifstofu Eflingar var felld á fundinum. 27. apríl 2022 22:18