Segja Eflingarfélaga hafa varið stjórnina gegn atlögu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 27. apríl 2022 23:49 Sólveig Anna Jónsdóttir er formaður Eflingar. Vísir/Vilhelm Sólveig Anna Jónsdóttir og Baráttulisti hennar túlkar niðurstöðu félagsfundar Eflingar á þá leið að þar hafi félagsmenn varið stjórn félagsins gegn atlögu að stjórn félagsins af hálfu starfsfólks skrifstofu Eflingar og stuðningsmanna A-listans. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sólveigu Önnu sem barst fjölmiðlum eftir að niðurstöður félagsfundar Eflingar sem haldinn var í kvöld urðu ljósar. Tillaga um að draga til baka umdeildar hópuppsagnir á skrifstofu Eflingar var felld með 152 atkvæðum gegn 106. „Félagsfólk Eflingar varði stjórn félagsins gegn tilraun starfsfólks skrifstofu Eflingar og stuðningsmanna A-listans sem tapaði í nýliðnum kosningum til að afturkalla ákvörðun um skipulagsbreytingar. Var þetta niðurstaðan á félagsfundi í kvöld, segir um þetta í tilkynningu Sólveigar Önnu sem send var undir titlinum „Eflingarfélagar vörðu stjórn gegn atlögu á félagsfundi“. „Tillögu um afturköllun skipulagsbreytinga sem nú standa yfir á skrifstofum félagsins var hafnað í atkvæðagreiðslu með afgerandi meirihluta, að loknum umræðum þar sem fjölmargir tóku til máls. Skipulagsbreytingarnar munu halda áfram samkvæmt áætlun og umboð stjórnar til að fylgja þeim eftir er óskorað, segir enn fremur.“ Eins og kom fram á Vísi í kvöld hvatti Sólveig Anna félagsmenn til að sýna samstöðu, auk þess sem að hún gagnrýndi þá félagsmenn sem hafa gagnrýnt hópuppsagnirnar að undanförnu. „Félagsfólk hefur sýnt að það stendur með rétti sínum til að reka félagið eins og það kýs. Félagsfólk hefur tekið ákvörðun um að setja sína hagsmuni í fyrsta sæti, ekki hagsmuni annarra,“ er haft eftir Sólveigu Önnu í tilkynningunni. Ólga innan Eflingar Stéttarfélög Tengdar fréttir Sjá ekki hvernig Efling geti varið hag annarra sem lenda í hópuppsögnum Anna Sigurlína Tómasdóttir, trúnaðarmaður starfsfólks Kjörís í Hveragerði hjá Eflingu telur að félagsfundur stéttarfélagsins í kvöld sýni að félagið sé klofið. Ólöf Helga Adolfsdóttir, fyrrverandi varaformaður félagsins, vonast til þess að þeir sem séu ósáttir með hópuppsagnirnir leiti ekki á önnur mið, heldur berjist fyrir breytingum innan félagsins. 27. apríl 2022 23:40 Felldu tillögu um að draga hópuppsagnir til baka: „Brennum ekki húsið okkar“ Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, hvatti félagsmenn til að styðja kjörna forystu Eflingar, á félagsfundi félagsins á Hlíðarenda sem nú stendur yfir. Sólveig Anna gagnrýndi harkalega þá félagsmenn sem hafa gagnrýnt hana undanfarnar vikur. Tillaga um að draga hópuppsagnir á skrifstofu Eflingar var felld á fundinum. 27. apríl 2022 22:18 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sólveigu Önnu sem barst fjölmiðlum eftir að niðurstöður félagsfundar Eflingar sem haldinn var í kvöld urðu ljósar. Tillaga um að draga til baka umdeildar hópuppsagnir á skrifstofu Eflingar var felld með 152 atkvæðum gegn 106. „Félagsfólk Eflingar varði stjórn félagsins gegn tilraun starfsfólks skrifstofu Eflingar og stuðningsmanna A-listans sem tapaði í nýliðnum kosningum til að afturkalla ákvörðun um skipulagsbreytingar. Var þetta niðurstaðan á félagsfundi í kvöld, segir um þetta í tilkynningu Sólveigar Önnu sem send var undir titlinum „Eflingarfélagar vörðu stjórn gegn atlögu á félagsfundi“. „Tillögu um afturköllun skipulagsbreytinga sem nú standa yfir á skrifstofum félagsins var hafnað í atkvæðagreiðslu með afgerandi meirihluta, að loknum umræðum þar sem fjölmargir tóku til máls. Skipulagsbreytingarnar munu halda áfram samkvæmt áætlun og umboð stjórnar til að fylgja þeim eftir er óskorað, segir enn fremur.“ Eins og kom fram á Vísi í kvöld hvatti Sólveig Anna félagsmenn til að sýna samstöðu, auk þess sem að hún gagnrýndi þá félagsmenn sem hafa gagnrýnt hópuppsagnirnar að undanförnu. „Félagsfólk hefur sýnt að það stendur með rétti sínum til að reka félagið eins og það kýs. Félagsfólk hefur tekið ákvörðun um að setja sína hagsmuni í fyrsta sæti, ekki hagsmuni annarra,“ er haft eftir Sólveigu Önnu í tilkynningunni.
Ólga innan Eflingar Stéttarfélög Tengdar fréttir Sjá ekki hvernig Efling geti varið hag annarra sem lenda í hópuppsögnum Anna Sigurlína Tómasdóttir, trúnaðarmaður starfsfólks Kjörís í Hveragerði hjá Eflingu telur að félagsfundur stéttarfélagsins í kvöld sýni að félagið sé klofið. Ólöf Helga Adolfsdóttir, fyrrverandi varaformaður félagsins, vonast til þess að þeir sem séu ósáttir með hópuppsagnirnir leiti ekki á önnur mið, heldur berjist fyrir breytingum innan félagsins. 27. apríl 2022 23:40 Felldu tillögu um að draga hópuppsagnir til baka: „Brennum ekki húsið okkar“ Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, hvatti félagsmenn til að styðja kjörna forystu Eflingar, á félagsfundi félagsins á Hlíðarenda sem nú stendur yfir. Sólveig Anna gagnrýndi harkalega þá félagsmenn sem hafa gagnrýnt hana undanfarnar vikur. Tillaga um að draga hópuppsagnir á skrifstofu Eflingar var felld á fundinum. 27. apríl 2022 22:18 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Sjá meira
Sjá ekki hvernig Efling geti varið hag annarra sem lenda í hópuppsögnum Anna Sigurlína Tómasdóttir, trúnaðarmaður starfsfólks Kjörís í Hveragerði hjá Eflingu telur að félagsfundur stéttarfélagsins í kvöld sýni að félagið sé klofið. Ólöf Helga Adolfsdóttir, fyrrverandi varaformaður félagsins, vonast til þess að þeir sem séu ósáttir með hópuppsagnirnir leiti ekki á önnur mið, heldur berjist fyrir breytingum innan félagsins. 27. apríl 2022 23:40
Felldu tillögu um að draga hópuppsagnir til baka: „Brennum ekki húsið okkar“ Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, hvatti félagsmenn til að styðja kjörna forystu Eflingar, á félagsfundi félagsins á Hlíðarenda sem nú stendur yfir. Sólveig Anna gagnrýndi harkalega þá félagsmenn sem hafa gagnrýnt hana undanfarnar vikur. Tillaga um að draga hópuppsagnir á skrifstofu Eflingar var felld á fundinum. 27. apríl 2022 22:18