Felldu tillögu um að draga hópuppsagnir til baka: „Brennum ekki húsið okkar“ Tryggvi Páll Tryggvason og Fanndís Birna Logadóttir skrifa 27. apríl 2022 22:18 Sólveig Anna Jónsdóttir hvatti félagsmenn Eflingar til að standa saman. Vísir/Vilhelm Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, hvatti félagsmenn til að styðja kjörna forystu Eflingar, á félagsfundi félagsins á Hlíðarenda sem nú stendur yfir. Sólveig Anna gagnrýndi harkalega þá félagsmenn sem hafa gagnrýnt hana undanfarnar vikur. Tillaga um að draga hópuppsagnir á skrifstofu Eflingar var felld á fundinum. Líkt og greint hefur verið frá stendur yfir félagsfundur Eflingar í Valsheimilinu við Hlíðarenda. Fjölmennt er í salnum þar sem stríðandi fylkingar innan félagsins hafa skipst á skotum. Tillaga þess efnis að draga umdeildar hópuppsagnir á skrifstofu Eflingar til baka var lögð fram á fundinum. Hún var felld með meirihluta atkvæða samkvæmt upplýsingum fréttastofu. Gagnrýndi Ólöfu Helgu Ein af þeim sem gagnrýnt hefur Sólveigu Önnu að undanförnu er Ólöf Helga Adolfsdóttir, fyrrverandi varaformaður Eflingar sem bauð sig fram til formennsku en laut í lægri haldi fyrir Sólveigu Önnu. Þegar Sólveig Anna steig í pontu í kvöld fékk Ólöf Helga sinn skerf af gagnrýni. Frá fundinum. „Hún hefur fátt annað gert síðustu mánuði en að stíga fram með reglulegu millibili. Tala um innræti mitt, samskiptafærni, venjur og svo framvegis. Ég óska þess að hún átti sig á því að kosningunum lauk 15. febrúar. Hún tapaði. Kosningabaráttan er löngu búin. Það er bara kominn tími til að hætta því að vera stöðugt að ráðast að mér og persónu minni,“ sagði Sólveig Anna og hlaut dynjandi lófatak þegar hún sleppti síðustu setningunni. Þá varði hún ákvörðun stjórnar Eflingar um að ráðast í hópuppsagnir og gagnrýndi þá sem segja að lög hafi verið brotin vegna þeirra. Frá fundinum. „Við skulum sýna sjálfum okkur, mér og forystu þessa félags, þá virðingu að vera ekki að ásaka um lögbrot þar sem engin slík eru,“ sagði Sólveig Anna. Hvatti félagsmenn til að standa saman Þá brást hún einnig við spurningu um af hverju ekki hafi verið ráðist í þessar skipulagsbreytingar í fyrri formennskutíð Sólveigar Önnu, en hún tók fyrst við formennsku árið 2018. „Hér var spurt núna undir það síðasta af hverju hafi ekki verið búið að breyta þessu öllu á þeim árum sem liðin erfrá því að ég var fyrst kjörin formaður. Ég bið fólk að reyna að rifja upp hvað við höfum verið að gera. Kjarasamningana sem við höfum verið að fara í gengum, verkfallsaðgerðir og svo framvegis. Sem hafa náð raunverulegum og sögulegum árangri,“ sagði Sólveig Anna. Frá fundinum. Sagði hún andstæðinga sinna innan félagsins ekki hafa það sem til þarf til þess að stuðla að raunverulegum kjarabótum fyrir félagsmenn Eflingar. „Ég bara biðla til ykkar kæru félagar. Hér hefur komið í pontu fólk sem að hefur viljað gera sig breitt á málefnum sem það augljóslega hefur ekki innsýn inn í. Stöndum saman. Við skulum ekki gera það að verkum að forystan í þessu félagi fari í hendurnar á fólki sem að skilur ekki nokkurn skapaðan hlut um þá kjarabaráttu sem að þarf að há fyrir hönd félagsfólks sem mun ekki geta axlað þá miklu ábyrgð sem því fylgir.“ Hvatti hún félagsmenn einnig til að standa saman. „Hér sagði einhver: Brennum ekki húsið okkar. Ég tek undir þessu orð. Kæru félagar, brennum ekki húsið okkar. Stöndum saman. Fellum þessa tillögu og segjum nei, nei og nei svo við getum labbað hérna út, föst, sterk og saman í samstöðunni,“ sagði Sólveig Anna og hlaut dynjandi lófaklapp úr salnum fyrir. Ólga innan Eflingar Stéttarfélög Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn Innlent Fleiri fréttir Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Sjá meira
Líkt og greint hefur verið frá stendur yfir félagsfundur Eflingar í Valsheimilinu við Hlíðarenda. Fjölmennt er í salnum þar sem stríðandi fylkingar innan félagsins hafa skipst á skotum. Tillaga þess efnis að draga umdeildar hópuppsagnir á skrifstofu Eflingar til baka var lögð fram á fundinum. Hún var felld með meirihluta atkvæða samkvæmt upplýsingum fréttastofu. Gagnrýndi Ólöfu Helgu Ein af þeim sem gagnrýnt hefur Sólveigu Önnu að undanförnu er Ólöf Helga Adolfsdóttir, fyrrverandi varaformaður Eflingar sem bauð sig fram til formennsku en laut í lægri haldi fyrir Sólveigu Önnu. Þegar Sólveig Anna steig í pontu í kvöld fékk Ólöf Helga sinn skerf af gagnrýni. Frá fundinum. „Hún hefur fátt annað gert síðustu mánuði en að stíga fram með reglulegu millibili. Tala um innræti mitt, samskiptafærni, venjur og svo framvegis. Ég óska þess að hún átti sig á því að kosningunum lauk 15. febrúar. Hún tapaði. Kosningabaráttan er löngu búin. Það er bara kominn tími til að hætta því að vera stöðugt að ráðast að mér og persónu minni,“ sagði Sólveig Anna og hlaut dynjandi lófatak þegar hún sleppti síðustu setningunni. Þá varði hún ákvörðun stjórnar Eflingar um að ráðast í hópuppsagnir og gagnrýndi þá sem segja að lög hafi verið brotin vegna þeirra. Frá fundinum. „Við skulum sýna sjálfum okkur, mér og forystu þessa félags, þá virðingu að vera ekki að ásaka um lögbrot þar sem engin slík eru,“ sagði Sólveig Anna. Hvatti félagsmenn til að standa saman Þá brást hún einnig við spurningu um af hverju ekki hafi verið ráðist í þessar skipulagsbreytingar í fyrri formennskutíð Sólveigar Önnu, en hún tók fyrst við formennsku árið 2018. „Hér var spurt núna undir það síðasta af hverju hafi ekki verið búið að breyta þessu öllu á þeim árum sem liðin erfrá því að ég var fyrst kjörin formaður. Ég bið fólk að reyna að rifja upp hvað við höfum verið að gera. Kjarasamningana sem við höfum verið að fara í gengum, verkfallsaðgerðir og svo framvegis. Sem hafa náð raunverulegum og sögulegum árangri,“ sagði Sólveig Anna. Frá fundinum. Sagði hún andstæðinga sinna innan félagsins ekki hafa það sem til þarf til þess að stuðla að raunverulegum kjarabótum fyrir félagsmenn Eflingar. „Ég bara biðla til ykkar kæru félagar. Hér hefur komið í pontu fólk sem að hefur viljað gera sig breitt á málefnum sem það augljóslega hefur ekki innsýn inn í. Stöndum saman. Við skulum ekki gera það að verkum að forystan í þessu félagi fari í hendurnar á fólki sem að skilur ekki nokkurn skapaðan hlut um þá kjarabaráttu sem að þarf að há fyrir hönd félagsfólks sem mun ekki geta axlað þá miklu ábyrgð sem því fylgir.“ Hvatti hún félagsmenn einnig til að standa saman. „Hér sagði einhver: Brennum ekki húsið okkar. Ég tek undir þessu orð. Kæru félagar, brennum ekki húsið okkar. Stöndum saman. Fellum þessa tillögu og segjum nei, nei og nei svo við getum labbað hérna út, föst, sterk og saman í samstöðunni,“ sagði Sólveig Anna og hlaut dynjandi lófaklapp úr salnum fyrir.
Ólga innan Eflingar Stéttarfélög Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn Innlent Fleiri fréttir Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Sjá meira