Enski boltinn

Vill ekki halda með City en allt er betra en fjórfalt hjá Liverpool

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Andrew Robertson braut ísinn fyrir Liverpool í mikilvægum sigri á Everton um síðustu helgi.
Andrew Robertson braut ísinn fyrir Liverpool í mikilvægum sigri á Everton um síðustu helgi. AP/Peter Byrne

Búlgarska knattspyrnugoðsögnin Dimitar Berbatov lék í fjögur ár með Manchester United og lærði á þeim tíma að „hata“ erkifjendurna í Liverpool. Það hatur hefur ekkert minnkað þrátt fyrir að það séu að vera tíu ár liðin síðan hann spilaði síðast í búningi Manchester United.

Þetta kom í ljós þegar Berbatov var spurður út í Liverpool í viðtali við Betfair.

Liverpool á enn möguleika á því að vinna fjóra titla á þessu tímabili. Liðið er búið að vinna enska deildabikarinn, liðið er komið í úrslitaleik ensku bikarkeppninnar, er einu stigi á eftir Manchester City í deildinni og mætir í kvöld spænska liðinu Villarreal í fyrri undanúrslitaleik liðanna í Meistaradeildinni.

„Ég er ekki hrifinn af því að halda með Manchester City en ég vil bara ekki að Liverpool vinni fjóra bikara fjandinn hafi það,“ sagði Dimitar Berbatov.

Engu ensku félagið hefur tekist að vinna fernuna en Manchester City komst næst því tímabilið 2018-19 þegar liðið vann alla titlana heima fyrir en datt út úr átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

City var líka nálægt því að vinna fernuna í fyrra. Liðið vann þá ensku deildina og enska deildarbikarinn en tapaði í úrslitaleik Meistaradeildarinnar og í undanúrslitaleik enska bikarsins.

Berbatov lék með United á árunum 2008 til 2012 og varð tvisvar sinnum enskur meistari með liðinu. Berbatov skoraði 20 mörk í 32 deildarleikjum þegar United vann titilinn tímabilið 2010-11. United seldi hann til Fulham í lok ágúst 2011.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.