Enski boltinn

Segja Rudiger vera búinn að semja við Real Madrid

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Antonio Rudiger fagnar með Mateo Kovacic í leik Chelsea á móti Real Madrid á Santiago Bernabeu sem verður heimavöllur Þjóðverjans næstu árin.
Antonio Rudiger fagnar með Mateo Kovacic í leik Chelsea á móti Real Madrid á Santiago Bernabeu sem verður heimavöllur Þjóðverjans næstu árin. AP/Manu Fernandez

Chelsea staðfesti það í gær að þýski varnarmaðurinn Antonio Rudiger yrði ekki áfram hjá félaginu og nú er að koma í ljós hvar hann spilar næstu tímabil.

ESPN er einn þeirra miðla sem hefur heimildir um að Antonio Rudiger sé búinn að skrifa undir samning við spænska stórliðið Real Madrid.

Samkvæmt fréttum er um fjögurra ára samning að ræða en hann hefur öðlast nýtt líf hjá Chelsea eftir að Thomas Tuchel tók við liðinu.

Hinn 29 ára gamli Rudiger rennur út á samningi í sumar en hann skrifað undir fimm ára samning við Lundúnaliðið árið 2017.

Chelsea keypti Rudiger á sínum tíma frá ítalska félaginu Roma. Hann byrjaði ferill sinn hjá Stuttgart í Þýskalandi.

Hefur unnið Meistaradeildina, enska bikarinn, heimsmeistarakeppni félagsliða og Evrópudeildina á tíma sínum hjá Chelsea.

Hann hefur skorað tvö landsliðsmörk í fimmtíu landsleikjum og annað þeirra kom einmitt á móti íslenska landsliðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×