Hífa flugvélarflakið af botni Þingvallavatns í dag Bjarki Sigurðsson skrifar 22. apríl 2022 09:45 Björgunaraðilar að undirbúa sig við Þingvallavatn í morgun. Vísir/Vilhelm Í dag stendur til að hífa flugvélina TF-ABB af botni Ölfusvatnsvíkur í Þingvallavatni. Björgunarmenn undirbúa sig nú við bakka vatnsins. Flugvélin er af gerðinni Cessna 172N og var eigandi hennar Haraldur Diego. Hann lést ásamt þremur farþegum þegar flugvélin hafnaði í Þingvallavatni í byrjun febrúar. Farþegarnir voru allir erlendir ferðamenn. Ís olli björgunarmönnum ama Björgunaraðgerðir stóðu yfir í nokkra daga eftir að flugvélin fannst þann 4. febrúar síðastliðinn og var lögð áhersla á að koma líkum mannanna úr flakinu. Ís á vatninu torveldaði allar aðgerðir og því hætt var við að reyna að ná flakinu sjálfu upp fyrr en nú. Björgunarmenn við Þingvallavatn.Vísir/Vilhelm Í færslu á heimasíðu lögreglunnar frá því á miðvikudaginn segir að gert hafi verið ráð fyrir því að aðgerðir hefjist með sjósetningu og prófunum á tækjabúnaði klukkan níu í morgun. „Setja þarf upp tjaldbúðir með aðstöðu fyrir björgunarmenn, öryggisbúnaður vegna köfunar. Einnig verður Björninn fjarskiptabíll Landsbjargar á vettvangi til að tryggja fjarskipti. Auk þessa eru prammar sem nýttir verða sem aðstaða úti á vatninu og einnig til að hífa flugvéla af botni Þingvallavatns og færa að landi,“ segir í tilkynningunni. Allt yfirflug loftfara um svæðið er bannað og tók það bann gildi klukkan átta í morgun. Banninu líkur þegar aðgerðum er lokið. Björgunarmaður við Þingvallavatn í dag.Vísir/Vilhelm Björgunarmenn ræða málin við Þingvallavatn.Vísir/Vilhelm Björgunarmenn undirbúa sig við Þingvallavatn í dag.Vísir/Vilhelm Björgunarmenn undirbúa sig við Þingvallavatn.Vísir/Vilhelm Björgunarmenn að ræða málin við Þingvallavatn.Vísir/Vilhelm Lögreglumál Grímsnes- og Grafningshreppur Flugslys við Þingvallavatn Fréttir af flugi Tengdar fréttir Flak flugvélarinnar mjög heillegt á botni vatnsins Flak flugvélarinnar TF-ABB, sem fannst á botni Þingvallavatns á föstudag, er mjög heillegt. Allt bendir til að flugvélin hafi hafnað á Þingvallavatni áður en hún sökk og þeir fjórir sem voru um borð í henni hafi komist út úr henni af sjálfsdáðum eftir að hún endaði á vatninu. 6. febrúar 2022 12:01 Þurfa tveggja sólarhringa veðurglugga til þess að ná vélinni á land Sérsveit ríkislögreglustjóra og Landhelgisgæslan þurfa minnst tvo sólarhringa af hagstæðum veðurskilyrðum til þess að ná flaki vélarinnar sem fannst í nótt á botni Þingvallavatns upp á yfirborðið. Aðgerðinni fylgja umtalsverðar hættur fyrir björgunarliðið. 5. febrúar 2022 13:45 Flugvélin sem leitað var að fannst í Þingvallavatni Flugvélin sem saknað hefur verið frá því um hádegisbil á fimmtudag er fundin. Vélin fannst með fjarstýrðum kafbát fyrirtækisins Teledyne Gavia í Ölfusvatnsvík, í sunnanverðu Þingvallavatni, á ellefta tímanum í kvöld. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni. 5. febrúar 2022 01:14 Mest lesið Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Fleiri fréttir Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Ráðuneytisstjóri bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ í kjölfar viðtals Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Sjá meira
Flugvélin er af gerðinni Cessna 172N og var eigandi hennar Haraldur Diego. Hann lést ásamt þremur farþegum þegar flugvélin hafnaði í Þingvallavatni í byrjun febrúar. Farþegarnir voru allir erlendir ferðamenn. Ís olli björgunarmönnum ama Björgunaraðgerðir stóðu yfir í nokkra daga eftir að flugvélin fannst þann 4. febrúar síðastliðinn og var lögð áhersla á að koma líkum mannanna úr flakinu. Ís á vatninu torveldaði allar aðgerðir og því hætt var við að reyna að ná flakinu sjálfu upp fyrr en nú. Björgunarmenn við Þingvallavatn.Vísir/Vilhelm Í færslu á heimasíðu lögreglunnar frá því á miðvikudaginn segir að gert hafi verið ráð fyrir því að aðgerðir hefjist með sjósetningu og prófunum á tækjabúnaði klukkan níu í morgun. „Setja þarf upp tjaldbúðir með aðstöðu fyrir björgunarmenn, öryggisbúnaður vegna köfunar. Einnig verður Björninn fjarskiptabíll Landsbjargar á vettvangi til að tryggja fjarskipti. Auk þessa eru prammar sem nýttir verða sem aðstaða úti á vatninu og einnig til að hífa flugvéla af botni Þingvallavatns og færa að landi,“ segir í tilkynningunni. Allt yfirflug loftfara um svæðið er bannað og tók það bann gildi klukkan átta í morgun. Banninu líkur þegar aðgerðum er lokið. Björgunarmaður við Þingvallavatn í dag.Vísir/Vilhelm Björgunarmenn ræða málin við Þingvallavatn.Vísir/Vilhelm Björgunarmenn undirbúa sig við Þingvallavatn í dag.Vísir/Vilhelm Björgunarmenn undirbúa sig við Þingvallavatn.Vísir/Vilhelm Björgunarmenn að ræða málin við Þingvallavatn.Vísir/Vilhelm
Lögreglumál Grímsnes- og Grafningshreppur Flugslys við Þingvallavatn Fréttir af flugi Tengdar fréttir Flak flugvélarinnar mjög heillegt á botni vatnsins Flak flugvélarinnar TF-ABB, sem fannst á botni Þingvallavatns á föstudag, er mjög heillegt. Allt bendir til að flugvélin hafi hafnað á Þingvallavatni áður en hún sökk og þeir fjórir sem voru um borð í henni hafi komist út úr henni af sjálfsdáðum eftir að hún endaði á vatninu. 6. febrúar 2022 12:01 Þurfa tveggja sólarhringa veðurglugga til þess að ná vélinni á land Sérsveit ríkislögreglustjóra og Landhelgisgæslan þurfa minnst tvo sólarhringa af hagstæðum veðurskilyrðum til þess að ná flaki vélarinnar sem fannst í nótt á botni Þingvallavatns upp á yfirborðið. Aðgerðinni fylgja umtalsverðar hættur fyrir björgunarliðið. 5. febrúar 2022 13:45 Flugvélin sem leitað var að fannst í Þingvallavatni Flugvélin sem saknað hefur verið frá því um hádegisbil á fimmtudag er fundin. Vélin fannst með fjarstýrðum kafbát fyrirtækisins Teledyne Gavia í Ölfusvatnsvík, í sunnanverðu Þingvallavatni, á ellefta tímanum í kvöld. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni. 5. febrúar 2022 01:14 Mest lesið Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Fleiri fréttir Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Ráðuneytisstjóri bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ í kjölfar viðtals Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Sjá meira
Flak flugvélarinnar mjög heillegt á botni vatnsins Flak flugvélarinnar TF-ABB, sem fannst á botni Þingvallavatns á föstudag, er mjög heillegt. Allt bendir til að flugvélin hafi hafnað á Þingvallavatni áður en hún sökk og þeir fjórir sem voru um borð í henni hafi komist út úr henni af sjálfsdáðum eftir að hún endaði á vatninu. 6. febrúar 2022 12:01
Þurfa tveggja sólarhringa veðurglugga til þess að ná vélinni á land Sérsveit ríkislögreglustjóra og Landhelgisgæslan þurfa minnst tvo sólarhringa af hagstæðum veðurskilyrðum til þess að ná flaki vélarinnar sem fannst í nótt á botni Þingvallavatns upp á yfirborðið. Aðgerðinni fylgja umtalsverðar hættur fyrir björgunarliðið. 5. febrúar 2022 13:45
Flugvélin sem leitað var að fannst í Þingvallavatni Flugvélin sem saknað hefur verið frá því um hádegisbil á fimmtudag er fundin. Vélin fannst með fjarstýrðum kafbát fyrirtækisins Teledyne Gavia í Ölfusvatnsvík, í sunnanverðu Þingvallavatni, á ellefta tímanum í kvöld. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni. 5. febrúar 2022 01:14
Ráðuneytisstjóri bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ í kjölfar viðtals