Þurfa tveggja sólarhringa veðurglugga til þess að ná vélinni á land Vésteinn Örn Pétursson skrifar 5. febrúar 2022 13:45 Frá leitinni við Þingvallavatn í gær. Vísir/Vilhelm Sérsveit ríkislögreglustjóra og Landhelgisgæslan þurfa minnst tvo sólarhringa af hagstæðum veðurskilyrðum til þess að ná flaki vélarinnar sem fannst í nótt á botni Þingvallavatns upp á yfirborðið. Aðgerðinni fylgja umtalsverðar hættur fyrir björgunarliðið. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef lögreglunnar. Þar segir að vinnu á vettvangi hafi lokið í nótt. Í kjölfarið hafi verið unnið úr gögnum sem lögð voru fyrir á fundi aðgerðastjórnar sem fram fór í hádeginu. „Fram að þessu hefur Landhelgisgæsla Íslands haft stjórnun aðgerða með höndum í samræmi við ákvæði reglugerðar um leit og björgun en nú þegar slysstaður er þekktur færist forræði máls yfir á hendur Lögreglunnar á Suðurlandi. Aðgerðin, og stjórnun hennar, fram til þessa hefur gengið afar vel og samstarf milli eininga og umdæma verið með eindæmum auðvelt. Stór þáttur í því er sá lærdómur sem Íslendingar hafa öðlast á notkun fjarfundabúnaðar á margnefndum Covid tímum og hefur hann auðveldað alla skipulagningu og samskipti á þessari umfangsmiklu aðgerð,“ segir í tilkynningunni. Þá er komið á framfæri einlægum þökkum stjórnenda til björgunarsveita og viðbragðsaðila, sjálfboðaliða og einstaklinga sem buðu fram aðstoð sína í formi leitar úr lofti og vatni, fæði og gistiaðstöðu eða hverju öðru sem boðið var fram. Það séu einstök verðmæti sem felist í samheldninni sem aðgerðin hafi leitt í ljóst. Aðgerðin flókin og hættuleg Nú sé hins vegar fram undan tæknilega flókin aðgerð við að ná flakinu og fólkinu sem var í vélinni upp á yfirborðið. „Sú vinna fer fram samhliða rannsókn slyssins sem er í höndum rannsóknardeildar Lögreglunnar á Suðurlandi og Rannsóknarnefndar samgönguslysa. Tæknileg úrlausn hennar verður í höndum Landhelgisgæslu og sérsveitar ríkislögreglustjóra sem munu kalla til þá aðila sem til þarf. Næstu dagar verða nýttir til undirbúnings þess verkefnis og fyrir liggur að til þess að það gangi vel fyrir sig þarf að vera veðurgluggi sem varir a.m.k. í tvo sólarhringa.“ Þá fylgi aðgerðinni umtalsverðar hættur fyrir björgunarlið og því skipti miklu að hún sé vel undirbúin. Fréttir af flugi Lögreglumál Flugslys við Þingvallavatn Grímsnes- og Grafningshreppur Björgunarsveitir Landhelgisgæslan Tengdar fréttir Veðurskilyrði slæm og flugvélin verður ekki sótt í dag Flugvélin sem fannst á botni Þingvallavatns í gærkvöldi verður ekki sótt í dag. Gríðarlega flókið verkefni bíður viðbragðsaðila; vélin er á 50 metra dýpi á svæði sem er hættulegt fyrir kafara að komast að og veðurskilyrði slæm næstu daga. 5. febrúar 2022 10:41 Flugvélin sem leitað var að fannst í Þingvallavatni Flugvélin sem saknað hefur verið frá því um hádegisbil á fimmtudag er fundin. Vélin fannst með fjarstýrðum kafbát fyrirtækisins Teledyne Gavia í Ölfusvatnsvík, í sunnanverðu Þingvallavatni, á ellefta tímanum í kvöld. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni. 5. febrúar 2022 01:14 Mest lesið Strandveiðisjómaður lést Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Innlent Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Tugir missa vinnuna í sumar Innlent Snurða hljóp á þráðinn í nótt Innlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu á vef lögreglunnar. Þar segir að vinnu á vettvangi hafi lokið í nótt. Í kjölfarið hafi verið unnið úr gögnum sem lögð voru fyrir á fundi aðgerðastjórnar sem fram fór í hádeginu. „Fram að þessu hefur Landhelgisgæsla Íslands haft stjórnun aðgerða með höndum í samræmi við ákvæði reglugerðar um leit og björgun en nú þegar slysstaður er þekktur færist forræði máls yfir á hendur Lögreglunnar á Suðurlandi. Aðgerðin, og stjórnun hennar, fram til þessa hefur gengið afar vel og samstarf milli eininga og umdæma verið með eindæmum auðvelt. Stór þáttur í því er sá lærdómur sem Íslendingar hafa öðlast á notkun fjarfundabúnaðar á margnefndum Covid tímum og hefur hann auðveldað alla skipulagningu og samskipti á þessari umfangsmiklu aðgerð,“ segir í tilkynningunni. Þá er komið á framfæri einlægum þökkum stjórnenda til björgunarsveita og viðbragðsaðila, sjálfboðaliða og einstaklinga sem buðu fram aðstoð sína í formi leitar úr lofti og vatni, fæði og gistiaðstöðu eða hverju öðru sem boðið var fram. Það séu einstök verðmæti sem felist í samheldninni sem aðgerðin hafi leitt í ljóst. Aðgerðin flókin og hættuleg Nú sé hins vegar fram undan tæknilega flókin aðgerð við að ná flakinu og fólkinu sem var í vélinni upp á yfirborðið. „Sú vinna fer fram samhliða rannsókn slyssins sem er í höndum rannsóknardeildar Lögreglunnar á Suðurlandi og Rannsóknarnefndar samgönguslysa. Tæknileg úrlausn hennar verður í höndum Landhelgisgæslu og sérsveitar ríkislögreglustjóra sem munu kalla til þá aðila sem til þarf. Næstu dagar verða nýttir til undirbúnings þess verkefnis og fyrir liggur að til þess að það gangi vel fyrir sig þarf að vera veðurgluggi sem varir a.m.k. í tvo sólarhringa.“ Þá fylgi aðgerðinni umtalsverðar hættur fyrir björgunarlið og því skipti miklu að hún sé vel undirbúin.
Fréttir af flugi Lögreglumál Flugslys við Þingvallavatn Grímsnes- og Grafningshreppur Björgunarsveitir Landhelgisgæslan Tengdar fréttir Veðurskilyrði slæm og flugvélin verður ekki sótt í dag Flugvélin sem fannst á botni Þingvallavatns í gærkvöldi verður ekki sótt í dag. Gríðarlega flókið verkefni bíður viðbragðsaðila; vélin er á 50 metra dýpi á svæði sem er hættulegt fyrir kafara að komast að og veðurskilyrði slæm næstu daga. 5. febrúar 2022 10:41 Flugvélin sem leitað var að fannst í Þingvallavatni Flugvélin sem saknað hefur verið frá því um hádegisbil á fimmtudag er fundin. Vélin fannst með fjarstýrðum kafbát fyrirtækisins Teledyne Gavia í Ölfusvatnsvík, í sunnanverðu Þingvallavatni, á ellefta tímanum í kvöld. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni. 5. febrúar 2022 01:14 Mest lesið Strandveiðisjómaður lést Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Innlent Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Tugir missa vinnuna í sumar Innlent Snurða hljóp á þráðinn í nótt Innlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Veðurskilyrði slæm og flugvélin verður ekki sótt í dag Flugvélin sem fannst á botni Þingvallavatns í gærkvöldi verður ekki sótt í dag. Gríðarlega flókið verkefni bíður viðbragðsaðila; vélin er á 50 metra dýpi á svæði sem er hættulegt fyrir kafara að komast að og veðurskilyrði slæm næstu daga. 5. febrúar 2022 10:41
Flugvélin sem leitað var að fannst í Þingvallavatni Flugvélin sem saknað hefur verið frá því um hádegisbil á fimmtudag er fundin. Vélin fannst með fjarstýrðum kafbát fyrirtækisins Teledyne Gavia í Ölfusvatnsvík, í sunnanverðu Þingvallavatni, á ellefta tímanum í kvöld. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni. 5. febrúar 2022 01:14