Enski boltinn

Fulham tryggði sér sæti í úrvalsdeildinni

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Fulham mun leika í ensku úrvalsdeildinni á næsta tímabili.
Fulham mun leika í ensku úrvalsdeildinni á næsta tímabili. Rob Newell - CameraSport via Getty Images

Fulham mun leika í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á næsta tímabili, en liðið tryggði sæti sitt með öruggum 3-0 sigri á Preston North End í kvöld.

Aleksandar Mitrovic kom heimamönnum í Fulham yfir strax á níundu mínútu áður en Fabio Carvalho tvöfaldaði forystuna þegar um tíu mónútur voru eftir af fyrri hálfleik.

Heimamenn fóru svo með 3-0 forystu inn í hálfleikinn, en Aleksandar Mitrovic bætti öðru marki sínum við á 41. mínútu.

Ekkert var skorað í síðari hálfleik og niðurstaðan varð því öruggur 3-0 sigur Fulham. Liðið trónir á toppi ensku B-deildarinnar með níu stiga forskot á Bournemouth sem situr í öðru sæti, en efstu tvö liðin far beint upp. Ekkert af liðunum fyrir neðan Fulham og Bournemouth geta náð Fulham og því er það orðið öruggt að þeir munu leika í ensku úrvalsdeildinni á næsta tímabili.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×