Segir rangt hjá Einari að allt hafi logað í Ráðhúsinu síðustu fjögur ár Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 19. apríl 2022 15:02 Þórdís Lóa segir alrangt hjá Einari að allt hafi logað í ráðhúsinu undanfarin fjögur ár. Vísir/Helgi Þórdís Lóa Þórhallsdóttir oddviti Viðreisnar í Reykjavík segir alrangt að allt hafi logað í Ráðhúsinu undanfarið kjörtímabil. Hún segir óróleika fyrstu mánuði tímabilsins hafa litað nær allt starf borgarstjórnarinnar, sem eftir fyrstu mánuðina hafi gengið vel. Þetta sagði Þórdís Lóa í Pallborðinu á Vísi sem hófst klukkan tvö. Þar mætti hún Einari Þorsteinssyni oddvita Framsóknarflokksins í borginni og Líf Magneudóttur oddvita Vinstri grænna. Þar var til umræðu hvort núverandi meirihluti héldi áfram samstarfi héldi hann velli í kosningum, eins og útlit er fyrir núna. Líf og Þórdís sögðust báðar líta svo á að eðlilegast væri að meirihlutinn ræddi fyrst saman áður en aðrir valkostir yrðu skoðaðir. Líf lagði þó aukna áherslu á aukið samstarf við minnihlutan. „Sveitarstjórnir eru ekki eins og litla Alþingi þar sem er ríkisstjórn og minnihluti. Við erum fjölskipað stjórnvald og við eigum að vinna saman. Það er eitthvað sem ég myndi vilja reyna á í næstu borgarstjórn að [minnihluta]flokkar fái formannsembætti, að við séum að taka þátt í þessu saman,“ sagði Líf. Segir kominn tíma á flokk sem ekki hafi tekið þátt í leðjuslagi í ráðhúsinu Einar sagði þá alveg ljóst að fengi meirihlutinn áfram umboð myndi hann halda saman áfram. Hann rifjaði þó upp að það hefði ekki alltaf gengið vel. Líf Magneudóttir oddviti VG í borginni.Vísir/Helgi „Þó Líf sé hér af góðum vilja að tala um að fela minnihlutanum meiri áhrif þá höfum við horft á þessi ofboðslegu átök í borgarstjórn og eiginlega bara ljóta pólitík. Það segir ákveðna sögu að Gallup mæli traust á stofnunum í samfélaginu og mæli að það séu aðeins 23 prósent borgarbúa sem treysta borgarstjórn,“ sagði Einar. „Pólitíkin hefur verið lituð af svo mikilli hörku og svo miklum öfgum. Minnihlutinn telur sig ekki ná neinu fram, meirihlutinn keyyrir fram mjög einarða stefnu í sínum málum og svo er þetta bara stál í stál. Það er meira að segja skotið á bíl borgarstjóra á þessu kjörtímabili og varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins fordæmir það ekki,“ sagði Einar og bætti við að til þyrfti miðjuflokk sem ekki hefði tekið þátt í „leðjuslaginum í ráðhúsinu.“ Þórdís greip þá inn í og sagði það algeran misskilning að allt hafi verið í háalofti í ráðhúsinu á kjörtímabilinu. „Það hafa orðið stórkostlegar breytingar í borginni sem gleymast. Það gekk mjög brösulega fyrstu mánuðina og við lifum enn með þær gróusögur. Það er ekki allt búið að loga í ráðhúsinu síðan 2018, það er af og frá. Það voru hins vegar mjög mikil læti til að byrja með og það er mjög leiðinlegt að sjá hvernig það mengar allt þetta góða starf.“ Klippa: Pallborðið - Einar, Þórdís Lóa og Líf Borgarstjórn Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Framsóknarflokkurinn Viðreisn Pallborðið Tengdar fréttir Einar, Þórdís og Líf mætast í Pallborðinu Tæpur mánuður er til kosninga og niðurtalningin er hafin í Pallborðinu. Á þriðjudögum og fimmtudögum fram að kosningum mæta frambjóðendur og kryfja helstu málefnin. 19. apríl 2022 12:15 Framsókn sé boðberi breytinga og til í að flugvöllurinn fari „Ef kjósendur vilja breytingar, þá er besta leiðin til að ná fram breytingum í borgarstjórn að kjósa Framsókn,“ segir Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar í Reykjavík. Flokkurinn muni geta unnið með þeim flokkum sem nú mynda meirihluta, sem og flokkunum í minnihluta. Þá sé hann til í að sjá Reykjavíkurflugvöll fara annað, ef heppileg staðsetning finnst. 15. apríl 2022 11:00 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira
Þetta sagði Þórdís Lóa í Pallborðinu á Vísi sem hófst klukkan tvö. Þar mætti hún Einari Þorsteinssyni oddvita Framsóknarflokksins í borginni og Líf Magneudóttur oddvita Vinstri grænna. Þar var til umræðu hvort núverandi meirihluti héldi áfram samstarfi héldi hann velli í kosningum, eins og útlit er fyrir núna. Líf og Þórdís sögðust báðar líta svo á að eðlilegast væri að meirihlutinn ræddi fyrst saman áður en aðrir valkostir yrðu skoðaðir. Líf lagði þó aukna áherslu á aukið samstarf við minnihlutan. „Sveitarstjórnir eru ekki eins og litla Alþingi þar sem er ríkisstjórn og minnihluti. Við erum fjölskipað stjórnvald og við eigum að vinna saman. Það er eitthvað sem ég myndi vilja reyna á í næstu borgarstjórn að [minnihluta]flokkar fái formannsembætti, að við séum að taka þátt í þessu saman,“ sagði Líf. Segir kominn tíma á flokk sem ekki hafi tekið þátt í leðjuslagi í ráðhúsinu Einar sagði þá alveg ljóst að fengi meirihlutinn áfram umboð myndi hann halda saman áfram. Hann rifjaði þó upp að það hefði ekki alltaf gengið vel. Líf Magneudóttir oddviti VG í borginni.Vísir/Helgi „Þó Líf sé hér af góðum vilja að tala um að fela minnihlutanum meiri áhrif þá höfum við horft á þessi ofboðslegu átök í borgarstjórn og eiginlega bara ljóta pólitík. Það segir ákveðna sögu að Gallup mæli traust á stofnunum í samfélaginu og mæli að það séu aðeins 23 prósent borgarbúa sem treysta borgarstjórn,“ sagði Einar. „Pólitíkin hefur verið lituð af svo mikilli hörku og svo miklum öfgum. Minnihlutinn telur sig ekki ná neinu fram, meirihlutinn keyyrir fram mjög einarða stefnu í sínum málum og svo er þetta bara stál í stál. Það er meira að segja skotið á bíl borgarstjóra á þessu kjörtímabili og varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins fordæmir það ekki,“ sagði Einar og bætti við að til þyrfti miðjuflokk sem ekki hefði tekið þátt í „leðjuslaginum í ráðhúsinu.“ Þórdís greip þá inn í og sagði það algeran misskilning að allt hafi verið í háalofti í ráðhúsinu á kjörtímabilinu. „Það hafa orðið stórkostlegar breytingar í borginni sem gleymast. Það gekk mjög brösulega fyrstu mánuðina og við lifum enn með þær gróusögur. Það er ekki allt búið að loga í ráðhúsinu síðan 2018, það er af og frá. Það voru hins vegar mjög mikil læti til að byrja með og það er mjög leiðinlegt að sjá hvernig það mengar allt þetta góða starf.“ Klippa: Pallborðið - Einar, Þórdís Lóa og Líf
Borgarstjórn Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Framsóknarflokkurinn Viðreisn Pallborðið Tengdar fréttir Einar, Þórdís og Líf mætast í Pallborðinu Tæpur mánuður er til kosninga og niðurtalningin er hafin í Pallborðinu. Á þriðjudögum og fimmtudögum fram að kosningum mæta frambjóðendur og kryfja helstu málefnin. 19. apríl 2022 12:15 Framsókn sé boðberi breytinga og til í að flugvöllurinn fari „Ef kjósendur vilja breytingar, þá er besta leiðin til að ná fram breytingum í borgarstjórn að kjósa Framsókn,“ segir Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar í Reykjavík. Flokkurinn muni geta unnið með þeim flokkum sem nú mynda meirihluta, sem og flokkunum í minnihluta. Þá sé hann til í að sjá Reykjavíkurflugvöll fara annað, ef heppileg staðsetning finnst. 15. apríl 2022 11:00 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira
Einar, Þórdís og Líf mætast í Pallborðinu Tæpur mánuður er til kosninga og niðurtalningin er hafin í Pallborðinu. Á þriðjudögum og fimmtudögum fram að kosningum mæta frambjóðendur og kryfja helstu málefnin. 19. apríl 2022 12:15
Framsókn sé boðberi breytinga og til í að flugvöllurinn fari „Ef kjósendur vilja breytingar, þá er besta leiðin til að ná fram breytingum í borgarstjórn að kjósa Framsókn,“ segir Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar í Reykjavík. Flokkurinn muni geta unnið með þeim flokkum sem nú mynda meirihluta, sem og flokkunum í minnihluta. Þá sé hann til í að sjá Reykjavíkurflugvöll fara annað, ef heppileg staðsetning finnst. 15. apríl 2022 11:00