Klopp: FA-bikarinn er risastór keppni Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 16. apríl 2022 10:30 Jürgen Klopp er kominn með Liverpool í undanúrslit FA-bikarsins í fyrsta skipti. Andrew Powell/Liverpool FC via Getty Images Knattspyrnustjórinn Jürgen Klopp segir að Liverpool hafi ekki spilað sinn besta leik þegar liðið heimsótti Manchester City í ensku úrvalsdeildinni síðastliðinn sunnudag. Hann segist vona að liðið sýni sínar bestu hliðar þegar liðin mætast í undanúrslitum FA-bikarsins á Wembley í dag. „City-liðið var virkilega sterkt á sunnudaginn á meðan að við spiluðum kannski ekki okkar besta leik. Þannig að ég væri til í að sjá leik þar sem við erum upp á okkar besta,“ sagði Klopp á blaðamannafundi fyrir viðureign Liverpool og City í undanúrslitum FA-bikarsins. „Strákarnir gerðu mikið af góðum hlutum í leiknum, en það vou nokkur atriði og ég veit að við getum spila mun betur.“ Þjóðverjinn hefur mátt þola gagnrýni seinustu ár þar sem hinir ýmsu sérfræðingar segja hann ekki taka FA-bikarinn nægilega alvarlega. Hann segist þó ákveðinn í því að bæta gengi sitt í keppninni og að mótherjar dagsins gefi honum og liðinu auka kraft til að gera allt sem þeir geta til að klára dæmið. „FA-bikarinn er risastór keppni. Hingað til höfum við ekki einu sinni getað komist í undanúrslit þannig að þetta er frumraun okkar í undanúrslitaleik á Wembley. En betra seint en aldrei.“ Eins og áður hefur verið greint frá ganga lestar hvorki frá Liverpool né Manchester til London yfir páskana vegna viðhalds á lestarkerfinu. Klopp segist vona að stuðningsmenn liðanna komist á völlinn og að hægt verði að búa til alvöru stemningu í kringum þennan stórleik. „Nú erum við komnir hingað og það skiptir okkur gríðarlega miklu máli. Ég vona að stuðningsmennirnir komist til London af því að ég held að lestarnar séu stopp. Og ég vona að við fáum þá stemningu sem undanúrslitaleikur á milli Liverpool og Manchester City á skilið,“ sagði Þjóðverjinn að lokum. Undanúrslitaleikur Liverpool og Manchester City verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 klukkan 14:20, en upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 14:00. Enska bikarkeppnin, FA Cup, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. FA Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Enski boltinn Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Enski boltinn Fleiri fréttir Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Sjá meira
„City-liðið var virkilega sterkt á sunnudaginn á meðan að við spiluðum kannski ekki okkar besta leik. Þannig að ég væri til í að sjá leik þar sem við erum upp á okkar besta,“ sagði Klopp á blaðamannafundi fyrir viðureign Liverpool og City í undanúrslitum FA-bikarsins. „Strákarnir gerðu mikið af góðum hlutum í leiknum, en það vou nokkur atriði og ég veit að við getum spila mun betur.“ Þjóðverjinn hefur mátt þola gagnrýni seinustu ár þar sem hinir ýmsu sérfræðingar segja hann ekki taka FA-bikarinn nægilega alvarlega. Hann segist þó ákveðinn í því að bæta gengi sitt í keppninni og að mótherjar dagsins gefi honum og liðinu auka kraft til að gera allt sem þeir geta til að klára dæmið. „FA-bikarinn er risastór keppni. Hingað til höfum við ekki einu sinni getað komist í undanúrslit þannig að þetta er frumraun okkar í undanúrslitaleik á Wembley. En betra seint en aldrei.“ Eins og áður hefur verið greint frá ganga lestar hvorki frá Liverpool né Manchester til London yfir páskana vegna viðhalds á lestarkerfinu. Klopp segist vona að stuðningsmenn liðanna komist á völlinn og að hægt verði að búa til alvöru stemningu í kringum þennan stórleik. „Nú erum við komnir hingað og það skiptir okkur gríðarlega miklu máli. Ég vona að stuðningsmennirnir komist til London af því að ég held að lestarnar séu stopp. Og ég vona að við fáum þá stemningu sem undanúrslitaleikur á milli Liverpool og Manchester City á skilið,“ sagði Þjóðverjinn að lokum. Undanúrslitaleikur Liverpool og Manchester City verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 klukkan 14:20, en upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 14:00. Enska bikarkeppnin, FA Cup, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. FA Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Enska bikarkeppnin, FA Cup, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. FA Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Enski boltinn Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Enski boltinn Fleiri fréttir Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Sjá meira