Klopp: FA-bikarinn er risastór keppni Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 16. apríl 2022 10:30 Jürgen Klopp er kominn með Liverpool í undanúrslit FA-bikarsins í fyrsta skipti. Andrew Powell/Liverpool FC via Getty Images Knattspyrnustjórinn Jürgen Klopp segir að Liverpool hafi ekki spilað sinn besta leik þegar liðið heimsótti Manchester City í ensku úrvalsdeildinni síðastliðinn sunnudag. Hann segist vona að liðið sýni sínar bestu hliðar þegar liðin mætast í undanúrslitum FA-bikarsins á Wembley í dag. „City-liðið var virkilega sterkt á sunnudaginn á meðan að við spiluðum kannski ekki okkar besta leik. Þannig að ég væri til í að sjá leik þar sem við erum upp á okkar besta,“ sagði Klopp á blaðamannafundi fyrir viðureign Liverpool og City í undanúrslitum FA-bikarsins. „Strákarnir gerðu mikið af góðum hlutum í leiknum, en það vou nokkur atriði og ég veit að við getum spila mun betur.“ Þjóðverjinn hefur mátt þola gagnrýni seinustu ár þar sem hinir ýmsu sérfræðingar segja hann ekki taka FA-bikarinn nægilega alvarlega. Hann segist þó ákveðinn í því að bæta gengi sitt í keppninni og að mótherjar dagsins gefi honum og liðinu auka kraft til að gera allt sem þeir geta til að klára dæmið. „FA-bikarinn er risastór keppni. Hingað til höfum við ekki einu sinni getað komist í undanúrslit þannig að þetta er frumraun okkar í undanúrslitaleik á Wembley. En betra seint en aldrei.“ Eins og áður hefur verið greint frá ganga lestar hvorki frá Liverpool né Manchester til London yfir páskana vegna viðhalds á lestarkerfinu. Klopp segist vona að stuðningsmenn liðanna komist á völlinn og að hægt verði að búa til alvöru stemningu í kringum þennan stórleik. „Nú erum við komnir hingað og það skiptir okkur gríðarlega miklu máli. Ég vona að stuðningsmennirnir komist til London af því að ég held að lestarnar séu stopp. Og ég vona að við fáum þá stemningu sem undanúrslitaleikur á milli Liverpool og Manchester City á skilið,“ sagði Þjóðverjinn að lokum. Undanúrslitaleikur Liverpool og Manchester City verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 klukkan 14:20, en upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 14:00. Enska bikarkeppnin, FA Cup, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. FA Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Enski boltinn Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Metár hjá David Beckham Fótbolti „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Fótbolti Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Sjá meira
„City-liðið var virkilega sterkt á sunnudaginn á meðan að við spiluðum kannski ekki okkar besta leik. Þannig að ég væri til í að sjá leik þar sem við erum upp á okkar besta,“ sagði Klopp á blaðamannafundi fyrir viðureign Liverpool og City í undanúrslitum FA-bikarsins. „Strákarnir gerðu mikið af góðum hlutum í leiknum, en það vou nokkur atriði og ég veit að við getum spila mun betur.“ Þjóðverjinn hefur mátt þola gagnrýni seinustu ár þar sem hinir ýmsu sérfræðingar segja hann ekki taka FA-bikarinn nægilega alvarlega. Hann segist þó ákveðinn í því að bæta gengi sitt í keppninni og að mótherjar dagsins gefi honum og liðinu auka kraft til að gera allt sem þeir geta til að klára dæmið. „FA-bikarinn er risastór keppni. Hingað til höfum við ekki einu sinni getað komist í undanúrslit þannig að þetta er frumraun okkar í undanúrslitaleik á Wembley. En betra seint en aldrei.“ Eins og áður hefur verið greint frá ganga lestar hvorki frá Liverpool né Manchester til London yfir páskana vegna viðhalds á lestarkerfinu. Klopp segist vona að stuðningsmenn liðanna komist á völlinn og að hægt verði að búa til alvöru stemningu í kringum þennan stórleik. „Nú erum við komnir hingað og það skiptir okkur gríðarlega miklu máli. Ég vona að stuðningsmennirnir komist til London af því að ég held að lestarnar séu stopp. Og ég vona að við fáum þá stemningu sem undanúrslitaleikur á milli Liverpool og Manchester City á skilið,“ sagði Þjóðverjinn að lokum. Undanúrslitaleikur Liverpool og Manchester City verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 klukkan 14:20, en upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 14:00. Enska bikarkeppnin, FA Cup, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. FA Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Enska bikarkeppnin, FA Cup, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. FA Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Enski boltinn Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Metár hjá David Beckham Fótbolti „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Fótbolti Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Sjá meira