Lögreglan vill ná tali af þessum manni, Frank R. James, en hefur ekki gefið það út að hann sé grunaður um árásina. EPA/NEW YORK CITY POLICE DEPARTMENT
Lögreglan í New York leitar enn manns sem skaut á fólk í neðanjarðarlestarstöð í Brooklyn í gær.
Tuttugu særðust í árásinni, en árásarmaðurinn var vopnaður skammbyssu og hleypti af þrjátíu og þremur skotum. Tíu urðu fyrir skotsári en hinir slösuðust í örtröðinni sem myndaðist þegar árásin var gerð eða urðu fyrir reykeitrun, en árásarmaðurinn sprengdi einhverskonar reyksprengju í lestinni. Enginn hinna særðu mun vera í lífshættu.
Málið er enn nokkuð óljóst en lögregla hefur lýst eftir sextíu og tveggja ára gömlum manni, Frank James. Lyklar í hans eigu fundust á staðnum en lögregla segir hann þó ekki endilega grunaðan um verknaðinn.
Fimmtíu þúsund dollarar hafa verið boðnir þeim sem geta veitt upplýsingar í málinu.
Minnst 29 voru fluttir á sjúkrahús í dag eftir að maður með gasgrímu henti reyksprengju inn í neðanjarðarlest á háannatíma í Brooklyn í New York og hóf skothríð.
Minnst fimm særðust í skotárás í neðanjarðarlest í Brooklyn í New York í morgun. Lögreglan leitar enn árásarmannsins, sem talinn er klæddur í appelsínugult endurskinsvesti.
Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.