Vaktin: Taldir hafa grandað einu helsta flaggskipi rússneska sjóhersins Eiður Þór Árnason, Hólmfríður Gísladóttir og Samúel Karl Ólason skrifa 13. apríl 2022 16:35 Rússnesk yfirvöld hafa staðfest að eldflaugaherskipið Moskva hafi orðið fyrir miklum skemmdum vegna elds. CC BY 4.0/Mil.ru Iryna Vereshchuk, varaforsætisráðherra Úkraínu, segir ekki mögulegt að opna nein mannúðarhlið í dag. Hún sakar Rússa um að brjóta gegn fyrirfram ákveðnum vopnahléum og að hindra för þeirra sem freista þess að komast burtu frá átakasvæðum. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Embættismenn í varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna segja hersveitir Rússa sýna merki lítils baráttuanda. Rússneskir hermenn hafi litla trú á innrásinni sjálfri og þeir séu illa upplýstir um markmið hennar og hvernig gangi. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir sigur á Rússum einu leiðina til að binda enda á stríðið í Úkraínu. Fjárútlát rússneska ríkisins til ríkismiðla hafa þrefaldast milli ára. Frá janúar til mars á þessu ári var 17,4 milljörðum rúblum varið til miðlanna en á sama tímabili í fyrra var upphæðin 5,4 milljarðar. Viðskipti Kína við Rússland jukust um 12 prósent í mars samanborið við mars árið 2021 og um 30 prósent á fyrsta ársfjórðungi, samanborið við sama tímabil í fyrra. Vert er að benda á að viðskipti milli ríkjanna höfðu verið að aukast áður en Rússar réðust inn í Úkraínu. Hermálayfirvöld í Bandaríkjunum munu funda með átta stærstu hergagnaframleiðendum landsins í dag til að ræða getu þeirra til að koma til móts við vopnaþörf Úkraínumanna ef átökin í landinu dragast í einhver ár. Stjórnvöld vestanhafs munu tilkynna um nýja vopnasendingu í dag, sem metin er á allt að 750 milljónir Bandaríkjadala. Forsetar Póllands, Eistlands, Léttlands og Litháen eru á leið til Kænugarðs, þar sem þeir munu funda með Vólódímír Selenskí Úkraínuforseta. Gervihnattamyndir benda til þess að liðsöfnun fari nú fram á að minnsta kosti þremur stöðum við landamærin í austurhluta Úkraínu. Þá virðist hersveitir einnig undirbúa sókn frá Kherson. Fleiri en 400 lík hafa fundist í Bucha og leit er ekki lokið. Hér má finna vakt gærdagsins. Rússar undirbúa nú stórsókn í austurhluta Úkraínu.Vísir
Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Embættismenn í varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna segja hersveitir Rússa sýna merki lítils baráttuanda. Rússneskir hermenn hafi litla trú á innrásinni sjálfri og þeir séu illa upplýstir um markmið hennar og hvernig gangi. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir sigur á Rússum einu leiðina til að binda enda á stríðið í Úkraínu. Fjárútlát rússneska ríkisins til ríkismiðla hafa þrefaldast milli ára. Frá janúar til mars á þessu ári var 17,4 milljörðum rúblum varið til miðlanna en á sama tímabili í fyrra var upphæðin 5,4 milljarðar. Viðskipti Kína við Rússland jukust um 12 prósent í mars samanborið við mars árið 2021 og um 30 prósent á fyrsta ársfjórðungi, samanborið við sama tímabil í fyrra. Vert er að benda á að viðskipti milli ríkjanna höfðu verið að aukast áður en Rússar réðust inn í Úkraínu. Hermálayfirvöld í Bandaríkjunum munu funda með átta stærstu hergagnaframleiðendum landsins í dag til að ræða getu þeirra til að koma til móts við vopnaþörf Úkraínumanna ef átökin í landinu dragast í einhver ár. Stjórnvöld vestanhafs munu tilkynna um nýja vopnasendingu í dag, sem metin er á allt að 750 milljónir Bandaríkjadala. Forsetar Póllands, Eistlands, Léttlands og Litháen eru á leið til Kænugarðs, þar sem þeir munu funda með Vólódímír Selenskí Úkraínuforseta. Gervihnattamyndir benda til þess að liðsöfnun fari nú fram á að minnsta kosti þremur stöðum við landamærin í austurhluta Úkraínu. Þá virðist hersveitir einnig undirbúa sókn frá Kherson. Fleiri en 400 lík hafa fundist í Bucha og leit er ekki lokið. Hér má finna vakt gærdagsins. Rússar undirbúa nú stórsókn í austurhluta Úkraínu.Vísir
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira