Íslenski boltinn

KR-ingar fara í Safamýri og KA fær Breiðhyltinga til Dalvíkur

Sindri Sverrisson skrifar
KR-ingar byrja nýtt tímabil á leik í Safamýri, gegn nýliðum Fram.
KR-ingar byrja nýtt tímabil á leik í Safamýri, gegn nýliðum Fram. vísir/Hulda Margrét

Staðfest hefur verið á vef KSÍ að tveir af leikjunum sex í fyrstu umferð Bestu deildar karla fari ekki fram á þeim heimavöllum sem viðkomandi lið ætla að nota í sumar.

Framarar eru mættir aftur í deild bestu liða landsins og ætla að spila á nýjum heimaslóðum sínum í Grafarholti. 

Völlurinn í Úlfarsárdal er hins vegar ekki tilbúinn og því verður leikur Fram við KR í 1. umferð, á miðvikudaginn í næstu viku, leikinn í Safamýri þar sem Fram hefur leikið heimaleiki sína síðustu ár. Því er hætt við að færri komist að en vilji.

KA-menn byrja svo mótið á Dalvík eftir að hafa spilað fjóra fyrstu heimaleiki sína á gervigrasvelli Dalvíkinga á síðasta tímabili vegna aðstöðuleysis á Akureyri. KA mætir Leikni í fyrstu umferð, einnig á miðvikudaginn í næstu viku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×