Fleiri með réttarstöðu sakbornings Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 12. apríl 2022 10:20 Snævi þakinn Ísafjörður þar sem lögreglumenn á vegum héraðssaksóknara réðust í húsleit fyrir helgi. Vísir/Egill Fleiri en þrír eru með réttarstöðu sakbornings í tengslum við rannsókn héraðssaksóknara á máli tengt Innheimtustofnun sveitarfélaga eru með réttarstöðu sakbornings. Þrír voru handteknir vegna málsins á dögunum. Þetta kemur fram á vef RÚV. Greint var frá því fyrir helgi að Embætti héraðssaksóknara hafi ráðist í umfangsmiklar aðgerðir á Ísafirði. Samkvæmt heimildum fréttastofu var Bragi Axelsson, fyrrverandi forstöðumaður útibús Innheimtustofnunar á Ísafirði, handtekinn. Honum var á dögunum sagt upp störfum ásamt forstjóranum Jóni Ingvari Pálssyni. Báðir höfðu verið sendir í leyfi í desember. Mbl.is og DV greindu frá því í gær að Jón Ingvar hafi verið einn þeirra sem handtekinn var í aðgerðunum, auk þriðja starfsmanns stofnunarinnar. Í frétt RÚV segir að fleiri en þrír séu með réttarstöðu sakbornings í málinu, og rannsókn héraðssaksóknara sé umfangsmikil. Enginn hafi þó verið úrskurðaður í gæsluvarðhald. Forstöðumaður á Ísafirði fékk sjálfur verkefni Vefmiðillinn Bæjarins besta á Ísafirði hafði heimildir fyrir því í desember að í úttekt Ríkisendurskoðunar hafi komið upp að stjórnendurnir hefðu ráðstafað innheimtuverkefnum meðal annars til fyrirtækis í eigu Braga, forstöðumanns útibúsins á Ísafirði. Málið væri litið alvarlegum augum og yrði rannsakað til fulls. Ný stjórn Innheimtustofnunar ákvað á fyrsta fundi sínum í desember að senda þá Jón Ingvar og Braga í leyfi frá störfum. Þeim var sem fyrr segir sagt upp fyrir helgi. Ómar Valdimarsson, fyrrverandi forstjóri Samkaupa, var ráðinn forstjóri í stað Jóns Ingvars. Ríkisendurskoðun hóf úttekt á verkefnum stofnunarinnar í september. Það var gert að ósk samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins. Það var gert vegna fyrirhugaðrar tilfærslu verkefna Innheimtustofnunar til ríkisins. Úttektinni var ætlað að greina annars vegar núverandi skipulag, rekstur og kostnað við verkefni Innheimtustofnunar og hins vegar með hvaða hætti verkefnum stofnunarinnar yrði best komið fyrir hjá ríkinu. Ríkisendurskoðun upplýsti ráðuneytið í byrjun desember meðal annars um að svör Innheimtustofnunar sveitarfélaga við úttektarspurningum væru óviðunandi. Rannsókn á Innheimtustofnun sveitarfélaga Lögreglumál Ísafjarðarbær Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Húsleit og handtaka á Ísafirði Embætti héraðssaksóknara réðst í morgun í umfangsmiklar aðgerðir á Ísafirði í tengslum við rannsókn á máli tengt Innheimtustofnun sveitarfélaga. Að minnsta kosti einn hefur verið handtekinn og farið í húsleit í bænum. 7. apríl 2022 15:31 Fyrst sendir í leyfi og nú sagt upp störfum Jóni Ingvari Pálssyni, forstjóra Innheimtustofnunar sveitarfélaga, og Braga Axelssyni, forstöðumanni stofnunarinnar á Ísafirði, hefur verið sagt upp störfum. Uppsagnirnar koma í kjölfar þess að þeir voru sendir í leyfi en Ríkisendurskoðun hóf úttekt á verkefnum Innheimtustofnunar síðastliðið haust. 7. apríl 2022 12:14 Forstjóri Innheimtustofnunar í leyfi og stjórninni skipt út Jón Ingvar Pálsson, forstjóri Innheimtustofnunar, og Bragi Axelsson, forstöðumaður stofnunarinnar á Ísafirði, hafa verið sendir í leyfi frá störfum. Þá hefur ný stjórn verið skipuð eftir að fráfarandi stjórn óskaði eftir því að stíga til hliðar. Breytingarnar eru gerðar í kjölfar þess að Ríkisendurskoðun hóf úttekt á verkefnum Innheimtustofnunar í september. 15. desember 2021 10:54 Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Fleiri fréttir Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Sjá meira
Þetta kemur fram á vef RÚV. Greint var frá því fyrir helgi að Embætti héraðssaksóknara hafi ráðist í umfangsmiklar aðgerðir á Ísafirði. Samkvæmt heimildum fréttastofu var Bragi Axelsson, fyrrverandi forstöðumaður útibús Innheimtustofnunar á Ísafirði, handtekinn. Honum var á dögunum sagt upp störfum ásamt forstjóranum Jóni Ingvari Pálssyni. Báðir höfðu verið sendir í leyfi í desember. Mbl.is og DV greindu frá því í gær að Jón Ingvar hafi verið einn þeirra sem handtekinn var í aðgerðunum, auk þriðja starfsmanns stofnunarinnar. Í frétt RÚV segir að fleiri en þrír séu með réttarstöðu sakbornings í málinu, og rannsókn héraðssaksóknara sé umfangsmikil. Enginn hafi þó verið úrskurðaður í gæsluvarðhald. Forstöðumaður á Ísafirði fékk sjálfur verkefni Vefmiðillinn Bæjarins besta á Ísafirði hafði heimildir fyrir því í desember að í úttekt Ríkisendurskoðunar hafi komið upp að stjórnendurnir hefðu ráðstafað innheimtuverkefnum meðal annars til fyrirtækis í eigu Braga, forstöðumanns útibúsins á Ísafirði. Málið væri litið alvarlegum augum og yrði rannsakað til fulls. Ný stjórn Innheimtustofnunar ákvað á fyrsta fundi sínum í desember að senda þá Jón Ingvar og Braga í leyfi frá störfum. Þeim var sem fyrr segir sagt upp fyrir helgi. Ómar Valdimarsson, fyrrverandi forstjóri Samkaupa, var ráðinn forstjóri í stað Jóns Ingvars. Ríkisendurskoðun hóf úttekt á verkefnum stofnunarinnar í september. Það var gert að ósk samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins. Það var gert vegna fyrirhugaðrar tilfærslu verkefna Innheimtustofnunar til ríkisins. Úttektinni var ætlað að greina annars vegar núverandi skipulag, rekstur og kostnað við verkefni Innheimtustofnunar og hins vegar með hvaða hætti verkefnum stofnunarinnar yrði best komið fyrir hjá ríkinu. Ríkisendurskoðun upplýsti ráðuneytið í byrjun desember meðal annars um að svör Innheimtustofnunar sveitarfélaga við úttektarspurningum væru óviðunandi.
Rannsókn á Innheimtustofnun sveitarfélaga Lögreglumál Ísafjarðarbær Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Húsleit og handtaka á Ísafirði Embætti héraðssaksóknara réðst í morgun í umfangsmiklar aðgerðir á Ísafirði í tengslum við rannsókn á máli tengt Innheimtustofnun sveitarfélaga. Að minnsta kosti einn hefur verið handtekinn og farið í húsleit í bænum. 7. apríl 2022 15:31 Fyrst sendir í leyfi og nú sagt upp störfum Jóni Ingvari Pálssyni, forstjóra Innheimtustofnunar sveitarfélaga, og Braga Axelssyni, forstöðumanni stofnunarinnar á Ísafirði, hefur verið sagt upp störfum. Uppsagnirnar koma í kjölfar þess að þeir voru sendir í leyfi en Ríkisendurskoðun hóf úttekt á verkefnum Innheimtustofnunar síðastliðið haust. 7. apríl 2022 12:14 Forstjóri Innheimtustofnunar í leyfi og stjórninni skipt út Jón Ingvar Pálsson, forstjóri Innheimtustofnunar, og Bragi Axelsson, forstöðumaður stofnunarinnar á Ísafirði, hafa verið sendir í leyfi frá störfum. Þá hefur ný stjórn verið skipuð eftir að fráfarandi stjórn óskaði eftir því að stíga til hliðar. Breytingarnar eru gerðar í kjölfar þess að Ríkisendurskoðun hóf úttekt á verkefnum Innheimtustofnunar í september. 15. desember 2021 10:54 Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Fleiri fréttir Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Sjá meira
Húsleit og handtaka á Ísafirði Embætti héraðssaksóknara réðst í morgun í umfangsmiklar aðgerðir á Ísafirði í tengslum við rannsókn á máli tengt Innheimtustofnun sveitarfélaga. Að minnsta kosti einn hefur verið handtekinn og farið í húsleit í bænum. 7. apríl 2022 15:31
Fyrst sendir í leyfi og nú sagt upp störfum Jóni Ingvari Pálssyni, forstjóra Innheimtustofnunar sveitarfélaga, og Braga Axelssyni, forstöðumanni stofnunarinnar á Ísafirði, hefur verið sagt upp störfum. Uppsagnirnar koma í kjölfar þess að þeir voru sendir í leyfi en Ríkisendurskoðun hóf úttekt á verkefnum Innheimtustofnunar síðastliðið haust. 7. apríl 2022 12:14
Forstjóri Innheimtustofnunar í leyfi og stjórninni skipt út Jón Ingvar Pálsson, forstjóri Innheimtustofnunar, og Bragi Axelsson, forstöðumaður stofnunarinnar á Ísafirði, hafa verið sendir í leyfi frá störfum. Þá hefur ný stjórn verið skipuð eftir að fráfarandi stjórn óskaði eftir því að stíga til hliðar. Breytingarnar eru gerðar í kjölfar þess að Ríkisendurskoðun hóf úttekt á verkefnum Innheimtustofnunar í september. 15. desember 2021 10:54