Fyrst sendir í leyfi og nú sagt upp störfum Fanndís Birna Logadóttir skrifar 7. apríl 2022 12:14 Jóni Ingvari Pálssyni hefur verið sagt upp störfum hjá Innheimtustofnun. Jóni Ingvari Pálssyni, forstjóra Innheimtustofnunar sveitarfélaga, og Braga Axelssyni, forstöðumanni stofnunarinnar á Ísafirði, hefur verið sagt upp störfum. Uppsagnirnar koma í kjölfar þess að þeir voru sendir í leyfi en Ríkisendurskoðun hóf úttekt á verkefnum Innheimtustofnunar síðastliðið haust. Aldís Hilmarsdóttir, sem skipuð var nýr formaður stjórnar í desember þegar allri stjórninni var skipt út, staðfestir þetta í samtali við fréttastofu en Ríkisútvarpið greindi fyrst frá. „Við höfum verið með málið til skoðunar frá því að þeir voru sendir í leyfi og stjórnin tók þá ákvörðun fyrir helgi að vísa þeim úr starfi,“ segir Aldís. Ómar Valdimarsson, forstjóri Samkaupa til 26 ára, hefur nú tekið við sem forstjóri Innheimtustofnunar. Enn hefur ekki verið tekin ákvörðun um stöðu forstöðumanns stofnunarinnar á Ísafirði. „Nú þarf nýr forstjóri að meta stöðuna og hvað þarf að ráða af fólki,“ segir Aldís en tekur fram að útibúið verði enn starfrækt á Ísafirði. Innheimtustofnun kærði ákveðin tilvik til lögreglu en ekkert hefur komið út úr þeirri rannsókn enn sem komið er að sögn Aldísar. Þá þá tekur hún fram að brottrekstur Braga og Jóns Ingvars tengist ekki lögreglurannsókninni með beinum hætti. Sendir í leyfi í desember í kjölfar rannsóknar Ríkisendurskoðunar Ríkisendurskoðun hóf úttekt á verkefnum Innheimtustofnunar sveitarfélaga í september að ósk samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins. Það var gert vegna fyrirhugaðrar tilfærslu verkefna Innheimtustofnunar til ríkisins. Úttektinni er ætlað að greina núverandi skipulag, rekstur og kostnað við verkefni Innheimtustofnunar og hins vegar að greina með hvaða hætti verkefnum stofnunarinnar verði best komið fyrir hjá ríkinu. Ríkisendurskoðun upplýsti ráðuneytið í byrjun desember meðal annars um að svör Innheimtustofnunar sveitarfélaga við úttektarspurningum væru óviðunandi. Bragi Axelsson. Bæjarins besta á Ísafirði hafði heimildir fyrir því í desember að í úttekt Ríkisendurskoðunar hafi komið upp að stjórnendurnir hafi ráðstafað innheimtuverkefnum meðal annars til fyrirtækis í eigu Braga Axelssonar, forstöðumanns útibúsins á Ísafirði. Málið væri litið alvarlegum augum og yrði rannsakað til fulls. Ný stjórn Innheimtustofnunar ákvað á fyrsta fundi sínum í desember að senda þá Jón Ingvar og Braga í leyfi frá störfum. Þeim hefur nú verið sagt upp. Innheimtustofnun sveitarfélaga er sameign allra sveitarfélaga í landinu og er hlutverk hennar að innheimta meðlög hjá meðlagsskyldum foreldrum sem Tryggingastofnun ríkisins hefur þegar greitt forráðamönnum barna þeirra á grundvelli laga um almannatryggingar. Ísafjarðarbær Sveitarstjórnarmál Rannsókn á Innheimtustofnun sveitarfélaga Tengdar fréttir Forstjóri Innheimtustofnunar í leyfi og stjórninni skipt út Jón Ingvar Pálsson, forstjóri Innheimtustofnunar, og Bragi Axelsson, forstöðumaður stofnunarinnar á Ísafirði, hafa verið sendir í leyfi frá störfum. Þá hefur ný stjórn verið skipuð eftir að fráfarandi stjórn óskaði eftir því að stíga til hliðar. Breytingarnar eru gerðar í kjölfar þess að Ríkisendurskoðun hóf úttekt á verkefnum Innheimtustofnunar í september. 15. desember 2021 10:54 Mest lesið Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Fleiri fréttir Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Sjá meira
Aldís Hilmarsdóttir, sem skipuð var nýr formaður stjórnar í desember þegar allri stjórninni var skipt út, staðfestir þetta í samtali við fréttastofu en Ríkisútvarpið greindi fyrst frá. „Við höfum verið með málið til skoðunar frá því að þeir voru sendir í leyfi og stjórnin tók þá ákvörðun fyrir helgi að vísa þeim úr starfi,“ segir Aldís. Ómar Valdimarsson, forstjóri Samkaupa til 26 ára, hefur nú tekið við sem forstjóri Innheimtustofnunar. Enn hefur ekki verið tekin ákvörðun um stöðu forstöðumanns stofnunarinnar á Ísafirði. „Nú þarf nýr forstjóri að meta stöðuna og hvað þarf að ráða af fólki,“ segir Aldís en tekur fram að útibúið verði enn starfrækt á Ísafirði. Innheimtustofnun kærði ákveðin tilvik til lögreglu en ekkert hefur komið út úr þeirri rannsókn enn sem komið er að sögn Aldísar. Þá þá tekur hún fram að brottrekstur Braga og Jóns Ingvars tengist ekki lögreglurannsókninni með beinum hætti. Sendir í leyfi í desember í kjölfar rannsóknar Ríkisendurskoðunar Ríkisendurskoðun hóf úttekt á verkefnum Innheimtustofnunar sveitarfélaga í september að ósk samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins. Það var gert vegna fyrirhugaðrar tilfærslu verkefna Innheimtustofnunar til ríkisins. Úttektinni er ætlað að greina núverandi skipulag, rekstur og kostnað við verkefni Innheimtustofnunar og hins vegar að greina með hvaða hætti verkefnum stofnunarinnar verði best komið fyrir hjá ríkinu. Ríkisendurskoðun upplýsti ráðuneytið í byrjun desember meðal annars um að svör Innheimtustofnunar sveitarfélaga við úttektarspurningum væru óviðunandi. Bragi Axelsson. Bæjarins besta á Ísafirði hafði heimildir fyrir því í desember að í úttekt Ríkisendurskoðunar hafi komið upp að stjórnendurnir hafi ráðstafað innheimtuverkefnum meðal annars til fyrirtækis í eigu Braga Axelssonar, forstöðumanns útibúsins á Ísafirði. Málið væri litið alvarlegum augum og yrði rannsakað til fulls. Ný stjórn Innheimtustofnunar ákvað á fyrsta fundi sínum í desember að senda þá Jón Ingvar og Braga í leyfi frá störfum. Þeim hefur nú verið sagt upp. Innheimtustofnun sveitarfélaga er sameign allra sveitarfélaga í landinu og er hlutverk hennar að innheimta meðlög hjá meðlagsskyldum foreldrum sem Tryggingastofnun ríkisins hefur þegar greitt forráðamönnum barna þeirra á grundvelli laga um almannatryggingar.
Ísafjarðarbær Sveitarstjórnarmál Rannsókn á Innheimtustofnun sveitarfélaga Tengdar fréttir Forstjóri Innheimtustofnunar í leyfi og stjórninni skipt út Jón Ingvar Pálsson, forstjóri Innheimtustofnunar, og Bragi Axelsson, forstöðumaður stofnunarinnar á Ísafirði, hafa verið sendir í leyfi frá störfum. Þá hefur ný stjórn verið skipuð eftir að fráfarandi stjórn óskaði eftir því að stíga til hliðar. Breytingarnar eru gerðar í kjölfar þess að Ríkisendurskoðun hóf úttekt á verkefnum Innheimtustofnunar í september. 15. desember 2021 10:54 Mest lesið Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Fleiri fréttir Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Sjá meira
Forstjóri Innheimtustofnunar í leyfi og stjórninni skipt út Jón Ingvar Pálsson, forstjóri Innheimtustofnunar, og Bragi Axelsson, forstöðumaður stofnunarinnar á Ísafirði, hafa verið sendir í leyfi frá störfum. Þá hefur ný stjórn verið skipuð eftir að fráfarandi stjórn óskaði eftir því að stíga til hliðar. Breytingarnar eru gerðar í kjölfar þess að Ríkisendurskoðun hóf úttekt á verkefnum Innheimtustofnunar í september. 15. desember 2021 10:54