Innlent

Hátt í tvö hundruð banda­rískir her­menn æfðu land­göngu í Hval­firði

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar

Bandarískir landgönguliðar eru við lendingaræfingar í Hvalfirði í dag í tengslum við varnaræfinguna Norður-Víking. Um sjö hundruð manns taka þátt í varnaræfingunni sem hófst 2. apríl og sendur til fimmtudags. 

Um er að ræða æfingu sem grundvallast á ákvæðum varnarsamnings Íslands og Bandaríkjanna sem hefur verið haldin reglulega frá árinu 1982. Í morgun fór fram lendingaræfing bandarískra landgönguliða í Hvalfirði og bæði ráðherra og þingmenn mættu þangað til að fylgjast með henni. 

Á sama tíma og æfingin fór fram voru Samtök hernaðarandstæðinga við kræklingatýnslu í Hvalfirðinum, í mótmælaskyni. 

„Einhverjar æfingar Bandaríkjahers sem hefur nú ýmislegt á samviskunni og sérstaklega þegar það verið að þvæla þessu saman við Landhelgisgæsluna og þessar borgaralegu varnir Íslands í náttúruhamförum,“ sagði Guttormur Þorsteinsson formaður samtakanna þegar fréttastofa hitti á hann við veglokun við Ferstiklu í morgun. Þá höfðu einhverjir úr samtökunum þegar komist inn á æfingasvæðið. 

Hér að neðan má sjá myndir frá æfingunni í Hvalfirði í dag. 

Þungvopnaðir landgönguliðar í brynvörðum bíl.Vísir/Vilhelm
Þyrlur bandaríska landgönguliðsins svifu yfir Hvalfirði í dag.Vísir/Vilhelm
Bandarísku landgönguliðarnir við æfinguna.Vísir/Vilhelm
Bandarískur svifnökkvi í Hvalfirði.Vísir/Vilhelm
Bandarískur landgönguliði í felum á bak við hús í Hvalfirði.Vísir/Vilhelm
Æfingin stendur yfir þar til á fimmtudag.Vísir/Vilhelm
Bandarískur landgönguliði leitar sér skjóls í Hvalfirðinum.Vísir/Vilhelm
Þyrlur og svifnökkvi frá bandaríska varnarliðinu.
Landgönguliðar keyra á land í brynvörðu farartæki.Vísir/Vilhelm
Landgönguliðarnir voru þungvopnaðir á æfingunni.Vísir/Vilhelm
Þyrlur bandaríska landgönguliðsins.Vísir/Vilhelm
Bandarískir landgönguliðar við æfingu í Hvalfirði. Fjölmiðlum var boðið að fylgjast með.Vísir/Vilhelm

Tengdar fréttir

Útilokar ekki nýja herstöð á Íslandi

Starfandi utanríkisráðherra útilokar ekki að nýrri herstöð verði komið á fót hér á landi, þó engin áform séu um það á þesssum tímapunkti. Bandarískir landgönguliðar taka lendingaræfingar í Hvalfirði í dag í tengslum við varnaræfinguna Norður-Víking og hernaðarandstæðingar boðuðu til kræklingatínslu á sama tíma.

Blása til mjög ó­hefð­bundinna mót­mæla í Hval­firði

Samtök hernaðarandstæðinga efna til „kræklingatínsluferðar“ í Hvalfirði á sama stað og sama tíma og bandarískir landgönguliðar æfa lendingar. Formaður samtakanna segir mikla tilviljun að tímasetning viðburðanna hittist svona á.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×