Útilokar ekki nýja herstöð á Íslandi Sunna Sæmundsdóttir og Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifa 11. apríl 2022 12:01 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Vísir/Vilhelm Starfandi utanríkisráðherra útilokar ekki að nýrri herstöð verði komið á fót hér á landi, þó engin áform séu um það á þesssum tímapunkti. Bandarískir landgönguliðar taka lendingaræfingar í Hvalfirði í dag í tengslum við varnaræfinguna Norður-Víking og hernaðarandstæðingar boðuðu til kræklingatínslu á sama tíma. Um sjö hundruð manns taka þátt í varnaræfingunni Norður-Víkingi sem hófst 2. apríl og stendur til fimmtudags. Um er að ræða æfingu sem grundvallast á ákvæðum varnarsamnings Íslands og Bandaríkjanna sem hefur verið haldin reglulega frá árinu 1982. Í morgun fór fram lendingaræfing bandarískra landgönguliða í Hvalfirði og fóru bæði ráðherra og þingmenn þangað í morgun til að fylgjast með henni. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra var þar stödd sem starfandi utanríkisráðherra á meðan Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er í Lúxemborg á fundum. Breska flugmóðurskipið HMS Prince of Wales kom til landsins á dögunum til að taka þátt í varnaræfingunni Norður-Víkingi.vísir/Vilhelm Áslaug Arna segir æfinguna þýðingarmikla fyrir Ísland og bandalagsríki. „Við treystum á þessi lönd og þessi bandalagsríki okkar til þess að tryggja öryggi okkar og það skiptir miklu máli að við leggjum okkar að mörkum og það gerum við hér í dag, bæði með Landhelgisgæslunni og með því að leyfa þeim að vera hér í þessum aðstæðum að æfa sig.“ Samvinnan sé sérstaklega mikilvæga á umrótatímum. Nú hefur herstöð á Íslandi verið nokkuð í umræðunni undanfarið. Er það eitthvað sem kemur til greina - að opna hér herstöð að nýju? „Við þurfum alltaf að tryggja öryggi okkar með sem bestum hætti. Og það gerum við með þessum ríkjum. Bandalagsríkjum okkar. Þannig það er ekkert útilokað í því.“ Hefur einhver umræða um það farið fram? „Ekki svo ég viti, nei.“ Samtök hernaðaranstæðinga boðuðu til kræklingatýnslu í Hvalfirðinum í dag. Guttormur Þorsteinsson, formaður samtakanna, var staddur við vegalokun við Ferstiklu þegar fréttastofa náði af honum tali í morgun en einhverjir úr samtökunum höfðu þá þegar komist inn á svæðið „En svo var fólk rekið í burtu og það var búið að loka þegar ég kom á staðinn.“ Hann segir samtökin einfaldlega ekki hrifin af því að nota Ísland undir hernaðarbrölt. „Einhverjar æfingar Bandaríkjahers sem hefur nú ýmislegt á samviskunni og sérstaklega þegar það verið að þvæla þessu saman við Landhelgisgæsluna og þessar borgaralegu varnir Íslands í náttúruhamförum,“ segir Guttormur. Uppfært: Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir vill koma því á framfæri að engin áform séu um nýja herstöð her á landi. Umræða um það hafi ekki farið fram, líkt og fram komi í fréttinni. Hernaður Öryggis- og varnarmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hvalfjarðarsveit Utanríkismál Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Sjá meira
Um sjö hundruð manns taka þátt í varnaræfingunni Norður-Víkingi sem hófst 2. apríl og stendur til fimmtudags. Um er að ræða æfingu sem grundvallast á ákvæðum varnarsamnings Íslands og Bandaríkjanna sem hefur verið haldin reglulega frá árinu 1982. Í morgun fór fram lendingaræfing bandarískra landgönguliða í Hvalfirði og fóru bæði ráðherra og þingmenn þangað í morgun til að fylgjast með henni. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra var þar stödd sem starfandi utanríkisráðherra á meðan Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er í Lúxemborg á fundum. Breska flugmóðurskipið HMS Prince of Wales kom til landsins á dögunum til að taka þátt í varnaræfingunni Norður-Víkingi.vísir/Vilhelm Áslaug Arna segir æfinguna þýðingarmikla fyrir Ísland og bandalagsríki. „Við treystum á þessi lönd og þessi bandalagsríki okkar til þess að tryggja öryggi okkar og það skiptir miklu máli að við leggjum okkar að mörkum og það gerum við hér í dag, bæði með Landhelgisgæslunni og með því að leyfa þeim að vera hér í þessum aðstæðum að æfa sig.“ Samvinnan sé sérstaklega mikilvæga á umrótatímum. Nú hefur herstöð á Íslandi verið nokkuð í umræðunni undanfarið. Er það eitthvað sem kemur til greina - að opna hér herstöð að nýju? „Við þurfum alltaf að tryggja öryggi okkar með sem bestum hætti. Og það gerum við með þessum ríkjum. Bandalagsríkjum okkar. Þannig það er ekkert útilokað í því.“ Hefur einhver umræða um það farið fram? „Ekki svo ég viti, nei.“ Samtök hernaðaranstæðinga boðuðu til kræklingatýnslu í Hvalfirðinum í dag. Guttormur Þorsteinsson, formaður samtakanna, var staddur við vegalokun við Ferstiklu þegar fréttastofa náði af honum tali í morgun en einhverjir úr samtökunum höfðu þá þegar komist inn á svæðið „En svo var fólk rekið í burtu og það var búið að loka þegar ég kom á staðinn.“ Hann segir samtökin einfaldlega ekki hrifin af því að nota Ísland undir hernaðarbrölt. „Einhverjar æfingar Bandaríkjahers sem hefur nú ýmislegt á samviskunni og sérstaklega þegar það verið að þvæla þessu saman við Landhelgisgæsluna og þessar borgaralegu varnir Íslands í náttúruhamförum,“ segir Guttormur. Uppfært: Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir vill koma því á framfæri að engin áform séu um nýja herstöð her á landi. Umræða um það hafi ekki farið fram, líkt og fram komi í fréttinni.
Hernaður Öryggis- og varnarmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hvalfjarðarsveit Utanríkismál Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Sjá meira