Útilokar ekki nýja herstöð á Íslandi Sunna Sæmundsdóttir og Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifa 11. apríl 2022 12:01 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Vísir/Vilhelm Starfandi utanríkisráðherra útilokar ekki að nýrri herstöð verði komið á fót hér á landi, þó engin áform séu um það á þesssum tímapunkti. Bandarískir landgönguliðar taka lendingaræfingar í Hvalfirði í dag í tengslum við varnaræfinguna Norður-Víking og hernaðarandstæðingar boðuðu til kræklingatínslu á sama tíma. Um sjö hundruð manns taka þátt í varnaræfingunni Norður-Víkingi sem hófst 2. apríl og stendur til fimmtudags. Um er að ræða æfingu sem grundvallast á ákvæðum varnarsamnings Íslands og Bandaríkjanna sem hefur verið haldin reglulega frá árinu 1982. Í morgun fór fram lendingaræfing bandarískra landgönguliða í Hvalfirði og fóru bæði ráðherra og þingmenn þangað í morgun til að fylgjast með henni. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra var þar stödd sem starfandi utanríkisráðherra á meðan Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er í Lúxemborg á fundum. Breska flugmóðurskipið HMS Prince of Wales kom til landsins á dögunum til að taka þátt í varnaræfingunni Norður-Víkingi.vísir/Vilhelm Áslaug Arna segir æfinguna þýðingarmikla fyrir Ísland og bandalagsríki. „Við treystum á þessi lönd og þessi bandalagsríki okkar til þess að tryggja öryggi okkar og það skiptir miklu máli að við leggjum okkar að mörkum og það gerum við hér í dag, bæði með Landhelgisgæslunni og með því að leyfa þeim að vera hér í þessum aðstæðum að æfa sig.“ Samvinnan sé sérstaklega mikilvæga á umrótatímum. Nú hefur herstöð á Íslandi verið nokkuð í umræðunni undanfarið. Er það eitthvað sem kemur til greina - að opna hér herstöð að nýju? „Við þurfum alltaf að tryggja öryggi okkar með sem bestum hætti. Og það gerum við með þessum ríkjum. Bandalagsríkjum okkar. Þannig það er ekkert útilokað í því.“ Hefur einhver umræða um það farið fram? „Ekki svo ég viti, nei.“ Samtök hernaðaranstæðinga boðuðu til kræklingatýnslu í Hvalfirðinum í dag. Guttormur Þorsteinsson, formaður samtakanna, var staddur við vegalokun við Ferstiklu þegar fréttastofa náði af honum tali í morgun en einhverjir úr samtökunum höfðu þá þegar komist inn á svæðið „En svo var fólk rekið í burtu og það var búið að loka þegar ég kom á staðinn.“ Hann segir samtökin einfaldlega ekki hrifin af því að nota Ísland undir hernaðarbrölt. „Einhverjar æfingar Bandaríkjahers sem hefur nú ýmislegt á samviskunni og sérstaklega þegar það verið að þvæla þessu saman við Landhelgisgæsluna og þessar borgaralegu varnir Íslands í náttúruhamförum,“ segir Guttormur. Uppfært: Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir vill koma því á framfæri að engin áform séu um nýja herstöð her á landi. Umræða um það hafi ekki farið fram, líkt og fram komi í fréttinni. Hernaður Öryggis- og varnarmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hvalfjarðarsveit Utanríkismál Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Fleiri fréttir Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Sjá meira
Um sjö hundruð manns taka þátt í varnaræfingunni Norður-Víkingi sem hófst 2. apríl og stendur til fimmtudags. Um er að ræða æfingu sem grundvallast á ákvæðum varnarsamnings Íslands og Bandaríkjanna sem hefur verið haldin reglulega frá árinu 1982. Í morgun fór fram lendingaræfing bandarískra landgönguliða í Hvalfirði og fóru bæði ráðherra og þingmenn þangað í morgun til að fylgjast með henni. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra var þar stödd sem starfandi utanríkisráðherra á meðan Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er í Lúxemborg á fundum. Breska flugmóðurskipið HMS Prince of Wales kom til landsins á dögunum til að taka þátt í varnaræfingunni Norður-Víkingi.vísir/Vilhelm Áslaug Arna segir æfinguna þýðingarmikla fyrir Ísland og bandalagsríki. „Við treystum á þessi lönd og þessi bandalagsríki okkar til þess að tryggja öryggi okkar og það skiptir miklu máli að við leggjum okkar að mörkum og það gerum við hér í dag, bæði með Landhelgisgæslunni og með því að leyfa þeim að vera hér í þessum aðstæðum að æfa sig.“ Samvinnan sé sérstaklega mikilvæga á umrótatímum. Nú hefur herstöð á Íslandi verið nokkuð í umræðunni undanfarið. Er það eitthvað sem kemur til greina - að opna hér herstöð að nýju? „Við þurfum alltaf að tryggja öryggi okkar með sem bestum hætti. Og það gerum við með þessum ríkjum. Bandalagsríkjum okkar. Þannig það er ekkert útilokað í því.“ Hefur einhver umræða um það farið fram? „Ekki svo ég viti, nei.“ Samtök hernaðaranstæðinga boðuðu til kræklingatýnslu í Hvalfirðinum í dag. Guttormur Þorsteinsson, formaður samtakanna, var staddur við vegalokun við Ferstiklu þegar fréttastofa náði af honum tali í morgun en einhverjir úr samtökunum höfðu þá þegar komist inn á svæðið „En svo var fólk rekið í burtu og það var búið að loka þegar ég kom á staðinn.“ Hann segir samtökin einfaldlega ekki hrifin af því að nota Ísland undir hernaðarbrölt. „Einhverjar æfingar Bandaríkjahers sem hefur nú ýmislegt á samviskunni og sérstaklega þegar það verið að þvæla þessu saman við Landhelgisgæsluna og þessar borgaralegu varnir Íslands í náttúruhamförum,“ segir Guttormur. Uppfært: Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir vill koma því á framfæri að engin áform séu um nýja herstöð her á landi. Umræða um það hafi ekki farið fram, líkt og fram komi í fréttinni.
Hernaður Öryggis- og varnarmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hvalfjarðarsveit Utanríkismál Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Fleiri fréttir Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Sjá meira