Fyrrum ráðgjafi Pútíns segir að „alvöru viðskiptabann“ myndi binda enda á stríðið Vésteinn Örn Pétursson skrifar 10. apríl 2022 16:32 Illarionov var aðalefnahagsráðgjafi Pútíns á árunum 2000 til 2005. EPA/VIKTOR VASENIN/ROSSIYSKAYA GAZETA „Raunverulegt innflutningsbann“ á orku frá Rússlandi gæti orðið til þess fallið að binda enda á stríðið í Úkraínu, að mati fyrrverandi efnahagsráðgjafa Vladimírs Pútín Rússlandsforseta. Breska ríkisútvarpið hefur eftir Dr. Andrei Illarionov að Rússar hafi hingað til ekki tekið alvarlega hótanir annarra ríkja um að draga úr orkuneyslu sinni til þess að koma efnahagslegu höggi á Rússa. Til að mynda versli mörg Evrópuríki enn olíu og gas frá Rússlandi, þrátt fyrir að hafa flest fordæmt stríðsrekstur Rússa í nágrannalandi sínu. „Ef vesturlönd myndu sýna viðleitni til þess að setja raunverulegt innflutningsbann á olíu og gas frá Rússlandi, myndi ég veðja á að eftir einn mánuð eða tvo, yrði stríðsrekstri Rússa í Úkraínu lokið,“ sagði Illarionov. Hann bætti því við að slíkt bann væri eitt þeirra „afar áhrifaríkju tækja“ sem vesturlönd hefðu yfir að ráða gagnvart Rússum. Hann telji þá að Pútín sé tilbúinn að ganga ansi langt í að taka efnahagslegum afleiðingum refsiaðgerða gegn Rússum. „Metnaður hans í landvinningum og uppbyggingu stórveldis er mun mikilvægari en nokkuð annað, þar á meðal lífsviðurværi rússnesku þjóðarinnar og efnahagshorfur landsins, jafnvel efnahagsleg staða hans eigin ríkisstjórnar,“ sagði Illarionov. Það sé til marks um það að þær viðskiptaþvinganir sem nú hefur verið gripið til muni ekki duga til þess að fá Pútín til að láta af stríðsrekstrinum. Hins vegar myndi algjört bann við innflutningi á gasi og olíu frá Rússlandi líklega gera það, að mati Illarionovs. Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Vaktin: Fleiri en tólf hundruð lík fundist við Kænugarð hingað til Ríkissaksóknari Úkraínu segir að rúmlega tólf hundruð lík hafi fundist í nágrenni við Kænugarð eftir að Rússar drógu herlið sitt til baka. Þá eru Rússar grunaðir um að hafa framið rúmlega 5.600 stríðsglæpi í Úkraínu frá því að innrásin hófst. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. 10. apríl 2022 08:53 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Innlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Fleiri fréttir Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Sjá meira
Breska ríkisútvarpið hefur eftir Dr. Andrei Illarionov að Rússar hafi hingað til ekki tekið alvarlega hótanir annarra ríkja um að draga úr orkuneyslu sinni til þess að koma efnahagslegu höggi á Rússa. Til að mynda versli mörg Evrópuríki enn olíu og gas frá Rússlandi, þrátt fyrir að hafa flest fordæmt stríðsrekstur Rússa í nágrannalandi sínu. „Ef vesturlönd myndu sýna viðleitni til þess að setja raunverulegt innflutningsbann á olíu og gas frá Rússlandi, myndi ég veðja á að eftir einn mánuð eða tvo, yrði stríðsrekstri Rússa í Úkraínu lokið,“ sagði Illarionov. Hann bætti því við að slíkt bann væri eitt þeirra „afar áhrifaríkju tækja“ sem vesturlönd hefðu yfir að ráða gagnvart Rússum. Hann telji þá að Pútín sé tilbúinn að ganga ansi langt í að taka efnahagslegum afleiðingum refsiaðgerða gegn Rússum. „Metnaður hans í landvinningum og uppbyggingu stórveldis er mun mikilvægari en nokkuð annað, þar á meðal lífsviðurværi rússnesku þjóðarinnar og efnahagshorfur landsins, jafnvel efnahagsleg staða hans eigin ríkisstjórnar,“ sagði Illarionov. Það sé til marks um það að þær viðskiptaþvinganir sem nú hefur verið gripið til muni ekki duga til þess að fá Pútín til að láta af stríðsrekstrinum. Hins vegar myndi algjört bann við innflutningi á gasi og olíu frá Rússlandi líklega gera það, að mati Illarionovs.
Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Vaktin: Fleiri en tólf hundruð lík fundist við Kænugarð hingað til Ríkissaksóknari Úkraínu segir að rúmlega tólf hundruð lík hafi fundist í nágrenni við Kænugarð eftir að Rússar drógu herlið sitt til baka. Þá eru Rússar grunaðir um að hafa framið rúmlega 5.600 stríðsglæpi í Úkraínu frá því að innrásin hófst. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. 10. apríl 2022 08:53 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Innlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Fleiri fréttir Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Sjá meira
Vaktin: Fleiri en tólf hundruð lík fundist við Kænugarð hingað til Ríkissaksóknari Úkraínu segir að rúmlega tólf hundruð lík hafi fundist í nágrenni við Kænugarð eftir að Rússar drógu herlið sitt til baka. Þá eru Rússar grunaðir um að hafa framið rúmlega 5.600 stríðsglæpi í Úkraínu frá því að innrásin hófst. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. 10. apríl 2022 08:53