Erlent

Hóf skothríð á gesti skemmtistaðar í Tel Aviv

Samúel Karl Ólason skrifar
Árásarmaðurinn komst undan og er hans leitað.
Árásarmaðurinn komst undan og er hans leitað. AP/Ariel Schalit)

Minnst tveir eru látnir og tíu særðir eftir að byssumaður hóf skothríð á veitingastað í Tel Aviv í kvöld. Talið er að um hryðjuverkaárás sé að ræða en árásarmaðurinn er talinn hafa komist undan.

Umfangsmikil leit stendur yfir í borginni sem hundruð lögregluþjóna og hermanna koma að. Íbúum hefur verið sagt að halda kyrru fyrir og tilkynna grunsamlegar ferðir manna til lögreglunnar.

AP fréttaveitan segir nokkra spennu á svæðinu og að þetta sé fjórða mannskæða árásin í Ísrael á þremur vikum. Ellefu hafa dáið í þessum árásum.

Forsvarsmenn Hamas hrósuðu í kvöld árásarmanninum en hafa ekki lýst yfir ábyrgð á árásinni.

Í frétt Times of Israel er haft eftir vitnum að árásarmaðurinn hafi gengið upp að útisvæðis vinsæls skemmtistaðar og hafið skothríð á fólk þar. Af þeim sem hafa verið fluttir á sjúkrahús eru fjórir sagðir í alavarlegu ástandi.

Eitt vitni segist hafa séð tvo menn og annar þeirra hafi skotið á fólk úr skammbyssu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×