Enski boltinn

Þriggja ára bann fyrir niðrandi orð um sam­kyn­hneigða

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Úr leik Brighton og Arsenal í október.
Úr leik Brighton og Arsenal í október. Mike Hewitt/Getty Images

Ungur stuðningsmaður Arsenal fær ekki að stíga fæti inn á knattspyrnuleikvang næstu þrjú árin eftir að hafa kallað niðrandi orð um samkynhneigða er Arsenal heimsótti Brighton & Hove Albion í október á síðasta ári.

Þá fær hann aldrei að stíga fæti aftur inn á Amex-leikvanginn, heimavöll Brighton.

Um er að ræða 21 árs gamlan mann að nafni Luke Reece. Hann heyrðist hrópa ókvæðisorð að leikmönnum Brighton er lið hans Arsenal var í heimsókn. Heyrði starfsfólk Brighton köllin og fór ekki á milli mála að Reece væri að segja niðrandi hluti um samkynhneigða.

Lögreglan fór í málið og tók Reece fastan í kjölfarið. Hann var svo dæmdur fyrir ósæmilega hegðun og ummæli á dögunum. Fékk hann í kjölfarið þriggja ára bann frá knattspyrnuvöllum, lífstíðarbann frá Amex-vellinum og svo þurfti hann að greiða allan málskostnað.

Arsenal er í 5. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 54 stig, jafn mörg stig og Tottenham sem situr sæti ofar eftir að hafa leikið einum leik meira.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×