Kuleba segir Rússa undirbúa tangarsókn í Donbas í anda seinni heimsstyrjaldar Heimir Már Pétursson skrifar 7. apríl 2022 20:47 Dmytro Kuleba utanríkisráðherra dró upp dökka mynd af horfum næstu daga á fundi með utanríkisráðherrum NATO-ríkjanna í dag og sagði Vesturlönd ekki geta leyft sér að taka sér langan umhugsunartíma um frekari stuðning við varnir Úkraínuhers. AP/Olivier Matthys Utanríkisráðherra Úkraínu segir Vesturlönd ekki hafa tíma til bollalegginga. Auki þau ekki hernaðaraðstoð sína við Úkraínu á næstu dögum verði það of seint. Rússar hafi þegar byrjað stórsókn sína í Donbas sem verði á svipaðri stærð og verstu bardagar síðari heimsstyrjaldarinnar. Þegar Dmytro Kuleba utanríkisráðherra Úkraínu mætti á fund með utanríkisráðherrum NATO og annarra ríkja untan bandalagsins í Brussel í dag voru skilaboð hans mjög einföld. „Erindi mitt er einfalt. Það eru bara þrjú mál á dagskránni: Vopn, vopn, vopn,“ sagði Kuleba. Úkraínumenn hafa nú varist víðtækri innrás Rússa í rúman mánuð og náð að reka þá á flótta frá svæði í kringum höfuðborgina Kænugarð þar sem þeir skildu eftir sig gífurlegan hrylling. Kuleba segir Rússa nú safna saman miklum herafla í Donbas íausturhluta landsins þar sem bardagar hafi nú þegar færst í aukana. Vesturlönd hafi því ekki tíma til skjóta ákalli um aukinn hernaðarstuðning í nefndir og bollaleggingar. Milljónir kvenna, barna og karla hafa liðið miklar hörmungar víðs vegar um Úkraínu undanfarinn rúman mánuð. Fólk hefur þurft að fela sig í kjöllurum og liðið skort á mat og lyfjum undir stöðugum sprengjuárásum Rússa.AP/Nariman El-Mofty „Annað hvort hjálpið þið okkur núna, og þá er ég að tala um daga en ekki vikur, eða hjálp ykkar kemur of seint,“ sagði utanríkisráðherrann að loknum fundi með NATO ráðherrunum. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra segir ákall Kuleba hafa verið skýrt og notið skilnings NATO þjóðanna. Þórdís Kolbrún segir að það hafi verið áhrifaríkt að horfa í augun á Dmytro Kuleba og heyra hann lýsa aðstæðum í Úkraínu.AP/Olivier Matthys „Ég geri ráð fyrir viðbrögðum eftir þennan fund. Enda liggur í raun alveg fyrir hvað þarf til,“ segir Þórdís Kolbrún. Kulepa segir að hernaður Rússa færist hratt í aukana í Donbas og muni ná hámarki á allra næstu dögum. „Mér þykir sárt að þurfa að segja en þetta er sannleikanum samkvæmt. Orrustan um Donbas mun minna ykkur á seinni heimsstyrjöldina með risavöxnum aðgerðum, tilfæringum með þátttöku skriðdreka, brynvarinna ökutækja, flugvéla og stórskotaliði. Þetta verður engin svæðisbundin aðgerðir miðað við það sem við höfum séð á undirbúningi Rússa,“ sagði Kuleba. Úkraínumenn vara við því að Rússar muni færa innrásina til annarra landa nái þeir markmiðum sínum í Úkraínu. Þórdís Kolbrún segir áhrifamikið að hitta Kuleba og aðra með honum augliti til auglits. „Stundum er ekki nóg að gera sitt besta. Stundum þarf að gera það sem er krafist og mér finnst vera góður skilningur á því hér. En það er mjög áhrifamikið að horfa í augun á Kuleba og heyra þá beint frá honum bæði hver staðan er og hvernig þau meta framhaldið,“ segir Þórdís Kolbrún. Innrás Rússa í Úkraínu NATO Utanríkismál Tengdar fréttir Utanríkisráðherra reiknar með að NATO-ríki auki stuðninginn við Úkraínu Utanríkisráðherra reiknar með að NATO ríkin muni auka stuðning sinn við Úkraínu en hún situr nú fund utanríkisráðherra bandalagsins í Brussel. Úkraínu menn segja auknar vopnasendingar nauðsynlegar til að koma í veg fyrir skelfilegar fórnir og útbreiðslu innrásar Rússa til annarra Evrópuríkja. 7. apríl 2022 12:05 Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Fleiri fréttir Umfagnsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Einn látinn eftir alvarlegt lestarslys í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Sjá meira
Þegar Dmytro Kuleba utanríkisráðherra Úkraínu mætti á fund með utanríkisráðherrum NATO og annarra ríkja untan bandalagsins í Brussel í dag voru skilaboð hans mjög einföld. „Erindi mitt er einfalt. Það eru bara þrjú mál á dagskránni: Vopn, vopn, vopn,“ sagði Kuleba. Úkraínumenn hafa nú varist víðtækri innrás Rússa í rúman mánuð og náð að reka þá á flótta frá svæði í kringum höfuðborgina Kænugarð þar sem þeir skildu eftir sig gífurlegan hrylling. Kuleba segir Rússa nú safna saman miklum herafla í Donbas íausturhluta landsins þar sem bardagar hafi nú þegar færst í aukana. Vesturlönd hafi því ekki tíma til skjóta ákalli um aukinn hernaðarstuðning í nefndir og bollaleggingar. Milljónir kvenna, barna og karla hafa liðið miklar hörmungar víðs vegar um Úkraínu undanfarinn rúman mánuð. Fólk hefur þurft að fela sig í kjöllurum og liðið skort á mat og lyfjum undir stöðugum sprengjuárásum Rússa.AP/Nariman El-Mofty „Annað hvort hjálpið þið okkur núna, og þá er ég að tala um daga en ekki vikur, eða hjálp ykkar kemur of seint,“ sagði utanríkisráðherrann að loknum fundi með NATO ráðherrunum. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra segir ákall Kuleba hafa verið skýrt og notið skilnings NATO þjóðanna. Þórdís Kolbrún segir að það hafi verið áhrifaríkt að horfa í augun á Dmytro Kuleba og heyra hann lýsa aðstæðum í Úkraínu.AP/Olivier Matthys „Ég geri ráð fyrir viðbrögðum eftir þennan fund. Enda liggur í raun alveg fyrir hvað þarf til,“ segir Þórdís Kolbrún. Kulepa segir að hernaður Rússa færist hratt í aukana í Donbas og muni ná hámarki á allra næstu dögum. „Mér þykir sárt að þurfa að segja en þetta er sannleikanum samkvæmt. Orrustan um Donbas mun minna ykkur á seinni heimsstyrjöldina með risavöxnum aðgerðum, tilfæringum með þátttöku skriðdreka, brynvarinna ökutækja, flugvéla og stórskotaliði. Þetta verður engin svæðisbundin aðgerðir miðað við það sem við höfum séð á undirbúningi Rússa,“ sagði Kuleba. Úkraínumenn vara við því að Rússar muni færa innrásina til annarra landa nái þeir markmiðum sínum í Úkraínu. Þórdís Kolbrún segir áhrifamikið að hitta Kuleba og aðra með honum augliti til auglits. „Stundum er ekki nóg að gera sitt besta. Stundum þarf að gera það sem er krafist og mér finnst vera góður skilningur á því hér. En það er mjög áhrifamikið að horfa í augun á Kuleba og heyra þá beint frá honum bæði hver staðan er og hvernig þau meta framhaldið,“ segir Þórdís Kolbrún.
Innrás Rússa í Úkraínu NATO Utanríkismál Tengdar fréttir Utanríkisráðherra reiknar með að NATO-ríki auki stuðninginn við Úkraínu Utanríkisráðherra reiknar með að NATO ríkin muni auka stuðning sinn við Úkraínu en hún situr nú fund utanríkisráðherra bandalagsins í Brussel. Úkraínu menn segja auknar vopnasendingar nauðsynlegar til að koma í veg fyrir skelfilegar fórnir og útbreiðslu innrásar Rússa til annarra Evrópuríkja. 7. apríl 2022 12:05 Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Fleiri fréttir Umfagnsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Einn látinn eftir alvarlegt lestarslys í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Sjá meira
Utanríkisráðherra reiknar með að NATO-ríki auki stuðninginn við Úkraínu Utanríkisráðherra reiknar með að NATO ríkin muni auka stuðning sinn við Úkraínu en hún situr nú fund utanríkisráðherra bandalagsins í Brussel. Úkraínu menn segja auknar vopnasendingar nauðsynlegar til að koma í veg fyrir skelfilegar fórnir og útbreiðslu innrásar Rússa til annarra Evrópuríkja. 7. apríl 2022 12:05