Vona að allir Hagskælingar geti verið í skólanum næsta vor Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. apríl 2022 16:22 Frá Hagaskóla í vesturbæ Reykjavíkur. Reykjavíkurborg Stór hluti nemenda við Hagaskóla verður við nám í bráðabirgðahúsnæði í Ármúla fram yfir næstu áramót. Stefnt er á stækkun skólans samhliða endurbótum vegna mygluvandamála. Áætlaður framkvæmdatími er þrjú ár. Borgarráð samþykkti í dag tillögu um stækkun á Hagaskóla samhliða endurnýjun á húsnæði skólans. Töluverð uppbygging er framundan í skólahverfinu og er búist við áframhaldandi fjölgun nemenda í skólanum á næstu árum. Áætlaður framkvæmdatími er þrjú ár að því er segir í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Hagaskóli er einn fjölmennasti skóli borgarinnar en þar eru nú yfir 600 nemendur í þremur árgöngum. Nemendur í tveimur árgöngum hafa stundað nám í öðru húsnæði, annars vegar í Ármúla og hins vegar á Hótel Sögu, frá því fyrir áramót eftir að mygla greindist í stórum hluta af húsnæði skólans, aðalbyggingu og vesturálmum. Gert er ráð fyrir að nemendur úr tveimur árgöngum hefji næsta skólaár í bráðabirgðahúsnæði í Ármúla 28-30 en að kennsla færist í endurgerð rými aðalbyggingar og færanlegar kennslustofur sem komið verður fyrir á lóðinni, þegar það húsnæði verður tilbúið, sem gæti verið um eða eftir næstu áramót. Búist er við að öll kennsla muni fara fram í Hagaskóla og nágrenni næsta vor. Mikil uppbygging framundan í hverfinu Hagaskóli var reistur á árunum 1957-62 og segir í tilkynningunni frá Reykjavíkurborg að mikil þörf sé á gagngerum endurbótum á húsnæði skólans. „Góður gangur er í framkvæmdum á aðalbyggingunni en unnið er að endurnýjun þar sem helst má nefna endurhönnun á brunavörnum, endurnýjun á loftræsingu og hljóðvist, endurnýjun gólfefna og glugga, bætt aðgengismál og klæðningu hússins að utan. Þá hefur verið unnið með starfsfólki að því að endurhanna innra skipulag svo betur henti nútíma kennsluháttum.“ Fréttastofa tók hús á Hagskælingum í desember vegna málsins. Framundan sé heilmikil uppbygging í þessum borgarhluta og geri spár ráð fyrir að nemendum fjölgi í allt að 700 á næstu árum. „Ekki var hafist handa við viðgerðir á vesturálmum skólans þar sem til skoðunar hafa verið möguleikar á stækkun. Þrjár sviðsmyndir voru settar upp og kostir og gallar vandlega metnir. Með samþykki borgarráðs í dag var gefið leyfi til að fara af stað með hönnunarvinnu á nýrri byggingu sem mun rísa á grunni vesturálmanna tveggja sem þá verða rifnar. Samanlagt eru vesturálmurnar tvær um 880 m² en samkvæmt greiningunni sem lögð var fram í dag er áætlað að stærð nýrrar byggingar verði um 3.100 m². Hönnun er enn á frumstigi og hvorki hafa verið teknar ákvarðanir um nákvæma staðsetningu á lóðinni né útlit nýrra bygginga.“ Byggingakostnaður við framkvæmdina er áætlaður á þessu stigi 4.600 milljónir króna en í þeirri tölu er kostnaður við endurgerð aðalbyggingar sem áætlaður er 1.200 milljónir. Reiknað er með að endurnýjun aðalbyggingar ljúki að fullu sumarið 2023, en framkvæmdatími nýbygginga er um þrjú ár. Grunnskólar Reykjavík Mygla Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Hagskælingar fluttir í Ármúla Miklar skerðingar eru á skólastarfi Hagaskóla vegna myglu sem fannst í einni álmu skólans í vetur. Það mun vera áfram það sem eftir er skólaárs og munu níundu bekkingar skólans sækja námið í Ármúla. 4. janúar 2022 13:07 Níundi bekkur Hagaskóla verður í Háskólabíói fram að jólum Skólastjóri Hagaskóla segir stöðuna í skólanum sérstaka um þessar mundir. Aðeins einn árgangur er eftir í húsnæði skólans þar sem mygla hefur fundist í álmum áttunda og níunda bekkjar. Þá er einnig mögulegt að mygla leynist í álmu tíunda bekkjar. Unnið er að endurbótum en ómögulegt er að segja hversu langan tíma það muni taka. 30. nóvember 2021 17:11 Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
Borgarráð samþykkti í dag tillögu um stækkun á Hagaskóla samhliða endurnýjun á húsnæði skólans. Töluverð uppbygging er framundan í skólahverfinu og er búist við áframhaldandi fjölgun nemenda í skólanum á næstu árum. Áætlaður framkvæmdatími er þrjú ár að því er segir í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Hagaskóli er einn fjölmennasti skóli borgarinnar en þar eru nú yfir 600 nemendur í þremur árgöngum. Nemendur í tveimur árgöngum hafa stundað nám í öðru húsnæði, annars vegar í Ármúla og hins vegar á Hótel Sögu, frá því fyrir áramót eftir að mygla greindist í stórum hluta af húsnæði skólans, aðalbyggingu og vesturálmum. Gert er ráð fyrir að nemendur úr tveimur árgöngum hefji næsta skólaár í bráðabirgðahúsnæði í Ármúla 28-30 en að kennsla færist í endurgerð rými aðalbyggingar og færanlegar kennslustofur sem komið verður fyrir á lóðinni, þegar það húsnæði verður tilbúið, sem gæti verið um eða eftir næstu áramót. Búist er við að öll kennsla muni fara fram í Hagaskóla og nágrenni næsta vor. Mikil uppbygging framundan í hverfinu Hagaskóli var reistur á árunum 1957-62 og segir í tilkynningunni frá Reykjavíkurborg að mikil þörf sé á gagngerum endurbótum á húsnæði skólans. „Góður gangur er í framkvæmdum á aðalbyggingunni en unnið er að endurnýjun þar sem helst má nefna endurhönnun á brunavörnum, endurnýjun á loftræsingu og hljóðvist, endurnýjun gólfefna og glugga, bætt aðgengismál og klæðningu hússins að utan. Þá hefur verið unnið með starfsfólki að því að endurhanna innra skipulag svo betur henti nútíma kennsluháttum.“ Fréttastofa tók hús á Hagskælingum í desember vegna málsins. Framundan sé heilmikil uppbygging í þessum borgarhluta og geri spár ráð fyrir að nemendum fjölgi í allt að 700 á næstu árum. „Ekki var hafist handa við viðgerðir á vesturálmum skólans þar sem til skoðunar hafa verið möguleikar á stækkun. Þrjár sviðsmyndir voru settar upp og kostir og gallar vandlega metnir. Með samþykki borgarráðs í dag var gefið leyfi til að fara af stað með hönnunarvinnu á nýrri byggingu sem mun rísa á grunni vesturálmanna tveggja sem þá verða rifnar. Samanlagt eru vesturálmurnar tvær um 880 m² en samkvæmt greiningunni sem lögð var fram í dag er áætlað að stærð nýrrar byggingar verði um 3.100 m². Hönnun er enn á frumstigi og hvorki hafa verið teknar ákvarðanir um nákvæma staðsetningu á lóðinni né útlit nýrra bygginga.“ Byggingakostnaður við framkvæmdina er áætlaður á þessu stigi 4.600 milljónir króna en í þeirri tölu er kostnaður við endurgerð aðalbyggingar sem áætlaður er 1.200 milljónir. Reiknað er með að endurnýjun aðalbyggingar ljúki að fullu sumarið 2023, en framkvæmdatími nýbygginga er um þrjú ár.
Grunnskólar Reykjavík Mygla Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Hagskælingar fluttir í Ármúla Miklar skerðingar eru á skólastarfi Hagaskóla vegna myglu sem fannst í einni álmu skólans í vetur. Það mun vera áfram það sem eftir er skólaárs og munu níundu bekkingar skólans sækja námið í Ármúla. 4. janúar 2022 13:07 Níundi bekkur Hagaskóla verður í Háskólabíói fram að jólum Skólastjóri Hagaskóla segir stöðuna í skólanum sérstaka um þessar mundir. Aðeins einn árgangur er eftir í húsnæði skólans þar sem mygla hefur fundist í álmum áttunda og níunda bekkjar. Þá er einnig mögulegt að mygla leynist í álmu tíunda bekkjar. Unnið er að endurbótum en ómögulegt er að segja hversu langan tíma það muni taka. 30. nóvember 2021 17:11 Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
Hagskælingar fluttir í Ármúla Miklar skerðingar eru á skólastarfi Hagaskóla vegna myglu sem fannst í einni álmu skólans í vetur. Það mun vera áfram það sem eftir er skólaárs og munu níundu bekkingar skólans sækja námið í Ármúla. 4. janúar 2022 13:07
Níundi bekkur Hagaskóla verður í Háskólabíói fram að jólum Skólastjóri Hagaskóla segir stöðuna í skólanum sérstaka um þessar mundir. Aðeins einn árgangur er eftir í húsnæði skólans þar sem mygla hefur fundist í álmum áttunda og níunda bekkjar. Þá er einnig mögulegt að mygla leynist í álmu tíunda bekkjar. Unnið er að endurbótum en ómögulegt er að segja hversu langan tíma það muni taka. 30. nóvember 2021 17:11