Hagskælingar fluttir í Ármúla Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 4. janúar 2022 13:07 Ætla má að mikið líf verði í Ármúla í vor þegar níundu bekkingar í Hagaskóla verða þar á vappi. Vísir/Vilhelm Miklar skerðingar eru á skólastarfi Hagaskóla vegna myglu sem fannst í einni álmu skólans í vetur. Það mun vera áfram það sem eftir er skólaárs og munu níundu bekkingar skólans sækja námið í Ármúla. S. Ingibjörg Jósefsdóttir, skólastjóri Hagaskóla, sendi foreldrum Hagskælinga tölvupóst í gær þar sem farið var yfir stöðuna. Þar kemur fram að skólastarf verði enn á þremur stöðum, í Hagaskóla, í Ármúla 30 og á Hótel Sögu. Frá því að grunur kom upp um myglu í skólanum hefur hluti nemenda fengið að vera á Hótel Sögu, sem er hinu megin við götuna frá Hagaskóla. Háskóli Íslands og Félagsstofnun Stúdenta keyptu nýlega Bændahöllina og rektor hefur tilkynnt að Hagskælingar fái áfram að nota húsnæði Hótels Sögu. Áttundi bekkur verður því áfram í bændahöllinni, það sem eftir er veturs, níundi bekkur verður sendur í Ármúlann á rútum en krakkar í tíunda bekk verða áfram í Hagaskóla. Svo virðist þó af tölvupóstinum frá Ingibjörgu að húsnæðisvandræði í sambland við sóttvarnaaðgerðir hafi gert skólastjórnendum erfitt fyrir að hefja skólastarf á tilætluðum tíma. Krakkarnir byrja því annað hvort á morgun, fimmtudag eða föstudag aftur í skólanum. Tíundi bekkur verður eins og áður segir í Hagaskóla og fær að mæta aftur eftir jólafrí á morgun. Krakkarnir fá ins vegar aðeins að vera í skólanum frá 8:30 til 12 út þessa viku. Frá og með 10. janúar er þó gert ráð fyrir fullri kennslu. Hagskælingar verða hér til húsa í vetur, í Ármúla 30.Já.is Níundi bekkur verður eins og áður segir í Ármúla þessa önnina og hefst kennsla nú á föstudag. Krakkarnir fá ekki að mæta fyrr en þá þar sem verið er að sótthreinsa húsgögn frá Hagaskóla til að flytja í nýjar vistarverur krakkanna. Þá verður kennsla á föstudag aðeins á milli klukkan 8:30 og 12 en hefst að fullu næsta mánudag. Áttundi bekkur verður áfram á Hótel Sögu og verður þar útbúið rými fyrir list- og verkkennslu. Árgangnum verður þessa vikuna skipt í tvennt. Bekkirnir AK, EÁ, JS og SMV fá að mæta á fimmtudag í skólann, milli 8:30 og 12 en EHH, HÁ, HG og VGS fá að mæta á föstudag. Sannarlegt púsluspil. Full kennsla hefst að nýju hjá þeim, eins og öðrum, 10. janúar. Grunnskólar Mygla Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Tengdar fréttir Háskólinn og FS kaupa Bændahöllina fyrir 4,9 milljarða Ríkissjóður og Félagsstofnun stúdenta munu greiða tæpa fimm milljarða króna fyrir kaupin á Hótel Sögu, Bændahöllinni, sem voru undirrituð í gær. Gert er ráð fyrir að ráðast þurfi í talsverðar viðgerðir og breytingar á byggingunni, sem verður nýtt bæði sem kennsluhúsnæði og í íbúðir fyrir stúdenta við Háskóla Íslands. 23. desember 2021 08:32 Níundi bekkur Hagaskóla verður í Háskólabíói fram að jólum Skólastjóri Hagaskóla segir stöðuna í skólanum sérstaka um þessar mundir. Aðeins einn árgangur er eftir í húsnæði skólans þar sem mygla hefur fundist í álmum áttunda og níunda bekkjar. Þá er einnig mögulegt að mygla leynist í álmu tíunda bekkjar. Unnið er að endurbótum en ómögulegt er að segja hversu langan tíma það muni taka. 30. nóvember 2021 17:11 Engin kennsla í 9. bekk í Hagaskóla eftir myglufund Allir nemendur í 9. bekk í Hagaskóla verða heima í dag vegna þess að mygla hefur fundist í kennslurými hjá árganginum. Eftir að mygla fannst í álmu 8. bekkjar var ákveðið að færa kennslu þess árgangs yfir í tímabundið húsnæði á Hótel Sögu. 30. nóvember 2021 07:01 Mest lesið Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Fleiri fréttir Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Sjá meira
S. Ingibjörg Jósefsdóttir, skólastjóri Hagaskóla, sendi foreldrum Hagskælinga tölvupóst í gær þar sem farið var yfir stöðuna. Þar kemur fram að skólastarf verði enn á þremur stöðum, í Hagaskóla, í Ármúla 30 og á Hótel Sögu. Frá því að grunur kom upp um myglu í skólanum hefur hluti nemenda fengið að vera á Hótel Sögu, sem er hinu megin við götuna frá Hagaskóla. Háskóli Íslands og Félagsstofnun Stúdenta keyptu nýlega Bændahöllina og rektor hefur tilkynnt að Hagskælingar fái áfram að nota húsnæði Hótels Sögu. Áttundi bekkur verður því áfram í bændahöllinni, það sem eftir er veturs, níundi bekkur verður sendur í Ármúlann á rútum en krakkar í tíunda bekk verða áfram í Hagaskóla. Svo virðist þó af tölvupóstinum frá Ingibjörgu að húsnæðisvandræði í sambland við sóttvarnaaðgerðir hafi gert skólastjórnendum erfitt fyrir að hefja skólastarf á tilætluðum tíma. Krakkarnir byrja því annað hvort á morgun, fimmtudag eða föstudag aftur í skólanum. Tíundi bekkur verður eins og áður segir í Hagaskóla og fær að mæta aftur eftir jólafrí á morgun. Krakkarnir fá ins vegar aðeins að vera í skólanum frá 8:30 til 12 út þessa viku. Frá og með 10. janúar er þó gert ráð fyrir fullri kennslu. Hagskælingar verða hér til húsa í vetur, í Ármúla 30.Já.is Níundi bekkur verður eins og áður segir í Ármúla þessa önnina og hefst kennsla nú á föstudag. Krakkarnir fá ekki að mæta fyrr en þá þar sem verið er að sótthreinsa húsgögn frá Hagaskóla til að flytja í nýjar vistarverur krakkanna. Þá verður kennsla á föstudag aðeins á milli klukkan 8:30 og 12 en hefst að fullu næsta mánudag. Áttundi bekkur verður áfram á Hótel Sögu og verður þar útbúið rými fyrir list- og verkkennslu. Árgangnum verður þessa vikuna skipt í tvennt. Bekkirnir AK, EÁ, JS og SMV fá að mæta á fimmtudag í skólann, milli 8:30 og 12 en EHH, HÁ, HG og VGS fá að mæta á föstudag. Sannarlegt púsluspil. Full kennsla hefst að nýju hjá þeim, eins og öðrum, 10. janúar.
Grunnskólar Mygla Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Tengdar fréttir Háskólinn og FS kaupa Bændahöllina fyrir 4,9 milljarða Ríkissjóður og Félagsstofnun stúdenta munu greiða tæpa fimm milljarða króna fyrir kaupin á Hótel Sögu, Bændahöllinni, sem voru undirrituð í gær. Gert er ráð fyrir að ráðast þurfi í talsverðar viðgerðir og breytingar á byggingunni, sem verður nýtt bæði sem kennsluhúsnæði og í íbúðir fyrir stúdenta við Háskóla Íslands. 23. desember 2021 08:32 Níundi bekkur Hagaskóla verður í Háskólabíói fram að jólum Skólastjóri Hagaskóla segir stöðuna í skólanum sérstaka um þessar mundir. Aðeins einn árgangur er eftir í húsnæði skólans þar sem mygla hefur fundist í álmum áttunda og níunda bekkjar. Þá er einnig mögulegt að mygla leynist í álmu tíunda bekkjar. Unnið er að endurbótum en ómögulegt er að segja hversu langan tíma það muni taka. 30. nóvember 2021 17:11 Engin kennsla í 9. bekk í Hagaskóla eftir myglufund Allir nemendur í 9. bekk í Hagaskóla verða heima í dag vegna þess að mygla hefur fundist í kennslurými hjá árganginum. Eftir að mygla fannst í álmu 8. bekkjar var ákveðið að færa kennslu þess árgangs yfir í tímabundið húsnæði á Hótel Sögu. 30. nóvember 2021 07:01 Mest lesið Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Fleiri fréttir Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Sjá meira
Háskólinn og FS kaupa Bændahöllina fyrir 4,9 milljarða Ríkissjóður og Félagsstofnun stúdenta munu greiða tæpa fimm milljarða króna fyrir kaupin á Hótel Sögu, Bændahöllinni, sem voru undirrituð í gær. Gert er ráð fyrir að ráðast þurfi í talsverðar viðgerðir og breytingar á byggingunni, sem verður nýtt bæði sem kennsluhúsnæði og í íbúðir fyrir stúdenta við Háskóla Íslands. 23. desember 2021 08:32
Níundi bekkur Hagaskóla verður í Háskólabíói fram að jólum Skólastjóri Hagaskóla segir stöðuna í skólanum sérstaka um þessar mundir. Aðeins einn árgangur er eftir í húsnæði skólans þar sem mygla hefur fundist í álmum áttunda og níunda bekkjar. Þá er einnig mögulegt að mygla leynist í álmu tíunda bekkjar. Unnið er að endurbótum en ómögulegt er að segja hversu langan tíma það muni taka. 30. nóvember 2021 17:11
Engin kennsla í 9. bekk í Hagaskóla eftir myglufund Allir nemendur í 9. bekk í Hagaskóla verða heima í dag vegna þess að mygla hefur fundist í kennslurými hjá árganginum. Eftir að mygla fannst í álmu 8. bekkjar var ákveðið að færa kennslu þess árgangs yfir í tímabundið húsnæði á Hótel Sögu. 30. nóvember 2021 07:01