Hreinsuðu 190 tonn af rusli upp úr sjónum Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 10. apríl 2022 14:00 Strendur Mallorca hreinsaðar í febrúar sl. Vísir/Getty Spænskir sjómenn hreinsuðu 190 tonn af rusli upp úr sjónum í veiðiferðum sínum á síðasta ári. Spænsk ferðaþjónusta virðist ætla að rétta mjög hratt úr kútnum eftir Covid19-farsóttina. Alls tóku 2.600 spænskir sjómenn á 573 skipum og bátum þátt í átakinu, og að meðaltali komu þeir með tvö kíló af rusli í land í hverjum túr. Samanlagt náðu þeir því að fjarlægja 190 þúsund kíló af strandsvæðum Spánar og munar um minna. Hreinustu strendur í heimi Þetta hreinsunarátak hófst árið 2015, fyrir tilstuðlan tvennra umhverfisverndarsamtaka. Þá tóku þrjú skip þátt í hreinsuninni. Talsmenn samtakanna segja sjómennina vinna óeigingjarnt starf í vinnu sinni, meðfram því að draga fisk úr sjó séu þeir stanslaust að hreinsa strendurnar og hafið. Endanlegt markmið átaksins sé ekki að hreinsa sjóinn af öllu rusli, heldur að vekja fólks til umhugsunar svo það hætti að skíta hafið út. Og það er mikið í húfi, líka út frá efnahagslegum þáttum. Ekkert land í heiminum státar af eins mörgum ströndum sem hafa fengið hæstu gæðavottun, sem kallast „blái fáninn“. Þetta er alþjóðleg gæðavottun sem einungis er veitt ströndum í hæsta gæðaflokki. Á Spáni eru 615 slíkar strendur, fleiri en í nokkru öðru landi. Þær liggja flestar að Miðjarðarhafinu, í héruðum Valensíu og Andalúsíu, ellegar að Atlantshafinu í Galisíu. Túrisminn er að ná sér á strik Ferðaþjónustan sem er ein helsta lífæð Spánar, virðist ætla að rétta hratt úr kútnum eftir hörmungar Covid19-faraldursins. Ferðaþjónustan var 12,4% af þjóðarframleiðslu Spánar fyrir faraldurinn, en hrapaði niður í um 5% í fyrra. Á fyrstu tveimur mánuðum ársins komu rúmlega 5,6 milljónir ferðamanna til Spánar, sem er um 70% af þeim fjölda sem heimsótti landið í byrjun 2019, en þúsund prósentum fleiri en heimsóttu landið á sama tíma í fyrra, sem þýðir að fjöldi ferðamanna hefur 11-faldast. Þetta eykur mönnum bjartsýni á að sumarið verði gott og að ferðamenn flykkist á strendur og til borga Spánar, eins og þeir gerðu áður. Nú þegar er búist við miklum fjölda ferðaþyrstra Evrópubúa um páskana sem verður nokkurs konar prófsteinn á það sem koma skal. Af þeim sökum sagði formaður Félags farsóttarlækna, Elena Vanessa Martínez, í vikunni að ekki væri rétt að aflétta grímuskyldu innanhúss fyrr en eftir páska. Spánn Umhverfismál Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Sjá meira
Alls tóku 2.600 spænskir sjómenn á 573 skipum og bátum þátt í átakinu, og að meðaltali komu þeir með tvö kíló af rusli í land í hverjum túr. Samanlagt náðu þeir því að fjarlægja 190 þúsund kíló af strandsvæðum Spánar og munar um minna. Hreinustu strendur í heimi Þetta hreinsunarátak hófst árið 2015, fyrir tilstuðlan tvennra umhverfisverndarsamtaka. Þá tóku þrjú skip þátt í hreinsuninni. Talsmenn samtakanna segja sjómennina vinna óeigingjarnt starf í vinnu sinni, meðfram því að draga fisk úr sjó séu þeir stanslaust að hreinsa strendurnar og hafið. Endanlegt markmið átaksins sé ekki að hreinsa sjóinn af öllu rusli, heldur að vekja fólks til umhugsunar svo það hætti að skíta hafið út. Og það er mikið í húfi, líka út frá efnahagslegum þáttum. Ekkert land í heiminum státar af eins mörgum ströndum sem hafa fengið hæstu gæðavottun, sem kallast „blái fáninn“. Þetta er alþjóðleg gæðavottun sem einungis er veitt ströndum í hæsta gæðaflokki. Á Spáni eru 615 slíkar strendur, fleiri en í nokkru öðru landi. Þær liggja flestar að Miðjarðarhafinu, í héruðum Valensíu og Andalúsíu, ellegar að Atlantshafinu í Galisíu. Túrisminn er að ná sér á strik Ferðaþjónustan sem er ein helsta lífæð Spánar, virðist ætla að rétta hratt úr kútnum eftir hörmungar Covid19-faraldursins. Ferðaþjónustan var 12,4% af þjóðarframleiðslu Spánar fyrir faraldurinn, en hrapaði niður í um 5% í fyrra. Á fyrstu tveimur mánuðum ársins komu rúmlega 5,6 milljónir ferðamanna til Spánar, sem er um 70% af þeim fjölda sem heimsótti landið í byrjun 2019, en þúsund prósentum fleiri en heimsóttu landið á sama tíma í fyrra, sem þýðir að fjöldi ferðamanna hefur 11-faldast. Þetta eykur mönnum bjartsýni á að sumarið verði gott og að ferðamenn flykkist á strendur og til borga Spánar, eins og þeir gerðu áður. Nú þegar er búist við miklum fjölda ferðaþyrstra Evrópubúa um páskana sem verður nokkurs konar prófsteinn á það sem koma skal. Af þeim sökum sagði formaður Félags farsóttarlækna, Elena Vanessa Martínez, í vikunni að ekki væri rétt að aflétta grímuskyldu innanhúss fyrr en eftir páska.
Spánn Umhverfismál Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Sjá meira