Vaktin: Sagðir eiga í töluverðum agavandræðum Hólmfríður Gísladóttir, Fanndís Birna Logadóttir og Samúel Karl Ólason skrifa 7. apríl 2022 22:50 Z er orðið að tákni innrásar Rússa í Úkraínu. EPA/ROMAN PILIPEY Meirihluti allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna greiddi atkvæði í dag um að víkja Rússum úr Mannréttindaráðinu. Utanríkisráðherra Úkraínu fagnaði niðurstöðunni en hann sagði stríðsglæpamenn ekki eiga erindi í ráð sem hafi það að markmiðið að vernda mannréttindi. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Leyniþjónusta Úkraínu segir foringja í rússneska hernum eiga í vandræðum með að halda uppi aga og baráttuanda almennra hermanna. Rússar halda því fram að brottvísun þeirra úr Mannréttindaráðinu sé ólögleg. Talsmaður Pútíns viðurkenndi í dag að hersveitir Rússa hefðu orðið fyrir miklu mannfalli í Úkraínu. Utanríkisráðherra Úkraínuræddi við utanríkisráðherra aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins í dag þar sem hann fór fram á þrjá hluti; „Vopn, vopn og vopn.“ Hann segir hræsni að gera greinarmun á varnar- og sóknarvopnum. Vopnin þurfi að berast á næstu dögum, ekki vikum. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, að nýjustu tillögur Úkraínu í samningaviðræðum ríkjanna séu afar frábrugðnar því sem rætt var í Istanbul í mars. Hann segir sumar kröfur Úkraínumanna óásættanlegar og að Rússar muni halda áfram að vinna útfrá eigin tillögum. Talsmaður hermálayfirvalda í Bandaríkjunum, John Kirby, segir fullkomlega raunhæft að ætla að Úkraínumenn geti unnið sigur á innrásarher Rússa. Hingað til hafi Rússar ekki náð einu einasta markmiði sínu en talið er að þeir stefni á austurhluta landsins á næstu vikum. Borgarstjóri Maríupól segir fleiri en 5.000 manns hafa verið myrta í borginni, þar á meðal 210 börn. Meira en 90 prósent af innviðum borgarinnar hafi verið eyðilagðir. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, sagði í viðtali við tyrkneskan miðil í morgun að Rússar vildu ekki leyfa mannúðaraðstoð í Maríupól af ótta við að upp komist um þau hroðaverk sem hafa verið framin í borginni. Sagði hann borgina orðna að „helvíti“. Selenskí segir bann við innflutningi olíu frá Rússlandi óumflýjanlegt, spurningin sé bara sú hversu margir Úkraínumenn Rússar nái að myrða áður en ákveðnir pólitíkusar „fái lánað“ hugrekki til að taka af skarið. Hér má finna vakt gærdagsins.
Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Leyniþjónusta Úkraínu segir foringja í rússneska hernum eiga í vandræðum með að halda uppi aga og baráttuanda almennra hermanna. Rússar halda því fram að brottvísun þeirra úr Mannréttindaráðinu sé ólögleg. Talsmaður Pútíns viðurkenndi í dag að hersveitir Rússa hefðu orðið fyrir miklu mannfalli í Úkraínu. Utanríkisráðherra Úkraínuræddi við utanríkisráðherra aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins í dag þar sem hann fór fram á þrjá hluti; „Vopn, vopn og vopn.“ Hann segir hræsni að gera greinarmun á varnar- og sóknarvopnum. Vopnin þurfi að berast á næstu dögum, ekki vikum. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, að nýjustu tillögur Úkraínu í samningaviðræðum ríkjanna séu afar frábrugðnar því sem rætt var í Istanbul í mars. Hann segir sumar kröfur Úkraínumanna óásættanlegar og að Rússar muni halda áfram að vinna útfrá eigin tillögum. Talsmaður hermálayfirvalda í Bandaríkjunum, John Kirby, segir fullkomlega raunhæft að ætla að Úkraínumenn geti unnið sigur á innrásarher Rússa. Hingað til hafi Rússar ekki náð einu einasta markmiði sínu en talið er að þeir stefni á austurhluta landsins á næstu vikum. Borgarstjóri Maríupól segir fleiri en 5.000 manns hafa verið myrta í borginni, þar á meðal 210 börn. Meira en 90 prósent af innviðum borgarinnar hafi verið eyðilagðir. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, sagði í viðtali við tyrkneskan miðil í morgun að Rússar vildu ekki leyfa mannúðaraðstoð í Maríupól af ótta við að upp komist um þau hroðaverk sem hafa verið framin í borginni. Sagði hann borgina orðna að „helvíti“. Selenskí segir bann við innflutningi olíu frá Rússlandi óumflýjanlegt, spurningin sé bara sú hversu margir Úkraínumenn Rússar nái að myrða áður en ákveðnir pólitíkusar „fái lánað“ hugrekki til að taka af skarið. Hér má finna vakt gærdagsins.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Fleiri fréttir „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Sjá meira