Rooney telur Man. United þurfa yngri og hungraðri leikmenn en Ronaldo Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. apríl 2022 09:01 Rooney og Ronaldo voru magnaðir á sínum tíma hjá Man United. Richard Heathcote/Getty Images Wayne Rooney, fyrrverandi leikmaður Manchester United, segir sitt gamla félag þurfa yngri og hungraðri leikmenn en Cristiano Ronaldo til að lyfta því upp úr þeim öldudal sem það virðist fast í. Rooney, sem í dag þjálfar Derby County í ensku B-deildinni, var liðsfélagi Ronaldo hjá Man. United frá árinu 2004 til 2009. Með þá innanborðs vann Manchester-liðið nær allt sem hægt var að vinna. Í dag er staðan hins vegar önnur. Rooney var mættur í Monday Night Football til að fara yfir leik Crystal Palace og Arsenal í ensku úrvalsdeildinni. Þar var hann ásamt Jamie Carragher og David Jones þáttastjórnanda. Wayne Rooney on whether it was a mistake for Man Utd to resign Cristiano Ronaldo Watch #MNF live on Sky Sports now pic.twitter.com/KZhejthz7t— Sky Sports (@SkySports) April 4, 2022 Carragher, sem er fyrrum leikmaður Liverpool, hafði slæma tilfinningu fyrir því þegar Man United ákvað að festa kaup á 36 ára gömlum Ronaldo síðasta sumar. Portúgalinn er í dag orðinn árinu eldri og Rooney er ekki á því að Ronaldo sé framtíðarlausn fyrir hans fyrrum félag. „Þú verður að segja nei eins og staðan er í augnablikinu. Hann hefur skorað mörk, mikilvæg mörk í Meistaradeild Evrópu fyrr á leiktíðinni, hann skoraði augljóslega þrennu gegn Tottenham en ef þú horfir til framtíðar þá þarf að velja yngri og hungraðri leikmenn í von um að lyfta Manchester United upp á næstu tveimur til þremur árum,“ sagði Rooney aðspurður hvort kaupin á Ronaldo hefðu gengið upp. „Cristiano er augljóslega að eldast. Hann er ekki sami leikmaður og hann var þegar hann var á þrítugsaldri. Það gerist, þannig er fótbolti. Hann getur ógnað marki en hvað varðar aðra hluta leiksins þá þarf Man United meira, félagið þarf yngri og hungraðri leikmenn,“ bætti Rooney að endingu við. Ronaldo verður eflaust ekki sáttur með að heyra skoðun síns fyrrum félaga.Martin Rickett/Getty Images Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Orðljótur Rooney með skýr skilaboð fyrir Rashford Wayne Rooney vill að Marcus Rashford „taki hausinn út úr rassinum“ og einbeiti sér að því að slá markametið sem Rooney á hjá Manchester United. 28. mars 2022 10:31 Rooney: Óttaðist að ég myndi drepa mig á drykkjunni Wayne Rooney hefur nú talað opinskátt um andlega heilsu sína og vandamál sitt með áfengi á meðan knattspyrnuferli hans stóð. 10. febrúar 2022 10:01 Rooney skipti um takka til að meiða en Eiður þurfti ekkert að óttast Enska knattspyrnusambandið hefur nú sett sig í samband við Wayne Rooney til að fá nánari skýringar á ummælum hans í nýlegu viðtali þar sem hann sagðist hafa reynt að meiða leikmenn Chelsea. 9. febrúar 2022 13:01 Rooney ræðir vandamál sín utan vallar: „Lokaði mig inni og drakk“ Wayne Rooney, markahæsti landsliðsmaður Englands frá upphafi, segist hafa snúið sér að drykkju til að takast á við álagið sem fylgir frægðinni. 6. febrúar 2022 10:46 Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Handbolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Fleiri fréttir Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Sjá meira
Rooney, sem í dag þjálfar Derby County í ensku B-deildinni, var liðsfélagi Ronaldo hjá Man. United frá árinu 2004 til 2009. Með þá innanborðs vann Manchester-liðið nær allt sem hægt var að vinna. Í dag er staðan hins vegar önnur. Rooney var mættur í Monday Night Football til að fara yfir leik Crystal Palace og Arsenal í ensku úrvalsdeildinni. Þar var hann ásamt Jamie Carragher og David Jones þáttastjórnanda. Wayne Rooney on whether it was a mistake for Man Utd to resign Cristiano Ronaldo Watch #MNF live on Sky Sports now pic.twitter.com/KZhejthz7t— Sky Sports (@SkySports) April 4, 2022 Carragher, sem er fyrrum leikmaður Liverpool, hafði slæma tilfinningu fyrir því þegar Man United ákvað að festa kaup á 36 ára gömlum Ronaldo síðasta sumar. Portúgalinn er í dag orðinn árinu eldri og Rooney er ekki á því að Ronaldo sé framtíðarlausn fyrir hans fyrrum félag. „Þú verður að segja nei eins og staðan er í augnablikinu. Hann hefur skorað mörk, mikilvæg mörk í Meistaradeild Evrópu fyrr á leiktíðinni, hann skoraði augljóslega þrennu gegn Tottenham en ef þú horfir til framtíðar þá þarf að velja yngri og hungraðri leikmenn í von um að lyfta Manchester United upp á næstu tveimur til þremur árum,“ sagði Rooney aðspurður hvort kaupin á Ronaldo hefðu gengið upp. „Cristiano er augljóslega að eldast. Hann er ekki sami leikmaður og hann var þegar hann var á þrítugsaldri. Það gerist, þannig er fótbolti. Hann getur ógnað marki en hvað varðar aðra hluta leiksins þá þarf Man United meira, félagið þarf yngri og hungraðri leikmenn,“ bætti Rooney að endingu við. Ronaldo verður eflaust ekki sáttur með að heyra skoðun síns fyrrum félaga.Martin Rickett/Getty Images
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Orðljótur Rooney með skýr skilaboð fyrir Rashford Wayne Rooney vill að Marcus Rashford „taki hausinn út úr rassinum“ og einbeiti sér að því að slá markametið sem Rooney á hjá Manchester United. 28. mars 2022 10:31 Rooney: Óttaðist að ég myndi drepa mig á drykkjunni Wayne Rooney hefur nú talað opinskátt um andlega heilsu sína og vandamál sitt með áfengi á meðan knattspyrnuferli hans stóð. 10. febrúar 2022 10:01 Rooney skipti um takka til að meiða en Eiður þurfti ekkert að óttast Enska knattspyrnusambandið hefur nú sett sig í samband við Wayne Rooney til að fá nánari skýringar á ummælum hans í nýlegu viðtali þar sem hann sagðist hafa reynt að meiða leikmenn Chelsea. 9. febrúar 2022 13:01 Rooney ræðir vandamál sín utan vallar: „Lokaði mig inni og drakk“ Wayne Rooney, markahæsti landsliðsmaður Englands frá upphafi, segist hafa snúið sér að drykkju til að takast á við álagið sem fylgir frægðinni. 6. febrúar 2022 10:46 Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Handbolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Fleiri fréttir Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Sjá meira
Orðljótur Rooney með skýr skilaboð fyrir Rashford Wayne Rooney vill að Marcus Rashford „taki hausinn út úr rassinum“ og einbeiti sér að því að slá markametið sem Rooney á hjá Manchester United. 28. mars 2022 10:31
Rooney: Óttaðist að ég myndi drepa mig á drykkjunni Wayne Rooney hefur nú talað opinskátt um andlega heilsu sína og vandamál sitt með áfengi á meðan knattspyrnuferli hans stóð. 10. febrúar 2022 10:01
Rooney skipti um takka til að meiða en Eiður þurfti ekkert að óttast Enska knattspyrnusambandið hefur nú sett sig í samband við Wayne Rooney til að fá nánari skýringar á ummælum hans í nýlegu viðtali þar sem hann sagðist hafa reynt að meiða leikmenn Chelsea. 9. febrúar 2022 13:01
Rooney ræðir vandamál sín utan vallar: „Lokaði mig inni og drakk“ Wayne Rooney, markahæsti landsliðsmaður Englands frá upphafi, segist hafa snúið sér að drykkju til að takast á við álagið sem fylgir frægðinni. 6. febrúar 2022 10:46