Rooney telur Man. United þurfa yngri og hungraðri leikmenn en Ronaldo Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. apríl 2022 09:01 Rooney og Ronaldo voru magnaðir á sínum tíma hjá Man United. Richard Heathcote/Getty Images Wayne Rooney, fyrrverandi leikmaður Manchester United, segir sitt gamla félag þurfa yngri og hungraðri leikmenn en Cristiano Ronaldo til að lyfta því upp úr þeim öldudal sem það virðist fast í. Rooney, sem í dag þjálfar Derby County í ensku B-deildinni, var liðsfélagi Ronaldo hjá Man. United frá árinu 2004 til 2009. Með þá innanborðs vann Manchester-liðið nær allt sem hægt var að vinna. Í dag er staðan hins vegar önnur. Rooney var mættur í Monday Night Football til að fara yfir leik Crystal Palace og Arsenal í ensku úrvalsdeildinni. Þar var hann ásamt Jamie Carragher og David Jones þáttastjórnanda. Wayne Rooney on whether it was a mistake for Man Utd to resign Cristiano Ronaldo Watch #MNF live on Sky Sports now pic.twitter.com/KZhejthz7t— Sky Sports (@SkySports) April 4, 2022 Carragher, sem er fyrrum leikmaður Liverpool, hafði slæma tilfinningu fyrir því þegar Man United ákvað að festa kaup á 36 ára gömlum Ronaldo síðasta sumar. Portúgalinn er í dag orðinn árinu eldri og Rooney er ekki á því að Ronaldo sé framtíðarlausn fyrir hans fyrrum félag. „Þú verður að segja nei eins og staðan er í augnablikinu. Hann hefur skorað mörk, mikilvæg mörk í Meistaradeild Evrópu fyrr á leiktíðinni, hann skoraði augljóslega þrennu gegn Tottenham en ef þú horfir til framtíðar þá þarf að velja yngri og hungraðri leikmenn í von um að lyfta Manchester United upp á næstu tveimur til þremur árum,“ sagði Rooney aðspurður hvort kaupin á Ronaldo hefðu gengið upp. „Cristiano er augljóslega að eldast. Hann er ekki sami leikmaður og hann var þegar hann var á þrítugsaldri. Það gerist, þannig er fótbolti. Hann getur ógnað marki en hvað varðar aðra hluta leiksins þá þarf Man United meira, félagið þarf yngri og hungraðri leikmenn,“ bætti Rooney að endingu við. Ronaldo verður eflaust ekki sáttur með að heyra skoðun síns fyrrum félaga.Martin Rickett/Getty Images Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Orðljótur Rooney með skýr skilaboð fyrir Rashford Wayne Rooney vill að Marcus Rashford „taki hausinn út úr rassinum“ og einbeiti sér að því að slá markametið sem Rooney á hjá Manchester United. 28. mars 2022 10:31 Rooney: Óttaðist að ég myndi drepa mig á drykkjunni Wayne Rooney hefur nú talað opinskátt um andlega heilsu sína og vandamál sitt með áfengi á meðan knattspyrnuferli hans stóð. 10. febrúar 2022 10:01 Rooney skipti um takka til að meiða en Eiður þurfti ekkert að óttast Enska knattspyrnusambandið hefur nú sett sig í samband við Wayne Rooney til að fá nánari skýringar á ummælum hans í nýlegu viðtali þar sem hann sagðist hafa reynt að meiða leikmenn Chelsea. 9. febrúar 2022 13:01 Rooney ræðir vandamál sín utan vallar: „Lokaði mig inni og drakk“ Wayne Rooney, markahæsti landsliðsmaður Englands frá upphafi, segist hafa snúið sér að drykkju til að takast á við álagið sem fylgir frægðinni. 6. febrúar 2022 10:46 Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Sjá meira
Rooney, sem í dag þjálfar Derby County í ensku B-deildinni, var liðsfélagi Ronaldo hjá Man. United frá árinu 2004 til 2009. Með þá innanborðs vann Manchester-liðið nær allt sem hægt var að vinna. Í dag er staðan hins vegar önnur. Rooney var mættur í Monday Night Football til að fara yfir leik Crystal Palace og Arsenal í ensku úrvalsdeildinni. Þar var hann ásamt Jamie Carragher og David Jones þáttastjórnanda. Wayne Rooney on whether it was a mistake for Man Utd to resign Cristiano Ronaldo Watch #MNF live on Sky Sports now pic.twitter.com/KZhejthz7t— Sky Sports (@SkySports) April 4, 2022 Carragher, sem er fyrrum leikmaður Liverpool, hafði slæma tilfinningu fyrir því þegar Man United ákvað að festa kaup á 36 ára gömlum Ronaldo síðasta sumar. Portúgalinn er í dag orðinn árinu eldri og Rooney er ekki á því að Ronaldo sé framtíðarlausn fyrir hans fyrrum félag. „Þú verður að segja nei eins og staðan er í augnablikinu. Hann hefur skorað mörk, mikilvæg mörk í Meistaradeild Evrópu fyrr á leiktíðinni, hann skoraði augljóslega þrennu gegn Tottenham en ef þú horfir til framtíðar þá þarf að velja yngri og hungraðri leikmenn í von um að lyfta Manchester United upp á næstu tveimur til þremur árum,“ sagði Rooney aðspurður hvort kaupin á Ronaldo hefðu gengið upp. „Cristiano er augljóslega að eldast. Hann er ekki sami leikmaður og hann var þegar hann var á þrítugsaldri. Það gerist, þannig er fótbolti. Hann getur ógnað marki en hvað varðar aðra hluta leiksins þá þarf Man United meira, félagið þarf yngri og hungraðri leikmenn,“ bætti Rooney að endingu við. Ronaldo verður eflaust ekki sáttur með að heyra skoðun síns fyrrum félaga.Martin Rickett/Getty Images
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Orðljótur Rooney með skýr skilaboð fyrir Rashford Wayne Rooney vill að Marcus Rashford „taki hausinn út úr rassinum“ og einbeiti sér að því að slá markametið sem Rooney á hjá Manchester United. 28. mars 2022 10:31 Rooney: Óttaðist að ég myndi drepa mig á drykkjunni Wayne Rooney hefur nú talað opinskátt um andlega heilsu sína og vandamál sitt með áfengi á meðan knattspyrnuferli hans stóð. 10. febrúar 2022 10:01 Rooney skipti um takka til að meiða en Eiður þurfti ekkert að óttast Enska knattspyrnusambandið hefur nú sett sig í samband við Wayne Rooney til að fá nánari skýringar á ummælum hans í nýlegu viðtali þar sem hann sagðist hafa reynt að meiða leikmenn Chelsea. 9. febrúar 2022 13:01 Rooney ræðir vandamál sín utan vallar: „Lokaði mig inni og drakk“ Wayne Rooney, markahæsti landsliðsmaður Englands frá upphafi, segist hafa snúið sér að drykkju til að takast á við álagið sem fylgir frægðinni. 6. febrúar 2022 10:46 Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Sjá meira
Orðljótur Rooney með skýr skilaboð fyrir Rashford Wayne Rooney vill að Marcus Rashford „taki hausinn út úr rassinum“ og einbeiti sér að því að slá markametið sem Rooney á hjá Manchester United. 28. mars 2022 10:31
Rooney: Óttaðist að ég myndi drepa mig á drykkjunni Wayne Rooney hefur nú talað opinskátt um andlega heilsu sína og vandamál sitt með áfengi á meðan knattspyrnuferli hans stóð. 10. febrúar 2022 10:01
Rooney skipti um takka til að meiða en Eiður þurfti ekkert að óttast Enska knattspyrnusambandið hefur nú sett sig í samband við Wayne Rooney til að fá nánari skýringar á ummælum hans í nýlegu viðtali þar sem hann sagðist hafa reynt að meiða leikmenn Chelsea. 9. febrúar 2022 13:01
Rooney ræðir vandamál sín utan vallar: „Lokaði mig inni og drakk“ Wayne Rooney, markahæsti landsliðsmaður Englands frá upphafi, segist hafa snúið sér að drykkju til að takast á við álagið sem fylgir frægðinni. 6. febrúar 2022 10:46