Vaktin: Gervihnattamyndir sýna lík á götum Bucha þann 11. mars Hólmfríður Gísladóttir, Fanndís Birna Logadóttir og Samúel Karl Ólason skrifa 4. apríl 2022 19:30 Mörg lík borgara í Bucha voru með hendur bundnar. AP/Efrem Lukatsky Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir Rússa hafa gerst seka um stríðsglæpi í Bucha og víðar þar sem fólk hafi verið pyntað, konum nauðgað og börn myrt. Hann segist enn opinn fyrir friðaviðræðum en að það reynist þeim sífellt erfiðara að semja við Rússa. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Gervihnattarmyndir af bænum Bucha, norður af Kænugarði, sýna að lík almennra borgara lágu á götum bæjarins áður en hersveitir Rússa fóru þaðan. Ráðamenn í Úkraínu segja Rússa vera að undirbúa stóra sókn gegn hersveitum Úkraínu í austurhluta landsins. Talsmaður utanríkisráðuneytis Rússlands segir myndir og myndskeið af hryllingnum í Bucha hafa verið „pöntuð“ af Bandaríkjunum til að kenna Rússum um og skaða orðspor Rússlands. Úkraínsk yfirvöld segjast hafa fundið 410 lík í bæjum umhverfis Kænugarð og að 140 þeirra hafi verið rannsökuð í gær. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir morðin í Bucha eins og „hnefahögg í magann“ og hefur heitið stuðningi við þá sem safna gögnum um mögulega stríðsglæpi. Þá hefur Evrópusambandið skipað teymi með Úkraínu til að rannsaka málið. Árásir innrásarhersveitanna halda áfram og sjö létust og 34 særðust þegar sprengjur féllu á íbúðabyggð í Kharkív í gær. Breska varnarmálaráðuneytið segir Rússa hafa haldið áfram að beina herafla sínum og endurskipuleggja í Donbas og að helsta markmið þeirra núna sé að fella Maríupól. Hermálayfirvöld í Úkraínu segja Rússa leggja drög að því að senda 60 þúsund hermenn til viðbótar til landsins. Christine Lambrecht, varnarmálaráðherra Þýskalands, segir Evrópusambandið hljóta að velta fyrir sér að banna gasinnflutning frá Rússlandi. Hér má finna vakt gærdagsins.
Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Gervihnattarmyndir af bænum Bucha, norður af Kænugarði, sýna að lík almennra borgara lágu á götum bæjarins áður en hersveitir Rússa fóru þaðan. Ráðamenn í Úkraínu segja Rússa vera að undirbúa stóra sókn gegn hersveitum Úkraínu í austurhluta landsins. Talsmaður utanríkisráðuneytis Rússlands segir myndir og myndskeið af hryllingnum í Bucha hafa verið „pöntuð“ af Bandaríkjunum til að kenna Rússum um og skaða orðspor Rússlands. Úkraínsk yfirvöld segjast hafa fundið 410 lík í bæjum umhverfis Kænugarð og að 140 þeirra hafi verið rannsökuð í gær. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir morðin í Bucha eins og „hnefahögg í magann“ og hefur heitið stuðningi við þá sem safna gögnum um mögulega stríðsglæpi. Þá hefur Evrópusambandið skipað teymi með Úkraínu til að rannsaka málið. Árásir innrásarhersveitanna halda áfram og sjö létust og 34 særðust þegar sprengjur féllu á íbúðabyggð í Kharkív í gær. Breska varnarmálaráðuneytið segir Rússa hafa haldið áfram að beina herafla sínum og endurskipuleggja í Donbas og að helsta markmið þeirra núna sé að fella Maríupól. Hermálayfirvöld í Úkraínu segja Rússa leggja drög að því að senda 60 þúsund hermenn til viðbótar til landsins. Christine Lambrecht, varnarmálaráðherra Þýskalands, segir Evrópusambandið hljóta að velta fyrir sér að banna gasinnflutning frá Rússlandi. Hér má finna vakt gærdagsins.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Fleiri fréttir Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Sjá meira