Vaktin: Gervihnattamyndir sýna lík á götum Bucha þann 11. mars Hólmfríður Gísladóttir, Fanndís Birna Logadóttir og Samúel Karl Ólason skrifa 4. apríl 2022 19:30 Mörg lík borgara í Bucha voru með hendur bundnar. AP/Efrem Lukatsky Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir Rússa hafa gerst seka um stríðsglæpi í Bucha og víðar þar sem fólk hafi verið pyntað, konum nauðgað og börn myrt. Hann segist enn opinn fyrir friðaviðræðum en að það reynist þeim sífellt erfiðara að semja við Rússa. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Gervihnattarmyndir af bænum Bucha, norður af Kænugarði, sýna að lík almennra borgara lágu á götum bæjarins áður en hersveitir Rússa fóru þaðan. Ráðamenn í Úkraínu segja Rússa vera að undirbúa stóra sókn gegn hersveitum Úkraínu í austurhluta landsins. Talsmaður utanríkisráðuneytis Rússlands segir myndir og myndskeið af hryllingnum í Bucha hafa verið „pöntuð“ af Bandaríkjunum til að kenna Rússum um og skaða orðspor Rússlands. Úkraínsk yfirvöld segjast hafa fundið 410 lík í bæjum umhverfis Kænugarð og að 140 þeirra hafi verið rannsökuð í gær. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir morðin í Bucha eins og „hnefahögg í magann“ og hefur heitið stuðningi við þá sem safna gögnum um mögulega stríðsglæpi. Þá hefur Evrópusambandið skipað teymi með Úkraínu til að rannsaka málið. Árásir innrásarhersveitanna halda áfram og sjö létust og 34 særðust þegar sprengjur féllu á íbúðabyggð í Kharkív í gær. Breska varnarmálaráðuneytið segir Rússa hafa haldið áfram að beina herafla sínum og endurskipuleggja í Donbas og að helsta markmið þeirra núna sé að fella Maríupól. Hermálayfirvöld í Úkraínu segja Rússa leggja drög að því að senda 60 þúsund hermenn til viðbótar til landsins. Christine Lambrecht, varnarmálaráðherra Þýskalands, segir Evrópusambandið hljóta að velta fyrir sér að banna gasinnflutning frá Rússlandi. Hér má finna vakt gærdagsins.
Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Gervihnattarmyndir af bænum Bucha, norður af Kænugarði, sýna að lík almennra borgara lágu á götum bæjarins áður en hersveitir Rússa fóru þaðan. Ráðamenn í Úkraínu segja Rússa vera að undirbúa stóra sókn gegn hersveitum Úkraínu í austurhluta landsins. Talsmaður utanríkisráðuneytis Rússlands segir myndir og myndskeið af hryllingnum í Bucha hafa verið „pöntuð“ af Bandaríkjunum til að kenna Rússum um og skaða orðspor Rússlands. Úkraínsk yfirvöld segjast hafa fundið 410 lík í bæjum umhverfis Kænugarð og að 140 þeirra hafi verið rannsökuð í gær. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir morðin í Bucha eins og „hnefahögg í magann“ og hefur heitið stuðningi við þá sem safna gögnum um mögulega stríðsglæpi. Þá hefur Evrópusambandið skipað teymi með Úkraínu til að rannsaka málið. Árásir innrásarhersveitanna halda áfram og sjö létust og 34 særðust þegar sprengjur féllu á íbúðabyggð í Kharkív í gær. Breska varnarmálaráðuneytið segir Rússa hafa haldið áfram að beina herafla sínum og endurskipuleggja í Donbas og að helsta markmið þeirra núna sé að fella Maríupól. Hermálayfirvöld í Úkraínu segja Rússa leggja drög að því að senda 60 þúsund hermenn til viðbótar til landsins. Christine Lambrecht, varnarmálaráðherra Þýskalands, segir Evrópusambandið hljóta að velta fyrir sér að banna gasinnflutning frá Rússlandi. Hér má finna vakt gærdagsins.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Gylfi Ægisson er látinn Innlent Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Innlent Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Innlent Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Erlent Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Innlent Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent Fleiri fréttir Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Sjá meira