Orban lýsir yfir sigri í Ungverjalandi Árni Sæberg skrifar 3. apríl 2022 21:35 Viktor Orban var glaður að sjá þegar hann ávarpaði fjölmiðla eftir að hafa kosið í dag. Janos Kummer/Getty Images Forsætisráðherra Ungverjalands til tólf ára, Viktor Orban, hefur lýst yfir sigri í þingkosningum sem fram fóru í landinu í dag. Að því er segir í frétt the Guardian er búið að telja um 75 prósent atkvæða en í ræðu sem Orban hélt fyrir stuðningsmenn sína lýsti hann yfir afgerandi sigri. „Við unnum svo stóran sigur að hann sést frá tunglinu, og hann sést svo sannarlega frá Brussel,“ sagði hann. Þar vísar hann auðvitað til Evrópusambandsins en yfirvöld þar hafa haft horn í síðu hans um árabil. Orban er sá leiðtogi í Evrópu sem lengst hefur setið á valdastóli samfleytt, utan einræðisherranna í Hvíta-Rússlandi og Rússlandi. Um þessar mundir sætir hann mikilli gagnrýni fyrir að hafa ekki fordæmt innrás Rússa í Úkraínu, en þeir Vladimir Pútín eru sagðir mestu mátar. Flokkur Orbans, Fidesz, hefur farið með mikinn meirihluta í ungverska þinginu undanfarin ár sem hefur gert honum kleift að stýra landinu með harðri hendi. Bandalag sex ólíkra stjórnarandstöðuflokka reynir nú að binda enda á valdatíð Fidesz-flokksins en oft og tíðum hefur stjórnarandstöðunni gengið erfiðlega að tala einum rómi í kosningabaráttunni enda spanna bandalagsflokkarnir sex flest róf stjórnmála, flokka bæði yst á hægri og vinstri ás stjórnmálanna, frjálslynda og græningja. Svo virðist sem ungverska þjóðin hafi hafnað slíkri samsuðu stefnumála í kosningum, ef marka má fullyrðingar Orbans um stórsigur. Ungverjaland Tengdar fréttir Orban enn á ný talinn líklegur til sigurs Talið er líklegt að Viktor Orban, forsætisráðherra Ungverjalands, muni halda velli eftir þingkosningar sem fara fram í dag. Orban er sá leiðtogi í Evrópu sem lengst hefur setið á valdastóli samfleytt, utan einræðisherranna í Hvíta-Rússlandi og Rússlandi. 3. apríl 2022 10:18 Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Mueller stýrir rannsókn á meintum afskiptum Rússa Erlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Ferðamaður fórst í Reynisfjöru Innlent Sigurræða Trump í heild sinni Erlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira
Að því er segir í frétt the Guardian er búið að telja um 75 prósent atkvæða en í ræðu sem Orban hélt fyrir stuðningsmenn sína lýsti hann yfir afgerandi sigri. „Við unnum svo stóran sigur að hann sést frá tunglinu, og hann sést svo sannarlega frá Brussel,“ sagði hann. Þar vísar hann auðvitað til Evrópusambandsins en yfirvöld þar hafa haft horn í síðu hans um árabil. Orban er sá leiðtogi í Evrópu sem lengst hefur setið á valdastóli samfleytt, utan einræðisherranna í Hvíta-Rússlandi og Rússlandi. Um þessar mundir sætir hann mikilli gagnrýni fyrir að hafa ekki fordæmt innrás Rússa í Úkraínu, en þeir Vladimir Pútín eru sagðir mestu mátar. Flokkur Orbans, Fidesz, hefur farið með mikinn meirihluta í ungverska þinginu undanfarin ár sem hefur gert honum kleift að stýra landinu með harðri hendi. Bandalag sex ólíkra stjórnarandstöðuflokka reynir nú að binda enda á valdatíð Fidesz-flokksins en oft og tíðum hefur stjórnarandstöðunni gengið erfiðlega að tala einum rómi í kosningabaráttunni enda spanna bandalagsflokkarnir sex flest róf stjórnmála, flokka bæði yst á hægri og vinstri ás stjórnmálanna, frjálslynda og græningja. Svo virðist sem ungverska þjóðin hafi hafnað slíkri samsuðu stefnumála í kosningum, ef marka má fullyrðingar Orbans um stórsigur.
Ungverjaland Tengdar fréttir Orban enn á ný talinn líklegur til sigurs Talið er líklegt að Viktor Orban, forsætisráðherra Ungverjalands, muni halda velli eftir þingkosningar sem fara fram í dag. Orban er sá leiðtogi í Evrópu sem lengst hefur setið á valdastóli samfleytt, utan einræðisherranna í Hvíta-Rússlandi og Rússlandi. 3. apríl 2022 10:18 Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Mueller stýrir rannsókn á meintum afskiptum Rússa Erlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Ferðamaður fórst í Reynisfjöru Innlent Sigurræða Trump í heild sinni Erlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira
Orban enn á ný talinn líklegur til sigurs Talið er líklegt að Viktor Orban, forsætisráðherra Ungverjalands, muni halda velli eftir þingkosningar sem fara fram í dag. Orban er sá leiðtogi í Evrópu sem lengst hefur setið á valdastóli samfleytt, utan einræðisherranna í Hvíta-Rússlandi og Rússlandi. 3. apríl 2022 10:18