Sundrung innan sameinaðrar stjórnarandstöðu og stefnir í enn einn sigur Orbans Atli Ísleifsson skrifar 31. mars 2022 14:43 Victor Orban hefur gegnt embætti forsætisráðherra Ungverjalands frá árinu 2010. Hann hefur sætt mikilli gagnrýni fyrir að ganga á frelsi fjölmiðla í landinu, baráttu sína gegn réttindum hinsegin fólks og breytingar sem gerðar hafa verið á kosningakerfinu. EPA Þingkosningar fara fram í Ungverjalandi á sunnudaginn þar sem bandalag sex ólíkra stjórnarandstöðuflokka reynir að binda enda á tólf ára valdatíð Fidesz-flokksins og forsætisráðherrann Victors Orban. Oft á tíðum hefur gengið erfiðlega hjá stjórnarandstöðunni að tala einum rómi í kosningabaráttunni og benda skoðanakannanir til að áframhald verði á stjórn Orbans. Bandalag stjórnarandstöðuflokkanna – Sameinuð fyrir Ungverjaland – samanstendur af flokkum sem spanna flest róf stjórnmála, flokka bæði yst á hægri og vinstri ás stjórnmálanna, frjálslynda og græningja. Flokkarnir ákváðu á miðju kjörtímabili að snúa saman bökum með það að markmiði að binda endi á þá vegferð sem Ungverjaland hefur verið á undir stjórn Orbans, spillingu og því sem þeir hafa lýst sem einræðistilburðum forsætisráðherrans. Hefur Orban þannig sætt mikilli gagnrýni fyrir að ganga á frelsi fjölmiðla í landinu, baráttu sína gegn réttindum hinsegin fólks og breytingar sem gerðar hafa verið á kosningakerfinu, sem Fidesz er sagt græða á. Stjórnarandstöðuflokkarnir sammældust um það síðasta haust, að lokinni atkvæðagreiðslu, að Peter Marki-Zay – sem er menntaður hagfræðingur, verkfræðingur og sagnfræðingur og bæjarstjóri í Hódmezővásárhely í suðurhluta landsins – verði forsætisráðherraefni bandalagsins. Peter Marki-Zay er forsætisráðherraefni bandalags sex stjórnarandstöðuflokka.EPA Hafa haft tögl og hagldir Fidesz hefur í raun haft tögl og hagldir í ungverskum stjórnmálum síðustu ár og hefur flokkurinn, auk samstarfsflokksins KDNP, átt 133 af 199 fulltrúum á þinginu. Hreinan meirihluta. Skömmu eftir að Marki-Zay var kynntur sem forsætisráðherraefni stjórnarandstöðunnar síðasta haust bentu skoðanakannanir til að sameinuð stjórnarandstaða gæti raunverulega velgt Orban og stjórn hans undir uggum í þingkosningunum sem framundan væru. Síðustu vikurnar hefur þó dregið í sundur og benda kannanir til að bandalag Fidesz og kristilega flokksins KDNP séu með um fimm prósenta forskot á andstæðings sína. Innrás Rússa í Úkraínu hefur skiljanlega haft mikil áhrif á alla kosningabaráttuna, enda er Ungverjaland eitt þeirra ríkja sem á landamæri að Úkraínu og hefur landið tekið á móti nokkrum fjölda flóttafólks. Í frétt Al Jazeera segir sundrung hafi aukist innan raða hinnar sameinuðu stjórnarandstöðu síðustu vikurnar – deilur verið áberandi, tafir orðið á birtingu skrár yfir kosningaloforð, framboðslista og fleiru. Hafa margir innan stjórnarandstöðunnar gagnrýnt félaga sína fyrir að leggja meiri áherslu á að verja stöðu sína innan bandalagsins, frekar en að leggja púður í beina spjótum sínum að Orban. Gagnrýni hefur einnig beinst gegn Marki-Zay fyrir að hafa látið sig hverfa á mikilvægum tímapunkti í kosningabaráttunni til að koma sér upp sínu eigin kosningaliði og framboðið þannig misst dampinn. Frá fjöldafundi stuðningsmanna Victors Orban, forsætisráðherra Ungverjalands, í Búdapest á dögunum.EPA Tengsl Orbans og Pútíns Marki-Zay hefur í kosningabaráttunni reynt að teikna þingkosningarnar upp sem þjóðaratkvæðagreiðslu um Orban og margræðni hans þegar kemur að landfræðipólitík. Vísar hann þar í náin samskipti Orbans og Vladimírs Pútín Rússlandsforseta um margra ára skeið. „Það liggur fyrir hvað er í húfi. [Orban] og Pútín eða Vestrið og Evrópa,“ sagði Marki-Zay á samfélagsmiðlum. Orban hefur hins vegar reynt að draga upp mynd af sjálfum sér sem fulltrúa stöðugleika og friðar. Hefur hann sagt Marki-Zay vera fulltrúa pólitískra óvina sem vilji rústa fullveldi Ungverjalands og kristilegum gildum þjóðarinnar. Þau kosningamál sem voru áberandi í umræðunni í byrjun árs – spilling, mennta- og heilbrigðismál – hafa lítið verið í umræðunni eftir að öryggismál og staða Ungverjalands í samfélagi þjóða tók yfir sviðið eftir innrás. Samfara breytingum á umræðunni í kosningabaráttunni hefur fylgi við Orban og Fidesz aukist og má ljóst vera að þarf að spýta í lófana síðustu dagana fyrir kosningar, standi vonir til að binda enda á stjórnartíð hins þaulsetna Orban. Ungverjaland Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Fleiri fréttir Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Sjá meira
Bandalag stjórnarandstöðuflokkanna – Sameinuð fyrir Ungverjaland – samanstendur af flokkum sem spanna flest róf stjórnmála, flokka bæði yst á hægri og vinstri ás stjórnmálanna, frjálslynda og græningja. Flokkarnir ákváðu á miðju kjörtímabili að snúa saman bökum með það að markmiði að binda endi á þá vegferð sem Ungverjaland hefur verið á undir stjórn Orbans, spillingu og því sem þeir hafa lýst sem einræðistilburðum forsætisráðherrans. Hefur Orban þannig sætt mikilli gagnrýni fyrir að ganga á frelsi fjölmiðla í landinu, baráttu sína gegn réttindum hinsegin fólks og breytingar sem gerðar hafa verið á kosningakerfinu, sem Fidesz er sagt græða á. Stjórnarandstöðuflokkarnir sammældust um það síðasta haust, að lokinni atkvæðagreiðslu, að Peter Marki-Zay – sem er menntaður hagfræðingur, verkfræðingur og sagnfræðingur og bæjarstjóri í Hódmezővásárhely í suðurhluta landsins – verði forsætisráðherraefni bandalagsins. Peter Marki-Zay er forsætisráðherraefni bandalags sex stjórnarandstöðuflokka.EPA Hafa haft tögl og hagldir Fidesz hefur í raun haft tögl og hagldir í ungverskum stjórnmálum síðustu ár og hefur flokkurinn, auk samstarfsflokksins KDNP, átt 133 af 199 fulltrúum á þinginu. Hreinan meirihluta. Skömmu eftir að Marki-Zay var kynntur sem forsætisráðherraefni stjórnarandstöðunnar síðasta haust bentu skoðanakannanir til að sameinuð stjórnarandstaða gæti raunverulega velgt Orban og stjórn hans undir uggum í þingkosningunum sem framundan væru. Síðustu vikurnar hefur þó dregið í sundur og benda kannanir til að bandalag Fidesz og kristilega flokksins KDNP séu með um fimm prósenta forskot á andstæðings sína. Innrás Rússa í Úkraínu hefur skiljanlega haft mikil áhrif á alla kosningabaráttuna, enda er Ungverjaland eitt þeirra ríkja sem á landamæri að Úkraínu og hefur landið tekið á móti nokkrum fjölda flóttafólks. Í frétt Al Jazeera segir sundrung hafi aukist innan raða hinnar sameinuðu stjórnarandstöðu síðustu vikurnar – deilur verið áberandi, tafir orðið á birtingu skrár yfir kosningaloforð, framboðslista og fleiru. Hafa margir innan stjórnarandstöðunnar gagnrýnt félaga sína fyrir að leggja meiri áherslu á að verja stöðu sína innan bandalagsins, frekar en að leggja púður í beina spjótum sínum að Orban. Gagnrýni hefur einnig beinst gegn Marki-Zay fyrir að hafa látið sig hverfa á mikilvægum tímapunkti í kosningabaráttunni til að koma sér upp sínu eigin kosningaliði og framboðið þannig misst dampinn. Frá fjöldafundi stuðningsmanna Victors Orban, forsætisráðherra Ungverjalands, í Búdapest á dögunum.EPA Tengsl Orbans og Pútíns Marki-Zay hefur í kosningabaráttunni reynt að teikna þingkosningarnar upp sem þjóðaratkvæðagreiðslu um Orban og margræðni hans þegar kemur að landfræðipólitík. Vísar hann þar í náin samskipti Orbans og Vladimírs Pútín Rússlandsforseta um margra ára skeið. „Það liggur fyrir hvað er í húfi. [Orban] og Pútín eða Vestrið og Evrópa,“ sagði Marki-Zay á samfélagsmiðlum. Orban hefur hins vegar reynt að draga upp mynd af sjálfum sér sem fulltrúa stöðugleika og friðar. Hefur hann sagt Marki-Zay vera fulltrúa pólitískra óvina sem vilji rústa fullveldi Ungverjalands og kristilegum gildum þjóðarinnar. Þau kosningamál sem voru áberandi í umræðunni í byrjun árs – spilling, mennta- og heilbrigðismál – hafa lítið verið í umræðunni eftir að öryggismál og staða Ungverjalands í samfélagi þjóða tók yfir sviðið eftir innrás. Samfara breytingum á umræðunni í kosningabaráttunni hefur fylgi við Orban og Fidesz aukist og má ljóst vera að þarf að spýta í lófana síðustu dagana fyrir kosningar, standi vonir til að binda enda á stjórnartíð hins þaulsetna Orban.
Ungverjaland Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Fleiri fréttir Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Sjá meira