Sundrung innan sameinaðrar stjórnarandstöðu og stefnir í enn einn sigur Orbans Atli Ísleifsson skrifar 31. mars 2022 14:43 Victor Orban hefur gegnt embætti forsætisráðherra Ungverjalands frá árinu 2010. Hann hefur sætt mikilli gagnrýni fyrir að ganga á frelsi fjölmiðla í landinu, baráttu sína gegn réttindum hinsegin fólks og breytingar sem gerðar hafa verið á kosningakerfinu. EPA Þingkosningar fara fram í Ungverjalandi á sunnudaginn þar sem bandalag sex ólíkra stjórnarandstöðuflokka reynir að binda enda á tólf ára valdatíð Fidesz-flokksins og forsætisráðherrann Victors Orban. Oft á tíðum hefur gengið erfiðlega hjá stjórnarandstöðunni að tala einum rómi í kosningabaráttunni og benda skoðanakannanir til að áframhald verði á stjórn Orbans. Bandalag stjórnarandstöðuflokkanna – Sameinuð fyrir Ungverjaland – samanstendur af flokkum sem spanna flest róf stjórnmála, flokka bæði yst á hægri og vinstri ás stjórnmálanna, frjálslynda og græningja. Flokkarnir ákváðu á miðju kjörtímabili að snúa saman bökum með það að markmiði að binda endi á þá vegferð sem Ungverjaland hefur verið á undir stjórn Orbans, spillingu og því sem þeir hafa lýst sem einræðistilburðum forsætisráðherrans. Hefur Orban þannig sætt mikilli gagnrýni fyrir að ganga á frelsi fjölmiðla í landinu, baráttu sína gegn réttindum hinsegin fólks og breytingar sem gerðar hafa verið á kosningakerfinu, sem Fidesz er sagt græða á. Stjórnarandstöðuflokkarnir sammældust um það síðasta haust, að lokinni atkvæðagreiðslu, að Peter Marki-Zay – sem er menntaður hagfræðingur, verkfræðingur og sagnfræðingur og bæjarstjóri í Hódmezővásárhely í suðurhluta landsins – verði forsætisráðherraefni bandalagsins. Peter Marki-Zay er forsætisráðherraefni bandalags sex stjórnarandstöðuflokka.EPA Hafa haft tögl og hagldir Fidesz hefur í raun haft tögl og hagldir í ungverskum stjórnmálum síðustu ár og hefur flokkurinn, auk samstarfsflokksins KDNP, átt 133 af 199 fulltrúum á þinginu. Hreinan meirihluta. Skömmu eftir að Marki-Zay var kynntur sem forsætisráðherraefni stjórnarandstöðunnar síðasta haust bentu skoðanakannanir til að sameinuð stjórnarandstaða gæti raunverulega velgt Orban og stjórn hans undir uggum í þingkosningunum sem framundan væru. Síðustu vikurnar hefur þó dregið í sundur og benda kannanir til að bandalag Fidesz og kristilega flokksins KDNP séu með um fimm prósenta forskot á andstæðings sína. Innrás Rússa í Úkraínu hefur skiljanlega haft mikil áhrif á alla kosningabaráttuna, enda er Ungverjaland eitt þeirra ríkja sem á landamæri að Úkraínu og hefur landið tekið á móti nokkrum fjölda flóttafólks. Í frétt Al Jazeera segir sundrung hafi aukist innan raða hinnar sameinuðu stjórnarandstöðu síðustu vikurnar – deilur verið áberandi, tafir orðið á birtingu skrár yfir kosningaloforð, framboðslista og fleiru. Hafa margir innan stjórnarandstöðunnar gagnrýnt félaga sína fyrir að leggja meiri áherslu á að verja stöðu sína innan bandalagsins, frekar en að leggja púður í beina spjótum sínum að Orban. Gagnrýni hefur einnig beinst gegn Marki-Zay fyrir að hafa látið sig hverfa á mikilvægum tímapunkti í kosningabaráttunni til að koma sér upp sínu eigin kosningaliði og framboðið þannig misst dampinn. Frá fjöldafundi stuðningsmanna Victors Orban, forsætisráðherra Ungverjalands, í Búdapest á dögunum.EPA Tengsl Orbans og Pútíns Marki-Zay hefur í kosningabaráttunni reynt að teikna þingkosningarnar upp sem þjóðaratkvæðagreiðslu um Orban og margræðni hans þegar kemur að landfræðipólitík. Vísar hann þar í náin samskipti Orbans og Vladimírs Pútín Rússlandsforseta um margra ára skeið. „Það liggur fyrir hvað er í húfi. [Orban] og Pútín eða Vestrið og Evrópa,“ sagði Marki-Zay á samfélagsmiðlum. Orban hefur hins vegar reynt að draga upp mynd af sjálfum sér sem fulltrúa stöðugleika og friðar. Hefur hann sagt Marki-Zay vera fulltrúa pólitískra óvina sem vilji rústa fullveldi Ungverjalands og kristilegum gildum þjóðarinnar. Þau kosningamál sem voru áberandi í umræðunni í byrjun árs – spilling, mennta- og heilbrigðismál – hafa lítið verið í umræðunni eftir að öryggismál og staða Ungverjalands í samfélagi þjóða tók yfir sviðið eftir innrás. Samfara breytingum á umræðunni í kosningabaráttunni hefur fylgi við Orban og Fidesz aukist og má ljóst vera að þarf að spýta í lófana síðustu dagana fyrir kosningar, standi vonir til að binda enda á stjórnartíð hins þaulsetna Orban. Ungverjaland Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Sjá meira
Bandalag stjórnarandstöðuflokkanna – Sameinuð fyrir Ungverjaland – samanstendur af flokkum sem spanna flest róf stjórnmála, flokka bæði yst á hægri og vinstri ás stjórnmálanna, frjálslynda og græningja. Flokkarnir ákváðu á miðju kjörtímabili að snúa saman bökum með það að markmiði að binda endi á þá vegferð sem Ungverjaland hefur verið á undir stjórn Orbans, spillingu og því sem þeir hafa lýst sem einræðistilburðum forsætisráðherrans. Hefur Orban þannig sætt mikilli gagnrýni fyrir að ganga á frelsi fjölmiðla í landinu, baráttu sína gegn réttindum hinsegin fólks og breytingar sem gerðar hafa verið á kosningakerfinu, sem Fidesz er sagt græða á. Stjórnarandstöðuflokkarnir sammældust um það síðasta haust, að lokinni atkvæðagreiðslu, að Peter Marki-Zay – sem er menntaður hagfræðingur, verkfræðingur og sagnfræðingur og bæjarstjóri í Hódmezővásárhely í suðurhluta landsins – verði forsætisráðherraefni bandalagsins. Peter Marki-Zay er forsætisráðherraefni bandalags sex stjórnarandstöðuflokka.EPA Hafa haft tögl og hagldir Fidesz hefur í raun haft tögl og hagldir í ungverskum stjórnmálum síðustu ár og hefur flokkurinn, auk samstarfsflokksins KDNP, átt 133 af 199 fulltrúum á þinginu. Hreinan meirihluta. Skömmu eftir að Marki-Zay var kynntur sem forsætisráðherraefni stjórnarandstöðunnar síðasta haust bentu skoðanakannanir til að sameinuð stjórnarandstaða gæti raunverulega velgt Orban og stjórn hans undir uggum í þingkosningunum sem framundan væru. Síðustu vikurnar hefur þó dregið í sundur og benda kannanir til að bandalag Fidesz og kristilega flokksins KDNP séu með um fimm prósenta forskot á andstæðings sína. Innrás Rússa í Úkraínu hefur skiljanlega haft mikil áhrif á alla kosningabaráttuna, enda er Ungverjaland eitt þeirra ríkja sem á landamæri að Úkraínu og hefur landið tekið á móti nokkrum fjölda flóttafólks. Í frétt Al Jazeera segir sundrung hafi aukist innan raða hinnar sameinuðu stjórnarandstöðu síðustu vikurnar – deilur verið áberandi, tafir orðið á birtingu skrár yfir kosningaloforð, framboðslista og fleiru. Hafa margir innan stjórnarandstöðunnar gagnrýnt félaga sína fyrir að leggja meiri áherslu á að verja stöðu sína innan bandalagsins, frekar en að leggja púður í beina spjótum sínum að Orban. Gagnrýni hefur einnig beinst gegn Marki-Zay fyrir að hafa látið sig hverfa á mikilvægum tímapunkti í kosningabaráttunni til að koma sér upp sínu eigin kosningaliði og framboðið þannig misst dampinn. Frá fjöldafundi stuðningsmanna Victors Orban, forsætisráðherra Ungverjalands, í Búdapest á dögunum.EPA Tengsl Orbans og Pútíns Marki-Zay hefur í kosningabaráttunni reynt að teikna þingkosningarnar upp sem þjóðaratkvæðagreiðslu um Orban og margræðni hans þegar kemur að landfræðipólitík. Vísar hann þar í náin samskipti Orbans og Vladimírs Pútín Rússlandsforseta um margra ára skeið. „Það liggur fyrir hvað er í húfi. [Orban] og Pútín eða Vestrið og Evrópa,“ sagði Marki-Zay á samfélagsmiðlum. Orban hefur hins vegar reynt að draga upp mynd af sjálfum sér sem fulltrúa stöðugleika og friðar. Hefur hann sagt Marki-Zay vera fulltrúa pólitískra óvina sem vilji rústa fullveldi Ungverjalands og kristilegum gildum þjóðarinnar. Þau kosningamál sem voru áberandi í umræðunni í byrjun árs – spilling, mennta- og heilbrigðismál – hafa lítið verið í umræðunni eftir að öryggismál og staða Ungverjalands í samfélagi þjóða tók yfir sviðið eftir innrás. Samfara breytingum á umræðunni í kosningabaráttunni hefur fylgi við Orban og Fidesz aukist og má ljóst vera að þarf að spýta í lófana síðustu dagana fyrir kosningar, standi vonir til að binda enda á stjórnartíð hins þaulsetna Orban.
Ungverjaland Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Sjá meira