Orban enn á ný talinn líklegur til sigurs Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 3. apríl 2022 10:18 Viktor Orban forsætisráðherra Ungverjalands og eiginkona hans Aniko Levai greiddu atkvæði í Búdapest í morgun. Getty/Janos Kummer Talið er líklegt að Viktor Orban, forsætisráðherra Ungverjalands, muni halda velli eftir þingkosningar sem fara fram í dag. Orban er sá leiðtogi í Evrópu sem lengst hefur setið á valdastóli samfleytt, utan einræðisherranna í Hvíta-Rússlandi og Rússlandi. Beri hægri-þjóðernisflokkur Orbans sigur úr bítum mun hann framlengja tólf ára setu sína á valdastóli. Annað er talið ólíklegt enda stjórnar flokkur hans útgefnu efni fjölmiðla með harðri hendi. Bandalag sex ólíkra stjórnarandstöðuflokka reynir að binda enda á valdatíð Fidesz-flokksins en oft á tíðum hefur stjórnarandstöðunni gengið erfiðlega að tala einum rómi í kosningabaráttunni enda spanna bandalagsflokkarnir sex flest róf stjórnmála, flokka bæði yst á hægri og vinstri ás stjórnmálanna, frjálslynda og græningja. Sameinaðir stjórnarandstöðuflokkar og ytri ógn, stríðið í nágrannalandinu Úkraínu, hefur þó haft það í för með sér að stjórnarandstöðuflokkarnir eru samkvæmt skoðanakönnunum tæpir á því að bera sigur úr bítum. Allt er þó enn mögulegt og þetta er í fyrsta sinn síðan stjórnmálaflokkur Orbans tók völd árið 2010 sem hætta er á að flokkurinn sigri ekki kosningar. Leiðtogi stjórnarandstöðubandalagsins, hinn 49 ára gamli íhaldsmaður Peter Marki-Zay, sagðist í morgun vongóður um að þingkosningar muni breyta stefnu Ungverjalands. Marki-Zay greiddi atkvæði sitt í morgun ásamt eiginkonu sinni og börnum í heimabænum Hodmezovasarhely í suðurhluta Ungverjalands. Borgarstjóri Hodmeovasarhely sagði í morgun að Ungverjar væru nú að ákveða hvort spillt hægri-popúlistastjórn Orbans, sem hefði hundsað gang lýðræðis og kúgað fjölmiðla undanfarin tólf ár, fengi að halda völdum. Samkvæmt nýjustu útgönguspám Zavecz Research leiðir Fidesz með 39% atkvæða gegn 36% atkvæða stjórnarandstöðubanfalagsins. Einn fimmti kjósenda hefur enn ekki ákveðið hvað hann mun kjósa. Marki-Zay hefur lýst því yfir að kjósendur væru að ákveða milli austurs og vesturs. Orban hefur haft þá stefnu að snúa frekar að Rússlandi en Evrópusambandinu. Hann hefur til dæmis neitað að taka þátt í viðskiptaþvingunum gegn Rússlandi. Ungverjaland Tengdar fréttir Sundrung innan sameinaðrar stjórnarandstöðu og stefnir í enn einn sigur Orbans Þingkosningar fara fram í Ungverjalandi á sunnudaginn þar sem bandalag sex ólíkra stjórnarandstöðuflokka reynir að binda enda á tólf ára valdatíð Fidesz-flokksins og forsætisráðherrann Victors Orban. Oft á tíðum hefur gengið erfiðlega hjá stjórnarandstöðunni að tala einum rómi í kosningabaráttunni og benda skoðanakannanir til að áframhald verði á stjórn Orbans. 31. mars 2022 14:43 Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Sjá meira
Beri hægri-þjóðernisflokkur Orbans sigur úr bítum mun hann framlengja tólf ára setu sína á valdastóli. Annað er talið ólíklegt enda stjórnar flokkur hans útgefnu efni fjölmiðla með harðri hendi. Bandalag sex ólíkra stjórnarandstöðuflokka reynir að binda enda á valdatíð Fidesz-flokksins en oft á tíðum hefur stjórnarandstöðunni gengið erfiðlega að tala einum rómi í kosningabaráttunni enda spanna bandalagsflokkarnir sex flest róf stjórnmála, flokka bæði yst á hægri og vinstri ás stjórnmálanna, frjálslynda og græningja. Sameinaðir stjórnarandstöðuflokkar og ytri ógn, stríðið í nágrannalandinu Úkraínu, hefur þó haft það í för með sér að stjórnarandstöðuflokkarnir eru samkvæmt skoðanakönnunum tæpir á því að bera sigur úr bítum. Allt er þó enn mögulegt og þetta er í fyrsta sinn síðan stjórnmálaflokkur Orbans tók völd árið 2010 sem hætta er á að flokkurinn sigri ekki kosningar. Leiðtogi stjórnarandstöðubandalagsins, hinn 49 ára gamli íhaldsmaður Peter Marki-Zay, sagðist í morgun vongóður um að þingkosningar muni breyta stefnu Ungverjalands. Marki-Zay greiddi atkvæði sitt í morgun ásamt eiginkonu sinni og börnum í heimabænum Hodmezovasarhely í suðurhluta Ungverjalands. Borgarstjóri Hodmeovasarhely sagði í morgun að Ungverjar væru nú að ákveða hvort spillt hægri-popúlistastjórn Orbans, sem hefði hundsað gang lýðræðis og kúgað fjölmiðla undanfarin tólf ár, fengi að halda völdum. Samkvæmt nýjustu útgönguspám Zavecz Research leiðir Fidesz með 39% atkvæða gegn 36% atkvæða stjórnarandstöðubanfalagsins. Einn fimmti kjósenda hefur enn ekki ákveðið hvað hann mun kjósa. Marki-Zay hefur lýst því yfir að kjósendur væru að ákveða milli austurs og vesturs. Orban hefur haft þá stefnu að snúa frekar að Rússlandi en Evrópusambandinu. Hann hefur til dæmis neitað að taka þátt í viðskiptaþvingunum gegn Rússlandi.
Ungverjaland Tengdar fréttir Sundrung innan sameinaðrar stjórnarandstöðu og stefnir í enn einn sigur Orbans Þingkosningar fara fram í Ungverjalandi á sunnudaginn þar sem bandalag sex ólíkra stjórnarandstöðuflokka reynir að binda enda á tólf ára valdatíð Fidesz-flokksins og forsætisráðherrann Victors Orban. Oft á tíðum hefur gengið erfiðlega hjá stjórnarandstöðunni að tala einum rómi í kosningabaráttunni og benda skoðanakannanir til að áframhald verði á stjórn Orbans. 31. mars 2022 14:43 Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Sjá meira
Sundrung innan sameinaðrar stjórnarandstöðu og stefnir í enn einn sigur Orbans Þingkosningar fara fram í Ungverjalandi á sunnudaginn þar sem bandalag sex ólíkra stjórnarandstöðuflokka reynir að binda enda á tólf ára valdatíð Fidesz-flokksins og forsætisráðherrann Victors Orban. Oft á tíðum hefur gengið erfiðlega hjá stjórnarandstöðunni að tala einum rómi í kosningabaráttunni og benda skoðanakannanir til að áframhald verði á stjórn Orbans. 31. mars 2022 14:43