Orban enn á ný talinn líklegur til sigurs Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 3. apríl 2022 10:18 Viktor Orban forsætisráðherra Ungverjalands og eiginkona hans Aniko Levai greiddu atkvæði í Búdapest í morgun. Getty/Janos Kummer Talið er líklegt að Viktor Orban, forsætisráðherra Ungverjalands, muni halda velli eftir þingkosningar sem fara fram í dag. Orban er sá leiðtogi í Evrópu sem lengst hefur setið á valdastóli samfleytt, utan einræðisherranna í Hvíta-Rússlandi og Rússlandi. Beri hægri-þjóðernisflokkur Orbans sigur úr bítum mun hann framlengja tólf ára setu sína á valdastóli. Annað er talið ólíklegt enda stjórnar flokkur hans útgefnu efni fjölmiðla með harðri hendi. Bandalag sex ólíkra stjórnarandstöðuflokka reynir að binda enda á valdatíð Fidesz-flokksins en oft á tíðum hefur stjórnarandstöðunni gengið erfiðlega að tala einum rómi í kosningabaráttunni enda spanna bandalagsflokkarnir sex flest róf stjórnmála, flokka bæði yst á hægri og vinstri ás stjórnmálanna, frjálslynda og græningja. Sameinaðir stjórnarandstöðuflokkar og ytri ógn, stríðið í nágrannalandinu Úkraínu, hefur þó haft það í för með sér að stjórnarandstöðuflokkarnir eru samkvæmt skoðanakönnunum tæpir á því að bera sigur úr bítum. Allt er þó enn mögulegt og þetta er í fyrsta sinn síðan stjórnmálaflokkur Orbans tók völd árið 2010 sem hætta er á að flokkurinn sigri ekki kosningar. Leiðtogi stjórnarandstöðubandalagsins, hinn 49 ára gamli íhaldsmaður Peter Marki-Zay, sagðist í morgun vongóður um að þingkosningar muni breyta stefnu Ungverjalands. Marki-Zay greiddi atkvæði sitt í morgun ásamt eiginkonu sinni og börnum í heimabænum Hodmezovasarhely í suðurhluta Ungverjalands. Borgarstjóri Hodmeovasarhely sagði í morgun að Ungverjar væru nú að ákveða hvort spillt hægri-popúlistastjórn Orbans, sem hefði hundsað gang lýðræðis og kúgað fjölmiðla undanfarin tólf ár, fengi að halda völdum. Samkvæmt nýjustu útgönguspám Zavecz Research leiðir Fidesz með 39% atkvæða gegn 36% atkvæða stjórnarandstöðubanfalagsins. Einn fimmti kjósenda hefur enn ekki ákveðið hvað hann mun kjósa. Marki-Zay hefur lýst því yfir að kjósendur væru að ákveða milli austurs og vesturs. Orban hefur haft þá stefnu að snúa frekar að Rússlandi en Evrópusambandinu. Hann hefur til dæmis neitað að taka þátt í viðskiptaþvingunum gegn Rússlandi. Ungverjaland Tengdar fréttir Sundrung innan sameinaðrar stjórnarandstöðu og stefnir í enn einn sigur Orbans Þingkosningar fara fram í Ungverjalandi á sunnudaginn þar sem bandalag sex ólíkra stjórnarandstöðuflokka reynir að binda enda á tólf ára valdatíð Fidesz-flokksins og forsætisráðherrann Victors Orban. Oft á tíðum hefur gengið erfiðlega hjá stjórnarandstöðunni að tala einum rómi í kosningabaráttunni og benda skoðanakannanir til að áframhald verði á stjórn Orbans. 31. mars 2022 14:43 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Fleiri fréttir Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Sjá meira
Beri hægri-þjóðernisflokkur Orbans sigur úr bítum mun hann framlengja tólf ára setu sína á valdastóli. Annað er talið ólíklegt enda stjórnar flokkur hans útgefnu efni fjölmiðla með harðri hendi. Bandalag sex ólíkra stjórnarandstöðuflokka reynir að binda enda á valdatíð Fidesz-flokksins en oft á tíðum hefur stjórnarandstöðunni gengið erfiðlega að tala einum rómi í kosningabaráttunni enda spanna bandalagsflokkarnir sex flest róf stjórnmála, flokka bæði yst á hægri og vinstri ás stjórnmálanna, frjálslynda og græningja. Sameinaðir stjórnarandstöðuflokkar og ytri ógn, stríðið í nágrannalandinu Úkraínu, hefur þó haft það í för með sér að stjórnarandstöðuflokkarnir eru samkvæmt skoðanakönnunum tæpir á því að bera sigur úr bítum. Allt er þó enn mögulegt og þetta er í fyrsta sinn síðan stjórnmálaflokkur Orbans tók völd árið 2010 sem hætta er á að flokkurinn sigri ekki kosningar. Leiðtogi stjórnarandstöðubandalagsins, hinn 49 ára gamli íhaldsmaður Peter Marki-Zay, sagðist í morgun vongóður um að þingkosningar muni breyta stefnu Ungverjalands. Marki-Zay greiddi atkvæði sitt í morgun ásamt eiginkonu sinni og börnum í heimabænum Hodmezovasarhely í suðurhluta Ungverjalands. Borgarstjóri Hodmeovasarhely sagði í morgun að Ungverjar væru nú að ákveða hvort spillt hægri-popúlistastjórn Orbans, sem hefði hundsað gang lýðræðis og kúgað fjölmiðla undanfarin tólf ár, fengi að halda völdum. Samkvæmt nýjustu útgönguspám Zavecz Research leiðir Fidesz með 39% atkvæða gegn 36% atkvæða stjórnarandstöðubanfalagsins. Einn fimmti kjósenda hefur enn ekki ákveðið hvað hann mun kjósa. Marki-Zay hefur lýst því yfir að kjósendur væru að ákveða milli austurs og vesturs. Orban hefur haft þá stefnu að snúa frekar að Rússlandi en Evrópusambandinu. Hann hefur til dæmis neitað að taka þátt í viðskiptaþvingunum gegn Rússlandi.
Ungverjaland Tengdar fréttir Sundrung innan sameinaðrar stjórnarandstöðu og stefnir í enn einn sigur Orbans Þingkosningar fara fram í Ungverjalandi á sunnudaginn þar sem bandalag sex ólíkra stjórnarandstöðuflokka reynir að binda enda á tólf ára valdatíð Fidesz-flokksins og forsætisráðherrann Victors Orban. Oft á tíðum hefur gengið erfiðlega hjá stjórnarandstöðunni að tala einum rómi í kosningabaráttunni og benda skoðanakannanir til að áframhald verði á stjórn Orbans. 31. mars 2022 14:43 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Fleiri fréttir Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Sjá meira
Sundrung innan sameinaðrar stjórnarandstöðu og stefnir í enn einn sigur Orbans Þingkosningar fara fram í Ungverjalandi á sunnudaginn þar sem bandalag sex ólíkra stjórnarandstöðuflokka reynir að binda enda á tólf ára valdatíð Fidesz-flokksins og forsætisráðherrann Victors Orban. Oft á tíðum hefur gengið erfiðlega hjá stjórnarandstöðunni að tala einum rómi í kosningabaráttunni og benda skoðanakannanir til að áframhald verði á stjórn Orbans. 31. mars 2022 14:43