Orban enn á ný talinn líklegur til sigurs Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 3. apríl 2022 10:18 Viktor Orban forsætisráðherra Ungverjalands og eiginkona hans Aniko Levai greiddu atkvæði í Búdapest í morgun. Getty/Janos Kummer Talið er líklegt að Viktor Orban, forsætisráðherra Ungverjalands, muni halda velli eftir þingkosningar sem fara fram í dag. Orban er sá leiðtogi í Evrópu sem lengst hefur setið á valdastóli samfleytt, utan einræðisherranna í Hvíta-Rússlandi og Rússlandi. Beri hægri-þjóðernisflokkur Orbans sigur úr bítum mun hann framlengja tólf ára setu sína á valdastóli. Annað er talið ólíklegt enda stjórnar flokkur hans útgefnu efni fjölmiðla með harðri hendi. Bandalag sex ólíkra stjórnarandstöðuflokka reynir að binda enda á valdatíð Fidesz-flokksins en oft á tíðum hefur stjórnarandstöðunni gengið erfiðlega að tala einum rómi í kosningabaráttunni enda spanna bandalagsflokkarnir sex flest róf stjórnmála, flokka bæði yst á hægri og vinstri ás stjórnmálanna, frjálslynda og græningja. Sameinaðir stjórnarandstöðuflokkar og ytri ógn, stríðið í nágrannalandinu Úkraínu, hefur þó haft það í för með sér að stjórnarandstöðuflokkarnir eru samkvæmt skoðanakönnunum tæpir á því að bera sigur úr bítum. Allt er þó enn mögulegt og þetta er í fyrsta sinn síðan stjórnmálaflokkur Orbans tók völd árið 2010 sem hætta er á að flokkurinn sigri ekki kosningar. Leiðtogi stjórnarandstöðubandalagsins, hinn 49 ára gamli íhaldsmaður Peter Marki-Zay, sagðist í morgun vongóður um að þingkosningar muni breyta stefnu Ungverjalands. Marki-Zay greiddi atkvæði sitt í morgun ásamt eiginkonu sinni og börnum í heimabænum Hodmezovasarhely í suðurhluta Ungverjalands. Borgarstjóri Hodmeovasarhely sagði í morgun að Ungverjar væru nú að ákveða hvort spillt hægri-popúlistastjórn Orbans, sem hefði hundsað gang lýðræðis og kúgað fjölmiðla undanfarin tólf ár, fengi að halda völdum. Samkvæmt nýjustu útgönguspám Zavecz Research leiðir Fidesz með 39% atkvæða gegn 36% atkvæða stjórnarandstöðubanfalagsins. Einn fimmti kjósenda hefur enn ekki ákveðið hvað hann mun kjósa. Marki-Zay hefur lýst því yfir að kjósendur væru að ákveða milli austurs og vesturs. Orban hefur haft þá stefnu að snúa frekar að Rússlandi en Evrópusambandinu. Hann hefur til dæmis neitað að taka þátt í viðskiptaþvingunum gegn Rússlandi. Ungverjaland Tengdar fréttir Sundrung innan sameinaðrar stjórnarandstöðu og stefnir í enn einn sigur Orbans Þingkosningar fara fram í Ungverjalandi á sunnudaginn þar sem bandalag sex ólíkra stjórnarandstöðuflokka reynir að binda enda á tólf ára valdatíð Fidesz-flokksins og forsætisráðherrann Victors Orban. Oft á tíðum hefur gengið erfiðlega hjá stjórnarandstöðunni að tala einum rómi í kosningabaráttunni og benda skoðanakannanir til að áframhald verði á stjórn Orbans. 31. mars 2022 14:43 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent Fleiri fréttir Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Sjá meira
Beri hægri-þjóðernisflokkur Orbans sigur úr bítum mun hann framlengja tólf ára setu sína á valdastóli. Annað er talið ólíklegt enda stjórnar flokkur hans útgefnu efni fjölmiðla með harðri hendi. Bandalag sex ólíkra stjórnarandstöðuflokka reynir að binda enda á valdatíð Fidesz-flokksins en oft á tíðum hefur stjórnarandstöðunni gengið erfiðlega að tala einum rómi í kosningabaráttunni enda spanna bandalagsflokkarnir sex flest róf stjórnmála, flokka bæði yst á hægri og vinstri ás stjórnmálanna, frjálslynda og græningja. Sameinaðir stjórnarandstöðuflokkar og ytri ógn, stríðið í nágrannalandinu Úkraínu, hefur þó haft það í för með sér að stjórnarandstöðuflokkarnir eru samkvæmt skoðanakönnunum tæpir á því að bera sigur úr bítum. Allt er þó enn mögulegt og þetta er í fyrsta sinn síðan stjórnmálaflokkur Orbans tók völd árið 2010 sem hætta er á að flokkurinn sigri ekki kosningar. Leiðtogi stjórnarandstöðubandalagsins, hinn 49 ára gamli íhaldsmaður Peter Marki-Zay, sagðist í morgun vongóður um að þingkosningar muni breyta stefnu Ungverjalands. Marki-Zay greiddi atkvæði sitt í morgun ásamt eiginkonu sinni og börnum í heimabænum Hodmezovasarhely í suðurhluta Ungverjalands. Borgarstjóri Hodmeovasarhely sagði í morgun að Ungverjar væru nú að ákveða hvort spillt hægri-popúlistastjórn Orbans, sem hefði hundsað gang lýðræðis og kúgað fjölmiðla undanfarin tólf ár, fengi að halda völdum. Samkvæmt nýjustu útgönguspám Zavecz Research leiðir Fidesz með 39% atkvæða gegn 36% atkvæða stjórnarandstöðubanfalagsins. Einn fimmti kjósenda hefur enn ekki ákveðið hvað hann mun kjósa. Marki-Zay hefur lýst því yfir að kjósendur væru að ákveða milli austurs og vesturs. Orban hefur haft þá stefnu að snúa frekar að Rússlandi en Evrópusambandinu. Hann hefur til dæmis neitað að taka þátt í viðskiptaþvingunum gegn Rússlandi.
Ungverjaland Tengdar fréttir Sundrung innan sameinaðrar stjórnarandstöðu og stefnir í enn einn sigur Orbans Þingkosningar fara fram í Ungverjalandi á sunnudaginn þar sem bandalag sex ólíkra stjórnarandstöðuflokka reynir að binda enda á tólf ára valdatíð Fidesz-flokksins og forsætisráðherrann Victors Orban. Oft á tíðum hefur gengið erfiðlega hjá stjórnarandstöðunni að tala einum rómi í kosningabaráttunni og benda skoðanakannanir til að áframhald verði á stjórn Orbans. 31. mars 2022 14:43 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent Fleiri fréttir Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Sjá meira
Sundrung innan sameinaðrar stjórnarandstöðu og stefnir í enn einn sigur Orbans Þingkosningar fara fram í Ungverjalandi á sunnudaginn þar sem bandalag sex ólíkra stjórnarandstöðuflokka reynir að binda enda á tólf ára valdatíð Fidesz-flokksins og forsætisráðherrann Victors Orban. Oft á tíðum hefur gengið erfiðlega hjá stjórnarandstöðunni að tala einum rómi í kosningabaráttunni og benda skoðanakannanir til að áframhald verði á stjórn Orbans. 31. mars 2022 14:43