Rússar gerðu hjálpargögn á leið til Mariupol upptæk Heimir Már Pétursson skrifar 1. apríl 2022 13:39 Olíubirgðastöð Rússa í Belgorod skammt handan við landamærin að Úkraínu sem Rússar segja að árásarþyrlur Úkraínuhers hafi sprengt í loft upp í morgun. AP/almannavarnaráðuneyti Rússlands Rússneskar hersveitir hafa komið í veg fyrir að hóferðabilalest sem nálgaðist hafnarborgina Mariupol í gær geti flutt stríðshrjáða íbúa á brott og lagt hald á hjálpargögn sem ætluð voru borgarbúum, að sögn aðstoðarforsætisráðherra landsins. Rússar krefjast þess að evrópuríki greiði fyrir gas frá Rússum með rúblum frá og með deginum í dag. Fjörutíu og fimm hópferðabílar ásamt flutningabílum með matvæli og lyf voru sendir áleiðis til Mariupol í gær eftir að Rússar sögðu Rauða krossinum að þeir myndu heimila fólki aðyfirgefa borgina. Þar eru nú um eða yfir hundrað þúsund manns í borg þar sem 430 þúsund manns bjuggu fyrir innrásina. Sex rússneskir skriðdrekar sem úkraínski herinn sprengdi utan við Kænugarð nýlega.AP/Rodrigo Abd Iryna Vereshchuk aðstoðarforsætisráðherra Úkraínu sagði seint í gær að rússneskar hersveitir hafi komið í veg fyrir að hópferðabílarnir færu inn íborgina. Rúmlega sex hundruð manns hafi þó tekist að komast fráMariupol með einkabílum. Rússar hafi hins vegar lagt hald á 14 tonn af matvælum og lyfjum sem hafi verið ætluð borgarbúum sem sætt hafa stanslausum loftárásum í tæpan mánuð án rafmagns, húshitunar og rennandi vatns. Aðstoðarforsætisráðherrann segir að um 45 þúsund manns frá Mariupol hafi verið neyddar til að fara til Rússlands eða svæða sem eru á valdi uppreisnarmanna í Donbashéraði rétt norður af borginni. Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu ávarpar þjóð sína frá Kænugarði í gærkvöldi.AP/forsetaembætti Úkraínu Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu sagði í ávarpi sínu í gærkvöldi að Rússar hefðu dregið hluta herafla síns frá útjaðri höfuðborgarinnar og væri að safna liði sem stefndi í átt til Kharkiv, annarar fjölmennstu borgar landsins í norðurhlutanum. Þá væru þeir að auka liðsafla sinn við Maríupol og greinilega að undirbúa stórárásir á báðum stöðum. „Þeir gera sér þó grein fyrir að þeir geta ekki staðið undir eins öflugum hernaði og á fyrra helmingi marsmánaðar,“ sagði forsetinn. Vladimir Putin forseti Rússlands reynir að sporna á móti refsiaðgerðum Evrópuríkja með því að fara fram á að þau greiði fyrir gas með rúblum.AP/Mikhail Klimentyev Vladimir Putin forseti Rússlands segir að frá og með deginum í dag verði óvinveitt evrópuríki að greiða fyrir gas frá Rússlandi með því að greiða inn á rússneska bankareikninga en ríkin ætla ekki að verða við því. Þetta gerir forsetinn væntanlega vegna mikils gengisfalls rúblunnar og til að bregðast við frystingu Vesturlanda á fjárhagslegum eignum Rússa. Tony Radakin yfirmaður breska heraflans segir að í raun hafi Putin tapað stríðinu nú þegar og hann væri langt í frá sámeistari atburðarásarinnar sem hann vildi telja fólki trú um. „Putin hefur skaðað sig og misreiknað sig á mörgum sviðum. Hann gerði sér ekki grein fyrir hvað fullveldið, lýðræðið og þjóðernisvitundin hefur skotið djúpum rótum í Úkraínu. Eins og allir valdhyggjumenn hefur hann ofmetið eigin styrkleika eins og skilvirkni rússneska heraflans,“ segir Tony Radakin yfirmaður breska hersins. Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Tengdar fréttir Úkraínuforseti hvetur til að sett verði hafnbann á Rússa um allan heim Allt bendir til að Rússar séu að safna liði til stórsóknar í austurhluta Úkraínu. Flóttafólk sem kom til Póllands í dag segir ekkert að marka yfirlýsingar þeirra um að hernaðaraðgerðum væri lokið í norðurhluta landsins. Forseti Úkraínu skorar á ríki heims að setja hafnbann á rússnesk skip. 31. mars 2022 19:45 Merkja gríðarlega aukningu í netárásum Sérfræðingar í tölvuöryggismálum segjast merkja gríðarlega aukningu í netárásum. Árásunum hafi fjölgað eftir innrás Rússa í Úkraínu og afleiðingar eigi enn eftir að koma fyllilega í ljós. Öflugar árásir geti valdið stöðvun á þjónustu heilu borga og bæja. 31. mars 2022 19:32 Telur að pólitísk einangrun Rússa muni vara í langan tíma Friðrik Jónsson, sérfræðingur í öryggis-og varnamálum telur að jafnvel þótt komi til vopnahlés eða friðarsamninga muni pólitísk einangrun Rússa vara í langan tíma. 31. mars 2022 17:16 Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fleiri fréttir Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Sjá meira
Fjörutíu og fimm hópferðabílar ásamt flutningabílum með matvæli og lyf voru sendir áleiðis til Mariupol í gær eftir að Rússar sögðu Rauða krossinum að þeir myndu heimila fólki aðyfirgefa borgina. Þar eru nú um eða yfir hundrað þúsund manns í borg þar sem 430 þúsund manns bjuggu fyrir innrásina. Sex rússneskir skriðdrekar sem úkraínski herinn sprengdi utan við Kænugarð nýlega.AP/Rodrigo Abd Iryna Vereshchuk aðstoðarforsætisráðherra Úkraínu sagði seint í gær að rússneskar hersveitir hafi komið í veg fyrir að hópferðabílarnir færu inn íborgina. Rúmlega sex hundruð manns hafi þó tekist að komast fráMariupol með einkabílum. Rússar hafi hins vegar lagt hald á 14 tonn af matvælum og lyfjum sem hafi verið ætluð borgarbúum sem sætt hafa stanslausum loftárásum í tæpan mánuð án rafmagns, húshitunar og rennandi vatns. Aðstoðarforsætisráðherrann segir að um 45 þúsund manns frá Mariupol hafi verið neyddar til að fara til Rússlands eða svæða sem eru á valdi uppreisnarmanna í Donbashéraði rétt norður af borginni. Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu ávarpar þjóð sína frá Kænugarði í gærkvöldi.AP/forsetaembætti Úkraínu Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu sagði í ávarpi sínu í gærkvöldi að Rússar hefðu dregið hluta herafla síns frá útjaðri höfuðborgarinnar og væri að safna liði sem stefndi í átt til Kharkiv, annarar fjölmennstu borgar landsins í norðurhlutanum. Þá væru þeir að auka liðsafla sinn við Maríupol og greinilega að undirbúa stórárásir á báðum stöðum. „Þeir gera sér þó grein fyrir að þeir geta ekki staðið undir eins öflugum hernaði og á fyrra helmingi marsmánaðar,“ sagði forsetinn. Vladimir Putin forseti Rússlands reynir að sporna á móti refsiaðgerðum Evrópuríkja með því að fara fram á að þau greiði fyrir gas með rúblum.AP/Mikhail Klimentyev Vladimir Putin forseti Rússlands segir að frá og með deginum í dag verði óvinveitt evrópuríki að greiða fyrir gas frá Rússlandi með því að greiða inn á rússneska bankareikninga en ríkin ætla ekki að verða við því. Þetta gerir forsetinn væntanlega vegna mikils gengisfalls rúblunnar og til að bregðast við frystingu Vesturlanda á fjárhagslegum eignum Rússa. Tony Radakin yfirmaður breska heraflans segir að í raun hafi Putin tapað stríðinu nú þegar og hann væri langt í frá sámeistari atburðarásarinnar sem hann vildi telja fólki trú um. „Putin hefur skaðað sig og misreiknað sig á mörgum sviðum. Hann gerði sér ekki grein fyrir hvað fullveldið, lýðræðið og þjóðernisvitundin hefur skotið djúpum rótum í Úkraínu. Eins og allir valdhyggjumenn hefur hann ofmetið eigin styrkleika eins og skilvirkni rússneska heraflans,“ segir Tony Radakin yfirmaður breska hersins.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Tengdar fréttir Úkraínuforseti hvetur til að sett verði hafnbann á Rússa um allan heim Allt bendir til að Rússar séu að safna liði til stórsóknar í austurhluta Úkraínu. Flóttafólk sem kom til Póllands í dag segir ekkert að marka yfirlýsingar þeirra um að hernaðaraðgerðum væri lokið í norðurhluta landsins. Forseti Úkraínu skorar á ríki heims að setja hafnbann á rússnesk skip. 31. mars 2022 19:45 Merkja gríðarlega aukningu í netárásum Sérfræðingar í tölvuöryggismálum segjast merkja gríðarlega aukningu í netárásum. Árásunum hafi fjölgað eftir innrás Rússa í Úkraínu og afleiðingar eigi enn eftir að koma fyllilega í ljós. Öflugar árásir geti valdið stöðvun á þjónustu heilu borga og bæja. 31. mars 2022 19:32 Telur að pólitísk einangrun Rússa muni vara í langan tíma Friðrik Jónsson, sérfræðingur í öryggis-og varnamálum telur að jafnvel þótt komi til vopnahlés eða friðarsamninga muni pólitísk einangrun Rússa vara í langan tíma. 31. mars 2022 17:16 Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fleiri fréttir Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Sjá meira
Úkraínuforseti hvetur til að sett verði hafnbann á Rússa um allan heim Allt bendir til að Rússar séu að safna liði til stórsóknar í austurhluta Úkraínu. Flóttafólk sem kom til Póllands í dag segir ekkert að marka yfirlýsingar þeirra um að hernaðaraðgerðum væri lokið í norðurhluta landsins. Forseti Úkraínu skorar á ríki heims að setja hafnbann á rússnesk skip. 31. mars 2022 19:45
Merkja gríðarlega aukningu í netárásum Sérfræðingar í tölvuöryggismálum segjast merkja gríðarlega aukningu í netárásum. Árásunum hafi fjölgað eftir innrás Rússa í Úkraínu og afleiðingar eigi enn eftir að koma fyllilega í ljós. Öflugar árásir geti valdið stöðvun á þjónustu heilu borga og bæja. 31. mars 2022 19:32
Telur að pólitísk einangrun Rússa muni vara í langan tíma Friðrik Jónsson, sérfræðingur í öryggis-og varnamálum telur að jafnvel þótt komi til vopnahlés eða friðarsamninga muni pólitísk einangrun Rússa vara í langan tíma. 31. mars 2022 17:16