Telur að pólitísk einangrun Rússa muni vara í langan tíma Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 31. mars 2022 17:16 Friðrik Jónsson er sérfræðingur í öryggis- og varnarmálum. Friðrik Jónsson, sérfræðingur í öryggis-og varnamálum telur að jafnvel þótt komi til vopnahlés eða friðarsamninga muni pólitísk einangrun Rússa vara í langan tíma. Friðrik ræddi um nokkrar af þeim sviðsmyndum sem blasa við í Úkraínu í Reykjavík síðdegis. Hann var beðinn um að rýna í mögulega atburðarás ef Rússar og Úkraínumenn myndu ná saman og stríðið myndi líða undir lok. Friðrik telur að það verði erfitt fyrir Rússa að ávinna sér traust hjá alþjóðasamfélaginu eftir innrásina, skrefin í átt til friðar verði bæði hæg og lítil. „Það er ekki þannig að það sé samið og allt fyrirgefið. Ég held þetta muni gerats í hægum skrefum. Við sáum að eftir yfirtökuna á Krímskaga vorið 2014 og aðgerðirnar í Donbas að þá voru settar á ýmsar viðskiptaþvinganir sem eru ekki eins magnaðar og núna en engu að síður þá lifðu þær áfram þrátt fyrir Minsk-samkomulagið því hernámið stóð enn yfir.“ „Ég held að pólitísk einangrun Rússa muni vara töluvert lengi eftir þetta. Það verður ekki auðvelt að komast til baka frá þessu.“ Friðrik telur að ef stríðinu ljúki með annað hvort vopnahléi eða friðarsamningum megi gera ráð fyrir því að Rússar muni eftir fremsta megni reyna að fá Vesturlönd til að vinda ofan af efnahagslegu refsiaðgerðunum. „Ég held það muni gerast seint, hægt og í fáum og smáum skrefum því við þurfum náttúrulega að sjá hvort samkomulagið verði raunverulegt.“ Þá sé aðalatriði að heyra hvað Úkraínumenn vilji að verði gert. Friðrik segir að sér finnist athyglisvert að sjá hvað gerist með Norðurslóðir með tilliti til pólitískrar einangrunar Rússa. „Það var mjög óvanalegt í Norðurskautsráðinu þegar sjö af átta ríkjum ákváðu að draga úr því samstarfi af því að það hefur lengi vel verið markmið […] að halda þessari pólitík utan við samráð á Norðurslóðum þannig að það var stórt skref að taka að færa þessa pólitík inn á borð Norðurskautsráðsins með þeim hætti sem var gert.“ Friðrik var spurður hvort hann væri bjartsýnn og hvort það væri einhver möguleiki á friðarsamningum. „Eins og ég hef reglulega sagt þá eigum við alltaf að halda í vonina en ég er mjög tortrygginn, svo ég viðurkenni það bara. Ég er hræddur um að þetta sé af hálfu Rússa einhvers konar ryk í augu og að raunveruleg meining á bakvið þetta sé takmörkuð,“ sagði Friðrik um fyrirheit Rússa í samningaviðræðunum. Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Tengdar fréttir Úkraínuforseti segir rússneskar hersveitir hafa verið hraktar á brott Fjörutíu og fimm hópferðabílar lögðu af stað til umsetinnar Mariupol í Í Úkraínu morgun í von um að hægt verði að koma stríðshrjáðum íbúum borgarinnar á brott. Forseti Úkraínu segir hersveitir Rússa ekki hafa dregið sig til baka frá útjaðri Kænugarðs heldur hafi þær verið hraktar á brott af úkraínska hernum. 31. mars 2022 12:12 Segir Rússa undirbúa stórsókn í Donbas Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir Rússa undirbúa stórsókn í austurhluta landsins. Rússar hafa sjálfir sagt að þeir hafi nú náð fyrstu hernaðarmarkmiðum sínum og nú standi fyrir dyrum að „frelsa“ Donbas. 31. mars 2022 06:46 Sendiherra Úkraínu hjá SÞ segir afvopnun Rússa vel á veg komna Sendiherra Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum segir afvopnun Rússa í Úkraínu ganga vel. Úkraínski herinn hafi skotið niður fjölda rússneskra flugvéla og eytt eða náð fjölda annarra hernaðartóla á sitt vald. Framkvæmdastjóri matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna varar við miklu matvælaskorti í öðrum hrjáðum ríkjum og svæðum vegna stríðsins. 30. mars 2022 11:40 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Innlent Fleiri fréttir Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Sjá meira
Friðrik ræddi um nokkrar af þeim sviðsmyndum sem blasa við í Úkraínu í Reykjavík síðdegis. Hann var beðinn um að rýna í mögulega atburðarás ef Rússar og Úkraínumenn myndu ná saman og stríðið myndi líða undir lok. Friðrik telur að það verði erfitt fyrir Rússa að ávinna sér traust hjá alþjóðasamfélaginu eftir innrásina, skrefin í átt til friðar verði bæði hæg og lítil. „Það er ekki þannig að það sé samið og allt fyrirgefið. Ég held þetta muni gerats í hægum skrefum. Við sáum að eftir yfirtökuna á Krímskaga vorið 2014 og aðgerðirnar í Donbas að þá voru settar á ýmsar viðskiptaþvinganir sem eru ekki eins magnaðar og núna en engu að síður þá lifðu þær áfram þrátt fyrir Minsk-samkomulagið því hernámið stóð enn yfir.“ „Ég held að pólitísk einangrun Rússa muni vara töluvert lengi eftir þetta. Það verður ekki auðvelt að komast til baka frá þessu.“ Friðrik telur að ef stríðinu ljúki með annað hvort vopnahléi eða friðarsamningum megi gera ráð fyrir því að Rússar muni eftir fremsta megni reyna að fá Vesturlönd til að vinda ofan af efnahagslegu refsiaðgerðunum. „Ég held það muni gerast seint, hægt og í fáum og smáum skrefum því við þurfum náttúrulega að sjá hvort samkomulagið verði raunverulegt.“ Þá sé aðalatriði að heyra hvað Úkraínumenn vilji að verði gert. Friðrik segir að sér finnist athyglisvert að sjá hvað gerist með Norðurslóðir með tilliti til pólitískrar einangrunar Rússa. „Það var mjög óvanalegt í Norðurskautsráðinu þegar sjö af átta ríkjum ákváðu að draga úr því samstarfi af því að það hefur lengi vel verið markmið […] að halda þessari pólitík utan við samráð á Norðurslóðum þannig að það var stórt skref að taka að færa þessa pólitík inn á borð Norðurskautsráðsins með þeim hætti sem var gert.“ Friðrik var spurður hvort hann væri bjartsýnn og hvort það væri einhver möguleiki á friðarsamningum. „Eins og ég hef reglulega sagt þá eigum við alltaf að halda í vonina en ég er mjög tortrygginn, svo ég viðurkenni það bara. Ég er hræddur um að þetta sé af hálfu Rússa einhvers konar ryk í augu og að raunveruleg meining á bakvið þetta sé takmörkuð,“ sagði Friðrik um fyrirheit Rússa í samningaviðræðunum.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Tengdar fréttir Úkraínuforseti segir rússneskar hersveitir hafa verið hraktar á brott Fjörutíu og fimm hópferðabílar lögðu af stað til umsetinnar Mariupol í Í Úkraínu morgun í von um að hægt verði að koma stríðshrjáðum íbúum borgarinnar á brott. Forseti Úkraínu segir hersveitir Rússa ekki hafa dregið sig til baka frá útjaðri Kænugarðs heldur hafi þær verið hraktar á brott af úkraínska hernum. 31. mars 2022 12:12 Segir Rússa undirbúa stórsókn í Donbas Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir Rússa undirbúa stórsókn í austurhluta landsins. Rússar hafa sjálfir sagt að þeir hafi nú náð fyrstu hernaðarmarkmiðum sínum og nú standi fyrir dyrum að „frelsa“ Donbas. 31. mars 2022 06:46 Sendiherra Úkraínu hjá SÞ segir afvopnun Rússa vel á veg komna Sendiherra Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum segir afvopnun Rússa í Úkraínu ganga vel. Úkraínski herinn hafi skotið niður fjölda rússneskra flugvéla og eytt eða náð fjölda annarra hernaðartóla á sitt vald. Framkvæmdastjóri matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna varar við miklu matvælaskorti í öðrum hrjáðum ríkjum og svæðum vegna stríðsins. 30. mars 2022 11:40 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Innlent Fleiri fréttir Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Sjá meira
Úkraínuforseti segir rússneskar hersveitir hafa verið hraktar á brott Fjörutíu og fimm hópferðabílar lögðu af stað til umsetinnar Mariupol í Í Úkraínu morgun í von um að hægt verði að koma stríðshrjáðum íbúum borgarinnar á brott. Forseti Úkraínu segir hersveitir Rússa ekki hafa dregið sig til baka frá útjaðri Kænugarðs heldur hafi þær verið hraktar á brott af úkraínska hernum. 31. mars 2022 12:12
Segir Rússa undirbúa stórsókn í Donbas Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir Rússa undirbúa stórsókn í austurhluta landsins. Rússar hafa sjálfir sagt að þeir hafi nú náð fyrstu hernaðarmarkmiðum sínum og nú standi fyrir dyrum að „frelsa“ Donbas. 31. mars 2022 06:46
Sendiherra Úkraínu hjá SÞ segir afvopnun Rússa vel á veg komna Sendiherra Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum segir afvopnun Rússa í Úkraínu ganga vel. Úkraínski herinn hafi skotið niður fjölda rússneskra flugvéla og eytt eða náð fjölda annarra hernaðartóla á sitt vald. Framkvæmdastjóri matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna varar við miklu matvælaskorti í öðrum hrjáðum ríkjum og svæðum vegna stríðsins. 30. mars 2022 11:40