Vaktin: Tvö þúsund manns komust frá Mariupol Hólmfríður Gísladóttir og Samúel Karl Ólason skrifa 1. apríl 2022 16:30 Leið fólksins lá frá Mariupol til Zaporizhzhia. AP Photo/Felipe Dana Eldur geisar á olíubirgðastöð í Belgorod í Rússlandi en ríkisstjórinn á svæðinu segir úkraínskar herþyrlur hafa flogið yfir landamærin og ráðist á stöðina. Úkraínuher hefur ekki tjáð sig um ásakanirnar. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu tíðindi: Líkur eru taldar á því að áhersla Rússa á Donbas-hérað gæti lengt til langvarandi átaka í Úkraínu. Hersveitir Rússa við Kænugarð virðast á hröðu undanhaldi við Kænugarð í norðurhluta Úkraínu. Bandaríkjamenn og aðrir halda því fram að Rússar ætli sér þó ekki að hætta árásum á Kænugarð og nærliggjandi svæði. Leiðtogar Evrópusambandsins og Kína munu ræða saman um fjarfundabúnað í dag, þar sem fulltrúar ESB munu freista þess að fá svör við því hvað Kínverjar hyggjast gera varðandi átökin í Úkraínu. Scott Morrison, forsætisráðherra Ástralíu, segir að Ástralir muni senda Úkraínumönnum brynvarðar Bushmaster bifreiðar eftir að Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, bað sérstaklega um þær þegar hann ávarpaði þingmenn í gær. Rússneskur lögmaður hefur tekið að sér að verja tólf liðsmenn varnarliðsins sem voru reknir eftir að þeir neituðu að taka þátt í innrás Rússa í Úkraínu. Mennirnir segjast starf þeirra aðeins hafa átt að snúast um að verja Rússland, ekki taka þátt í átökum í öðru ríki. Alþjóðakjarnorkumálastofnunin rannsakar nú fullyrðingar Úkraínumanna um að rússneskir hermenn hafi verið fluttir frá Tjernobyl-kjarnorkuverinu vegna geislaveiki. Sagan segir að þeir eigi að hafa veikst þegar þeir grófu skurði á hættusvæði við verið. Einn sendifulltrúa Rússa við Sameinuðu þjóðirnar sagði í samtali við BBC að það kæmi ekki til greina að samþykkja tillögu Úkraínumanna um að framtíð Krímskaga yrði ákvörðuð í viðræðum á næstu 15 árum. Krím væri hluti af Rússlandi og málið ekki til umræðu. Hér má finna vakt gærdagsins.
Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu tíðindi: Líkur eru taldar á því að áhersla Rússa á Donbas-hérað gæti lengt til langvarandi átaka í Úkraínu. Hersveitir Rússa við Kænugarð virðast á hröðu undanhaldi við Kænugarð í norðurhluta Úkraínu. Bandaríkjamenn og aðrir halda því fram að Rússar ætli sér þó ekki að hætta árásum á Kænugarð og nærliggjandi svæði. Leiðtogar Evrópusambandsins og Kína munu ræða saman um fjarfundabúnað í dag, þar sem fulltrúar ESB munu freista þess að fá svör við því hvað Kínverjar hyggjast gera varðandi átökin í Úkraínu. Scott Morrison, forsætisráðherra Ástralíu, segir að Ástralir muni senda Úkraínumönnum brynvarðar Bushmaster bifreiðar eftir að Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, bað sérstaklega um þær þegar hann ávarpaði þingmenn í gær. Rússneskur lögmaður hefur tekið að sér að verja tólf liðsmenn varnarliðsins sem voru reknir eftir að þeir neituðu að taka þátt í innrás Rússa í Úkraínu. Mennirnir segjast starf þeirra aðeins hafa átt að snúast um að verja Rússland, ekki taka þátt í átökum í öðru ríki. Alþjóðakjarnorkumálastofnunin rannsakar nú fullyrðingar Úkraínumanna um að rússneskir hermenn hafi verið fluttir frá Tjernobyl-kjarnorkuverinu vegna geislaveiki. Sagan segir að þeir eigi að hafa veikst þegar þeir grófu skurði á hættusvæði við verið. Einn sendifulltrúa Rússa við Sameinuðu þjóðirnar sagði í samtali við BBC að það kæmi ekki til greina að samþykkja tillögu Úkraínumanna um að framtíð Krímskaga yrði ákvörðuð í viðræðum á næstu 15 árum. Krím væri hluti af Rússlandi og málið ekki til umræðu. Hér má finna vakt gærdagsins.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Innlent Stöðug virkni í einum gýg og gosmengun spáð á Suðurlandi Innlent Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Fleiri fréttir Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Sjá meira