Vaktin: Tvö þúsund manns komust frá Mariupol Hólmfríður Gísladóttir og Samúel Karl Ólason skrifa 1. apríl 2022 16:30 Leið fólksins lá frá Mariupol til Zaporizhzhia. AP Photo/Felipe Dana Eldur geisar á olíubirgðastöð í Belgorod í Rússlandi en ríkisstjórinn á svæðinu segir úkraínskar herþyrlur hafa flogið yfir landamærin og ráðist á stöðina. Úkraínuher hefur ekki tjáð sig um ásakanirnar. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu tíðindi: Líkur eru taldar á því að áhersla Rússa á Donbas-hérað gæti lengt til langvarandi átaka í Úkraínu. Hersveitir Rússa við Kænugarð virðast á hröðu undanhaldi við Kænugarð í norðurhluta Úkraínu. Bandaríkjamenn og aðrir halda því fram að Rússar ætli sér þó ekki að hætta árásum á Kænugarð og nærliggjandi svæði. Leiðtogar Evrópusambandsins og Kína munu ræða saman um fjarfundabúnað í dag, þar sem fulltrúar ESB munu freista þess að fá svör við því hvað Kínverjar hyggjast gera varðandi átökin í Úkraínu. Scott Morrison, forsætisráðherra Ástralíu, segir að Ástralir muni senda Úkraínumönnum brynvarðar Bushmaster bifreiðar eftir að Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, bað sérstaklega um þær þegar hann ávarpaði þingmenn í gær. Rússneskur lögmaður hefur tekið að sér að verja tólf liðsmenn varnarliðsins sem voru reknir eftir að þeir neituðu að taka þátt í innrás Rússa í Úkraínu. Mennirnir segjast starf þeirra aðeins hafa átt að snúast um að verja Rússland, ekki taka þátt í átökum í öðru ríki. Alþjóðakjarnorkumálastofnunin rannsakar nú fullyrðingar Úkraínumanna um að rússneskir hermenn hafi verið fluttir frá Tjernobyl-kjarnorkuverinu vegna geislaveiki. Sagan segir að þeir eigi að hafa veikst þegar þeir grófu skurði á hættusvæði við verið. Einn sendifulltrúa Rússa við Sameinuðu þjóðirnar sagði í samtali við BBC að það kæmi ekki til greina að samþykkja tillögu Úkraínumanna um að framtíð Krímskaga yrði ákvörðuð í viðræðum á næstu 15 árum. Krím væri hluti af Rússlandi og málið ekki til umræðu. Hér má finna vakt gærdagsins.
Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu tíðindi: Líkur eru taldar á því að áhersla Rússa á Donbas-hérað gæti lengt til langvarandi átaka í Úkraínu. Hersveitir Rússa við Kænugarð virðast á hröðu undanhaldi við Kænugarð í norðurhluta Úkraínu. Bandaríkjamenn og aðrir halda því fram að Rússar ætli sér þó ekki að hætta árásum á Kænugarð og nærliggjandi svæði. Leiðtogar Evrópusambandsins og Kína munu ræða saman um fjarfundabúnað í dag, þar sem fulltrúar ESB munu freista þess að fá svör við því hvað Kínverjar hyggjast gera varðandi átökin í Úkraínu. Scott Morrison, forsætisráðherra Ástralíu, segir að Ástralir muni senda Úkraínumönnum brynvarðar Bushmaster bifreiðar eftir að Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, bað sérstaklega um þær þegar hann ávarpaði þingmenn í gær. Rússneskur lögmaður hefur tekið að sér að verja tólf liðsmenn varnarliðsins sem voru reknir eftir að þeir neituðu að taka þátt í innrás Rússa í Úkraínu. Mennirnir segjast starf þeirra aðeins hafa átt að snúast um að verja Rússland, ekki taka þátt í átökum í öðru ríki. Alþjóðakjarnorkumálastofnunin rannsakar nú fullyrðingar Úkraínumanna um að rússneskir hermenn hafi verið fluttir frá Tjernobyl-kjarnorkuverinu vegna geislaveiki. Sagan segir að þeir eigi að hafa veikst þegar þeir grófu skurði á hættusvæði við verið. Einn sendifulltrúa Rússa við Sameinuðu þjóðirnar sagði í samtali við BBC að það kæmi ekki til greina að samþykkja tillögu Úkraínumanna um að framtíð Krímskaga yrði ákvörðuð í viðræðum á næstu 15 árum. Krím væri hluti af Rússlandi og málið ekki til umræðu. Hér má finna vakt gærdagsins.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Innlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Fleiri fréttir Umfagnsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Einn látinn eftir alvarlegt lestarslys í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Sjá meira