Innlent

Úr­koma í borginni aldrei verið meiri í mars­mánuði

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Úrkoma hefur mælst 209 millimetrar í borginni en eldra met var 183,2 millimetrar og hefur það staðið frá árinu 1923.
Úrkoma hefur mælst 209 millimetrar í borginni en eldra met var 183,2 millimetrar og hefur það staðið frá árinu 1923. Vísir/Vilhelm

Úrkoma í Reykjavík hefur aldrei verið meiri í marsmánuði en í ár, þótt mánuðurinn sé ekki enn á enda runninn.

Morgunblaðið greinir frá því að í hafði mælst 209 millimetra úrkoma í borginni en eldra met var 183,2 millimetrar og hefur það staðið frá árinu 1923, eða í tæp hundrað ár. 

Veðurfræðingur segir í samtali við blaðið að ólíklegt sé að bæta muni í fram að mánaðarmótum. 

Meira en 200 millimetra mánaðarúrkoma er raunar nokkuð óalgeng, sama á hvaða árstíma er litið. Það gerðist síðast árið 2016 í Reykjavík í októbermánuði. 

Opinbera úkomumetið féll hinsvegar í nóvember 1993, þegar hún var 259,7 millimetrar, eða fimmtíu millimetrum meiri en nú.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×