Viðtal við konu frá Maríupól: Sátu á gólfinu og báðu bænir í sprengjuregni Kristín Ólafsdóttir skrifar 22. mars 2022 20:00 Rafmagnslaust hefur verið í Maríupól síðan í byrjun mars. Ganna flúði borgina með foreldrum sínum, systur og mági. Ganna Kotelnikova Kona sem flúði Maríupól í Úkraínu, þar sem fólk býr við hryllilegar aðstæður eftir linnulausar árásir Rússa, segir skelfilegt að horfa upp á heimaborg sína sprengda í loft upp. Hún þurfti að sjá um alla matseld við opinn eld undir berum himni eftir að rafmagnslaust varð í borginni. Ganna Kotelnikova hefur búið í Maríupól alla sína ævi. Hún flúði borgina, ásamt foreldrum sínum, systur, mági og tveimur hundum, þegar flóttaleið opnaðist loks út úr borginni í síðustu viku. Hún lýsir því í samtali við fréttastofu að frá 2. mars hafi Maríupól verið rafmagns- vatns- og sambandslaus - og á endanum hafi gasið farið líka. Fólk hafi því þurft að safna eldiviði til að útbúa mat, sem var af skornum skammti. „Það var mjög erfitt að finna eldivið í borginni. Hvar sem hægt var að finna eldivið, jafnvel litlu sprekin af trjánum, þau voru notuð til að gera eld til matseldar. Við notuðum allan við sem við komumst í,“ segir Ganna. Matur lagaður við opinn eld úti á götu í Maríupól.Ganna Kotelnikova Í stöðugri hættu Það sé ekki hægt að lýsa því með orðum hvernig það hafi verið að horfa á borgina sína sprengda í loft upp. „Við vorum augljóslega í stöðugri hættu. Við elduðum úti yfir opnum eldi. Smám saman lærðum við muninn á hljóðunum, þannig að þegar flugvél kom nálægt til að sprengja hlupum við og leituðum skjóls. Skildum allt eftir úti,“ segir Ganna. Eftir linnulausar árásir Rússa leituðu Ganna og fjölskylda skjóls í húsi við leikhúsið í Maríupól, sem var gjöreyðilagt í loftárás 16. mars. „Aðstæðurnar voru mjög skelfilegar. Við sátum á gólfinu og báðum bænir. Og allt lék á reiðiskjálfi.“ Áfram í Úkraínu Vinir Gönnu urðu eftir í Maríupól og hún hefur engu sambandi náð við þau. Sjálf eru Ganna og fjölskylda nú komin til borgarinnar Dnipro, þar sem ástandið er betra. „Nokkuð örugg. Á hverjum degi í Dnipro, borginni sem við erum í núna, heyrum við í loftvarnarflautum.“ Foreldrar Hönnu eru 83 ára og 88 ára og hún segir það ekki raunhæfan möguleika fyrir þau að yfirgefa landið. Fjölskyldan verði áfram í Úkraínu. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Fleiri fréttir PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Sjá meira
Ganna Kotelnikova hefur búið í Maríupól alla sína ævi. Hún flúði borgina, ásamt foreldrum sínum, systur, mági og tveimur hundum, þegar flóttaleið opnaðist loks út úr borginni í síðustu viku. Hún lýsir því í samtali við fréttastofu að frá 2. mars hafi Maríupól verið rafmagns- vatns- og sambandslaus - og á endanum hafi gasið farið líka. Fólk hafi því þurft að safna eldiviði til að útbúa mat, sem var af skornum skammti. „Það var mjög erfitt að finna eldivið í borginni. Hvar sem hægt var að finna eldivið, jafnvel litlu sprekin af trjánum, þau voru notuð til að gera eld til matseldar. Við notuðum allan við sem við komumst í,“ segir Ganna. Matur lagaður við opinn eld úti á götu í Maríupól.Ganna Kotelnikova Í stöðugri hættu Það sé ekki hægt að lýsa því með orðum hvernig það hafi verið að horfa á borgina sína sprengda í loft upp. „Við vorum augljóslega í stöðugri hættu. Við elduðum úti yfir opnum eldi. Smám saman lærðum við muninn á hljóðunum, þannig að þegar flugvél kom nálægt til að sprengja hlupum við og leituðum skjóls. Skildum allt eftir úti,“ segir Ganna. Eftir linnulausar árásir Rússa leituðu Ganna og fjölskylda skjóls í húsi við leikhúsið í Maríupól, sem var gjöreyðilagt í loftárás 16. mars. „Aðstæðurnar voru mjög skelfilegar. Við sátum á gólfinu og báðum bænir. Og allt lék á reiðiskjálfi.“ Áfram í Úkraínu Vinir Gönnu urðu eftir í Maríupól og hún hefur engu sambandi náð við þau. Sjálf eru Ganna og fjölskylda nú komin til borgarinnar Dnipro, þar sem ástandið er betra. „Nokkuð örugg. Á hverjum degi í Dnipro, borginni sem við erum í núna, heyrum við í loftvarnarflautum.“ Foreldrar Hönnu eru 83 ára og 88 ára og hún segir það ekki raunhæfan möguleika fyrir þau að yfirgefa landið. Fjölskyldan verði áfram í Úkraínu.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Fleiri fréttir PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Sjá meira