Sandra María kom Þór/KA yfir eftir hálftíma leik og aðeins þremur mínútum síðar hafði hún tvöfaldað forystu heimakvenna, staðan 2-0 í hálfleik.
Það tók Þór/KA - Söndru Maríu nánar tiltekið - ekki langan tíma að bæta við þriðja markinu en eftir aðeins sjö mínútna leik í síðari hálfleik var staðan orðin 3-0. Reyndust það lokatölur leiksins og Þór/KA komið upp í 2. sætið í riðli 2 í A-deild.
Sandra María Jessen með þrennu í dag og 3-0 sigur í lokaleik okkar í riðli 2 í A-deild Lengjubikars. Því miður vitum við ekki fyrr en á mánudag hvort það skilar okkur í 2. eða 3. sæti riðilsins.#viðerumþórka #wearethorka #fotboltinet #heimavollurinn pic.twitter.com/IsDbzg4xlS
— Þór/KA (@thorkastelpur) March 19, 2022
Valur endar sem sigurvegari riðilsins með fullt hús stiga og sem stendur er Þór/KA á leiðinni í undanúrslit. Afturelding getur þó náð öðru sætinu með sigri gegn Þrótti Reykjavík á mánudaginn kemur.