Putin líkir meðferð Vesturlanda á Rússum við ofsóknir nasista gegn gyðingum Heimir Már Pétursson skrifar 17. mars 2022 12:00 Vladimir Putin forseti Rússlands segir Vesturlönd hafa sýnt sitt rétta eðli með ofsóknum gegn Rússum sem búa á Vesturlöndum. Mikhail Svetlov/Getty Images Vonir eru bundnar við að fjöldi manns hafi lifað af sprengjuárás Rússa á leikhús í Mariupol í gær þar sem um þúsund manns höfðu leitað skjóls í loftvarnabyrgi í kjallara hússins. Úkraínuforseti segir markmið viðræðna við Rússa að átökum linni og fullveldi Úkraínu verði tryggt. Rússlandsforseti líkir meðhöndlun Vesturlanda á Rússum við ofsóknir nasista gegn gyðingum. Vladimir Putin forseti Rússlands og menn í innsta valdakjarna hans eru æfir eftir að Joe Biden forseti Bandaríkjanna kallaði Putin stríðsglæpamann. Í móttöku í Hvítahúsinu í gær spurði blaðakona Biden þegar hann gekk framhjá henni í mannmergð hvort hann teldi Putin vera stríðsglæpamann og forsetinn svaraði „nei“ og gekk framhjá. Sama dag og Joe Biden forseti Bandaríkjanna skrifaði undir lög um 800 milljón dollara viðbótarstuðning við Úkraínu í gær, hitaði hann upp í orrahríðinni við Vladimir Putin þegar hann kallaði hann stríðsglæpamann.AP/Evan Vucci Svo var eins og forsetinn áttaði sig á spurningunni og hann snéri aftur til blaðakonunnar og sagði: „Um hvað varstu að spyrja mig“ og endurtók hún þá spurninguna. „Já ég tel að hann sé stríðsglæpamaður,“ sagði Biden þá og gekk burt. Þar með var orrahríðin milli stórveldanna komin á annað plan. Ekki stóð á viðbrögðum Putins og hirðar hans. Putin segir Rússa sæta ofsóknum í mörgum vestrænum ríkjum með sama hætti og gyðingar á tímum nasismans í Þýskalandi. „Rússum er meinuðheilbrigðisþjónusta, börn þeirra eru rekin úr skólum og foreldarnir reknir úr vinnu. Þeir banna rússneska tónlist, menningu, bókmenntir. Þeir eru að reyna að þurrka Rússland út. Vesturlönd hafa fellt grímuna og sýnt sitt rétta eðli. Það er í beinu samhengi við ofsóknir þýskra nasista gegn gyðingum á fjórða áratug síðustu aldar,“ sagði Putin. Vesturlönd væru heimsveldi lyga sem væri máttlaust gagnvart sannleikanum sem Rússar muni stöðugt koma á framfæri. Innrás Rússa í Úkraínu hefur nú staðið yfir í þrjár vikur og valdið miklum mannlegum hörmungum og eyðileggingu. Þessi mynd er frá Kharkiv næst fjölmennustu borg landsins.AP/Pavel Dorogoy Þótt fullyrt sé að framrás Rússa í Úkraínu sé stöðnuð halda þeir þó enn uppi stórskotaliðs- og eldflaugaárásum á fjölmarga bæi og borgir. Í gær sprengdu þeir upp sögufrægt leikhús í Mariupol þar sem um þúsund manns höfðu leitað skjóls í loftvarnabyrgi í kjallara. Óttast var að mikill fjöldi fólks hefði fallið en byrgið virðist hafa haldið því í morgun voru björgunarsveitir að hjálpa fólki upp úr húsarústunum. Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu hefur að undanförnu ávarpað breska þingið, Bandaríkjaþing og nú síðast í morgun ávarpaði hann neðri deild þýska sambandsþingsins.AP/Drew Angerer Volodymyr Zelenskyy Úkraínuforseti segir friðarviðræðum verða haldið áfram en ítrekar að Úkraína þurfi enn á mikilli hernaðaraðstoð Vesturlanda að halda í stríðinu, auknum loftvarnabúnaði, herþotur og önnur vopn. Markmið friðarviðræðna væru kristaltær. „Að enda stríðið, ná fram öryggistryggingum, tryggja fullveldi, endurheimta landfræðileg yfirráð, alvöru ábyrgðir fyrir land okkar, alvöru varnir fyrir land okkar,“ sagði forseti Úkraínu í ávarpi til þjóðar sinnar í gærkvöldi. Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Bandaríkin Tengdar fréttir Vaktin: Bretar saka Rússa um stríðsglæpi og öryggisráð Sameinuðu þjóðanna kemur saman Viðræður Úkraínumanna og Rússa halda áfram í dag. Báðir aðilar virtust nokkuð vongóðir í gær en Vladimir Pútín var hins vegar enn vígreifur og talaði um að „afnasistavæða“ Úkraínu. 17. mars 2022 06:52 Enn óvíst um fjölda látinna eftir árásir Rússa á leikhús og sundlaugarbyggingu Enn er óvíst um afdrif um 400 Úkraínumanna eftir að Rússar gerðu árásir á leikhús og sundlaugabyggingu í Maríupól, þar sem íbúar höfðu leitað skjóls. Myndir og myndskeið sýna rústir leikhússins en upplýsingar um fjölda látinna liggja ekki fyrir. 17. mars 2022 06:31 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fleiri fréttir Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Sjá meira
Vladimir Putin forseti Rússlands og menn í innsta valdakjarna hans eru æfir eftir að Joe Biden forseti Bandaríkjanna kallaði Putin stríðsglæpamann. Í móttöku í Hvítahúsinu í gær spurði blaðakona Biden þegar hann gekk framhjá henni í mannmergð hvort hann teldi Putin vera stríðsglæpamann og forsetinn svaraði „nei“ og gekk framhjá. Sama dag og Joe Biden forseti Bandaríkjanna skrifaði undir lög um 800 milljón dollara viðbótarstuðning við Úkraínu í gær, hitaði hann upp í orrahríðinni við Vladimir Putin þegar hann kallaði hann stríðsglæpamann.AP/Evan Vucci Svo var eins og forsetinn áttaði sig á spurningunni og hann snéri aftur til blaðakonunnar og sagði: „Um hvað varstu að spyrja mig“ og endurtók hún þá spurninguna. „Já ég tel að hann sé stríðsglæpamaður,“ sagði Biden þá og gekk burt. Þar með var orrahríðin milli stórveldanna komin á annað plan. Ekki stóð á viðbrögðum Putins og hirðar hans. Putin segir Rússa sæta ofsóknum í mörgum vestrænum ríkjum með sama hætti og gyðingar á tímum nasismans í Þýskalandi. „Rússum er meinuðheilbrigðisþjónusta, börn þeirra eru rekin úr skólum og foreldarnir reknir úr vinnu. Þeir banna rússneska tónlist, menningu, bókmenntir. Þeir eru að reyna að þurrka Rússland út. Vesturlönd hafa fellt grímuna og sýnt sitt rétta eðli. Það er í beinu samhengi við ofsóknir þýskra nasista gegn gyðingum á fjórða áratug síðustu aldar,“ sagði Putin. Vesturlönd væru heimsveldi lyga sem væri máttlaust gagnvart sannleikanum sem Rússar muni stöðugt koma á framfæri. Innrás Rússa í Úkraínu hefur nú staðið yfir í þrjár vikur og valdið miklum mannlegum hörmungum og eyðileggingu. Þessi mynd er frá Kharkiv næst fjölmennustu borg landsins.AP/Pavel Dorogoy Þótt fullyrt sé að framrás Rússa í Úkraínu sé stöðnuð halda þeir þó enn uppi stórskotaliðs- og eldflaugaárásum á fjölmarga bæi og borgir. Í gær sprengdu þeir upp sögufrægt leikhús í Mariupol þar sem um þúsund manns höfðu leitað skjóls í loftvarnabyrgi í kjallara. Óttast var að mikill fjöldi fólks hefði fallið en byrgið virðist hafa haldið því í morgun voru björgunarsveitir að hjálpa fólki upp úr húsarústunum. Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu hefur að undanförnu ávarpað breska þingið, Bandaríkjaþing og nú síðast í morgun ávarpaði hann neðri deild þýska sambandsþingsins.AP/Drew Angerer Volodymyr Zelenskyy Úkraínuforseti segir friðarviðræðum verða haldið áfram en ítrekar að Úkraína þurfi enn á mikilli hernaðaraðstoð Vesturlanda að halda í stríðinu, auknum loftvarnabúnaði, herþotur og önnur vopn. Markmið friðarviðræðna væru kristaltær. „Að enda stríðið, ná fram öryggistryggingum, tryggja fullveldi, endurheimta landfræðileg yfirráð, alvöru ábyrgðir fyrir land okkar, alvöru varnir fyrir land okkar,“ sagði forseti Úkraínu í ávarpi til þjóðar sinnar í gærkvöldi.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Bandaríkin Tengdar fréttir Vaktin: Bretar saka Rússa um stríðsglæpi og öryggisráð Sameinuðu þjóðanna kemur saman Viðræður Úkraínumanna og Rússa halda áfram í dag. Báðir aðilar virtust nokkuð vongóðir í gær en Vladimir Pútín var hins vegar enn vígreifur og talaði um að „afnasistavæða“ Úkraínu. 17. mars 2022 06:52 Enn óvíst um fjölda látinna eftir árásir Rússa á leikhús og sundlaugarbyggingu Enn er óvíst um afdrif um 400 Úkraínumanna eftir að Rússar gerðu árásir á leikhús og sundlaugabyggingu í Maríupól, þar sem íbúar höfðu leitað skjóls. Myndir og myndskeið sýna rústir leikhússins en upplýsingar um fjölda látinna liggja ekki fyrir. 17. mars 2022 06:31 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fleiri fréttir Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Sjá meira
Vaktin: Bretar saka Rússa um stríðsglæpi og öryggisráð Sameinuðu þjóðanna kemur saman Viðræður Úkraínumanna og Rússa halda áfram í dag. Báðir aðilar virtust nokkuð vongóðir í gær en Vladimir Pútín var hins vegar enn vígreifur og talaði um að „afnasistavæða“ Úkraínu. 17. mars 2022 06:52
Enn óvíst um fjölda látinna eftir árásir Rússa á leikhús og sundlaugarbyggingu Enn er óvíst um afdrif um 400 Úkraínumanna eftir að Rússar gerðu árásir á leikhús og sundlaugabyggingu í Maríupól, þar sem íbúar höfðu leitað skjóls. Myndir og myndskeið sýna rústir leikhússins en upplýsingar um fjölda látinna liggja ekki fyrir. 17. mars 2022 06:31