Fann vel fyrir skjálftanum og segir hann hafa rifjað upp slæmar minningar Fanndís Birna Logadóttir skrifar 17. mars 2022 11:52 Thelma Rún Heimisdóttir var í Tókýó þegar skjálftinn varð skammt frá Fukushima í gær. Fjórir létust og rúmlega hundrað særðust þegar skjálfti af stærðinni 7,4 reið yfir norðausturhluta Japans í gær en skjálftinn fannst víða í Japan. Íslendingur sem hefur verið búsettur í Japan í nokkur ár fann fyrir skjálftanum í Tókýó og segir hann hafa minnt marga á skjálftann stóra árið 2011, enda aðeins vika síðan ellefu ár voru liðin frá skjálftanum. Thelma Rún Heimisdóttir, sem heldur úti YouTube síðunni Thelma in Tokyo, var gestur í Bítinu á Bylgjunni í morgun en hún segir að skjálftinn hafi líklega verið í kringum fjórir að stærð í Tókýó. Hún var í símanum við móður sína og var að æfa sig á gítar þegar skjálftinn byrjaði en segir að skjálftinn hafi verið töluvert minni til að byrja með. „Ég lagði gítarinn frá mér og var bara tilbúin fyrir stóra jarðskjálftann. Ég er á þriðju hæð í íbúðinni minni og það byrjaði að hristast frekar hægt fyrst og svo var það stærra og stærra og svo bara hætti það ekki, þannig ég hljóp út úr herberginu og stóð nálægt útidyrahurðinni til að vera tilbúin,“ segir Thelma. „Á meðan var mamma bara að kalla í símanum; Thelma hvað er í gangi?“ Skjálftinn varði í nokkrar mínútur en Thelma segist hafa liðið eins og hann hafi staðið yfir í tíu mínútur. „Skjálftinn hélt bara stöðugt áfram og smám saman dó það niður. Eftir á þá var ég svolítið ringluð, líkaminn minn byrjaði að færast svona fram og til baka og þá hélt ég að það væri annar skjálfti að koma, en það var þá bara ég,“ segir Thelma. Hún lýsir því að aðrir á svæðinu hafi ekki kippt sér mikið upp við skjálftann þar sem hún sá engan hlaupa út. „Ég hugsaði bara hvar eru allir, fattar engin að þetta var jarðskjálfti?“ Minnir á skjálftann fyrir ellefu árum Meðal þeirra sem létust voru karlmaður á sjötugsaldri sem féll af annarri hæð á heimili sínu og karlmaður á áttræðisaldri sem fékk hjartaáfall, að því er kemur fram í frétt AP. Skjálftinn var á svipuðu svæði og mannskæði skjálftinn sem var 9,0 að stærð árið 2011 Thelma segir skjálftann hafa minnt á þann sem varð árið 2011. Sjálf var hún ekki úti þá en hún minnist þess að hafa horft á afleiðingar skjálftans í sjónvarpinu. Sá skjálfti varð þann 11. mars og voru því ellefu ár liðin frá skjálftanum í síðustu viku. „Fyrir sex dögum þá voru allir að minnast þeirra sem dóu og síðan viku seinna kemur stór jarðskjálfti þannig allir eru svona eftir sig,“ segir Thelma. Miklar líkur á eftirskjálftum næstu vikuna Upprunalega var útgefin stærð skjálftans 7,3 en veðurstofnun Japans hefur nú gefið það út að skjálftinn hafi verið 7,4 að stærð og átti hann upptök sín í 56 kílómetra dýpi. Skemmdir voru tilkynntar víða og fór til að mynda lest af sporinu við Fukushima borg. Rafmagnsleysi varð víða, meðal annars í Tókýó, þar sem 2,2 milljónir manna voru án rafmagns á tímabili. Flóðbylgjuviðvaranir voru gefnar út í kjölfar skjálftans við Fukushima og Miagy en þeim var aflétt snemma í morgun. Flóðbylgjur komu að landi við Ishinomaki og voru þær allt að 30 sentímetrar að hæð. Yfirvöld hafa varað við því að miklar líkur séu á eftirskjálftum næstu vikuna. Í Fukushima Daiichi kjarnorkuverinu, sem varð fyrir töluverðum skemmdum í skjálftanum árið 2011, fór brunakerfi í gang en við nánari skoðun kom í ljós að enginn eldur væri á svæðinu. Einhverjar raskanir urðu í verinu en það virðist nú starfa eðlilega. Mestu skemmdirnar urðu við Fukushima í gær en nokkrar myndir af svæðinu eftir skjálftann má finna hér fyrir neðan. AP/Kyodo News AP/Kyodo News AP/Kyodo News AP/Kyodo News AP/Kyodo News AP/Kyodo News AP/Kyodo News AP/Kyodo News Japan Náttúruhamfarir Íslendingar erlendis Mest lesið Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Fleiri fréttir Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Sjá meira
Thelma Rún Heimisdóttir, sem heldur úti YouTube síðunni Thelma in Tokyo, var gestur í Bítinu á Bylgjunni í morgun en hún segir að skjálftinn hafi líklega verið í kringum fjórir að stærð í Tókýó. Hún var í símanum við móður sína og var að æfa sig á gítar þegar skjálftinn byrjaði en segir að skjálftinn hafi verið töluvert minni til að byrja með. „Ég lagði gítarinn frá mér og var bara tilbúin fyrir stóra jarðskjálftann. Ég er á þriðju hæð í íbúðinni minni og það byrjaði að hristast frekar hægt fyrst og svo var það stærra og stærra og svo bara hætti það ekki, þannig ég hljóp út úr herberginu og stóð nálægt útidyrahurðinni til að vera tilbúin,“ segir Thelma. „Á meðan var mamma bara að kalla í símanum; Thelma hvað er í gangi?“ Skjálftinn varði í nokkrar mínútur en Thelma segist hafa liðið eins og hann hafi staðið yfir í tíu mínútur. „Skjálftinn hélt bara stöðugt áfram og smám saman dó það niður. Eftir á þá var ég svolítið ringluð, líkaminn minn byrjaði að færast svona fram og til baka og þá hélt ég að það væri annar skjálfti að koma, en það var þá bara ég,“ segir Thelma. Hún lýsir því að aðrir á svæðinu hafi ekki kippt sér mikið upp við skjálftann þar sem hún sá engan hlaupa út. „Ég hugsaði bara hvar eru allir, fattar engin að þetta var jarðskjálfti?“ Minnir á skjálftann fyrir ellefu árum Meðal þeirra sem létust voru karlmaður á sjötugsaldri sem féll af annarri hæð á heimili sínu og karlmaður á áttræðisaldri sem fékk hjartaáfall, að því er kemur fram í frétt AP. Skjálftinn var á svipuðu svæði og mannskæði skjálftinn sem var 9,0 að stærð árið 2011 Thelma segir skjálftann hafa minnt á þann sem varð árið 2011. Sjálf var hún ekki úti þá en hún minnist þess að hafa horft á afleiðingar skjálftans í sjónvarpinu. Sá skjálfti varð þann 11. mars og voru því ellefu ár liðin frá skjálftanum í síðustu viku. „Fyrir sex dögum þá voru allir að minnast þeirra sem dóu og síðan viku seinna kemur stór jarðskjálfti þannig allir eru svona eftir sig,“ segir Thelma. Miklar líkur á eftirskjálftum næstu vikuna Upprunalega var útgefin stærð skjálftans 7,3 en veðurstofnun Japans hefur nú gefið það út að skjálftinn hafi verið 7,4 að stærð og átti hann upptök sín í 56 kílómetra dýpi. Skemmdir voru tilkynntar víða og fór til að mynda lest af sporinu við Fukushima borg. Rafmagnsleysi varð víða, meðal annars í Tókýó, þar sem 2,2 milljónir manna voru án rafmagns á tímabili. Flóðbylgjuviðvaranir voru gefnar út í kjölfar skjálftans við Fukushima og Miagy en þeim var aflétt snemma í morgun. Flóðbylgjur komu að landi við Ishinomaki og voru þær allt að 30 sentímetrar að hæð. Yfirvöld hafa varað við því að miklar líkur séu á eftirskjálftum næstu vikuna. Í Fukushima Daiichi kjarnorkuverinu, sem varð fyrir töluverðum skemmdum í skjálftanum árið 2011, fór brunakerfi í gang en við nánari skoðun kom í ljós að enginn eldur væri á svæðinu. Einhverjar raskanir urðu í verinu en það virðist nú starfa eðlilega. Mestu skemmdirnar urðu við Fukushima í gær en nokkrar myndir af svæðinu eftir skjálftann má finna hér fyrir neðan. AP/Kyodo News AP/Kyodo News AP/Kyodo News AP/Kyodo News AP/Kyodo News AP/Kyodo News AP/Kyodo News AP/Kyodo News
Japan Náttúruhamfarir Íslendingar erlendis Mest lesið Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Fleiri fréttir Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent