Enn óvíst um fjölda látinna eftir árásir Rússa á leikhús og sundlaugarbyggingu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 17. mars 2022 06:31 Úkraínskur hermaður fylgist grannt með. AP/Rodrigo Abd Enn er óvíst um afdrif um 400 Úkraínumanna eftir að Rússar gerðu árásir á leikhús og sundlaugabyggingu í Maríupól, þar sem íbúar höfðu leitað skjóls. Myndir og myndskeið sýna rústir leikhússins en upplýsingar um fjölda látinna liggja ekki fyrir. Viðræður milli Úkraínu og Rússlands halda áfram í dag. Fulltrúar beggja ríkja hafa gefið vonir um að samkomulag geti verið í sjónmáli en Vladimir Pútín Rússlandsforseti var hins vegar enn harðorður í gær og ítrekaði nauðsyn þess að „af-nasistavæða“ Úkraínu. Rússar urðu einnig æfir í gær þegar Joe Biden Bandaríkjaforseti kallaði Pútín „stríðsglæpamann“ og sögðu ummælin óásættanleg og ófyrirgefanleg. Stríðsrekstur Rússa gengur hins vegar ekki jafn vel og þeir höfðu vonað og nú segja Bandaríkjamenn meira en 7 þúsund rússneska hermenn hafa fallið í átökunum í Úkraínu. Úkraínumenn segja fjöldann tvöfalt meiri. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, kallaði Rússland „hryðjuverkaríki“ í daglegu ávarpi sínu til úkraínsku þjóðarinnar í gærkvöldi. Kallaði hann eftir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum, þar sem ljóst væri að þeir gætu enn fjármagnað „stríðsmaskínu“ sína. Selenskí fordæmdi umsátur Rússa um Maríupól og bar það saman við umsátrið um Leníngrad í seinni heimstyrjöldinni. Þá vísaði hann til árása innrásarhersins á leikhús borgarinnar, þar sem hundruðir höfðu leitað skjóls. Hann biðlaði einnig aftur til rússneskra hermanna sem Rússar hefðu „kastað á bál þessa stríðs“ um að leggja niður vopna og eygja þannig von á því að lifa. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Sjá meira
Viðræður milli Úkraínu og Rússlands halda áfram í dag. Fulltrúar beggja ríkja hafa gefið vonir um að samkomulag geti verið í sjónmáli en Vladimir Pútín Rússlandsforseti var hins vegar enn harðorður í gær og ítrekaði nauðsyn þess að „af-nasistavæða“ Úkraínu. Rússar urðu einnig æfir í gær þegar Joe Biden Bandaríkjaforseti kallaði Pútín „stríðsglæpamann“ og sögðu ummælin óásættanleg og ófyrirgefanleg. Stríðsrekstur Rússa gengur hins vegar ekki jafn vel og þeir höfðu vonað og nú segja Bandaríkjamenn meira en 7 þúsund rússneska hermenn hafa fallið í átökunum í Úkraínu. Úkraínumenn segja fjöldann tvöfalt meiri. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, kallaði Rússland „hryðjuverkaríki“ í daglegu ávarpi sínu til úkraínsku þjóðarinnar í gærkvöldi. Kallaði hann eftir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum, þar sem ljóst væri að þeir gætu enn fjármagnað „stríðsmaskínu“ sína. Selenskí fordæmdi umsátur Rússa um Maríupól og bar það saman við umsátrið um Leníngrad í seinni heimstyrjöldinni. Þá vísaði hann til árása innrásarhersins á leikhús borgarinnar, þar sem hundruðir höfðu leitað skjóls. Hann biðlaði einnig aftur til rússneskra hermanna sem Rússar hefðu „kastað á bál þessa stríðs“ um að leggja niður vopna og eygja þannig von á því að lifa.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Sjá meira