Paul Pogba: Versta martröð fjölskyldunnar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. mars 2022 08:01 Paul Pogba faðmar markmann sinn David de Gea í leik Manchester United á dögunum. Getty/Simon Stacpoole/ Brotist var inn í hús Manchester United leikmannsins Paul Pogba á meðan hann var að spila í Meistaradeildinni á þriðjudagskvöldið. Hann lofar verðlaunum fyrir upplýsingar sem leiða til handtöku þeirra seku. „Í fyrrakvöld upplifðum við verstu martröð fjölskyldunnar þegar brotist var inn á heimili okkar og við rænd á meðan börnin okkar voru sofandi í herbergjunum sínum,“ skrifaði Paul Pogba á samfélagsmiðla sína. „Innbrotsþjófarnir voru inn á heimili okkar í minna en fimm mínútur en á þeim tíma tóku þeir frá okkur eitthvað sem er meira virði en nokkuð annað eða öryggistilfinninguna,“ skrifaði Pogba. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc) María Zulay Salaues, kona hans, var á Old Trafford til að fylgjast með sínum manni spila en þau eiga tvö ung börn saman. „Þetta gerðist á lokamínútunum í leiknum í gær þegar þeir vissu að við værum ekki heima. Ég og konan mín drifum okkur heim án þess að vita fyrir vissu hvort börnin okkar væru örugg og ómeidd. Ég sem faðir get vottað það að það er engin tilfinning verri en að geta ekki verið til staðar til að verja börnin mín. Ég vona innilega að enginn þurfi að upplifa það sem ég upplifði í gær,“ skrifaði Pogba. Hann lofar síðan verðlaunum fyrir þann sem getur gefið vísbendingu um hverjir voru að verki. Þeir sem telja sig vita meira geta sent honum póst á rewardpogba@gmail.com. Þetta er í þriðja sinn á þessu tímabili þar sem leikmenn í Manchester-liðunum verða fyrir barðinu á innbrotsþjófum. Það var brotist inn hjá United-manninum Victor Lindelof í janúar og það var síðan ráðist á City-manninn Joao Cancelo í innbroti í febrúar. Enski boltinn Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Enski boltinn „Stundum þarf maður heppni“ Enski boltinn Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Körfubolti Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Sport Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah „Ekki gleyma mér“ Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Sjá meira
„Í fyrrakvöld upplifðum við verstu martröð fjölskyldunnar þegar brotist var inn á heimili okkar og við rænd á meðan börnin okkar voru sofandi í herbergjunum sínum,“ skrifaði Paul Pogba á samfélagsmiðla sína. „Innbrotsþjófarnir voru inn á heimili okkar í minna en fimm mínútur en á þeim tíma tóku þeir frá okkur eitthvað sem er meira virði en nokkuð annað eða öryggistilfinninguna,“ skrifaði Pogba. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc) María Zulay Salaues, kona hans, var á Old Trafford til að fylgjast með sínum manni spila en þau eiga tvö ung börn saman. „Þetta gerðist á lokamínútunum í leiknum í gær þegar þeir vissu að við værum ekki heima. Ég og konan mín drifum okkur heim án þess að vita fyrir vissu hvort börnin okkar væru örugg og ómeidd. Ég sem faðir get vottað það að það er engin tilfinning verri en að geta ekki verið til staðar til að verja börnin mín. Ég vona innilega að enginn þurfi að upplifa það sem ég upplifði í gær,“ skrifaði Pogba. Hann lofar síðan verðlaunum fyrir þann sem getur gefið vísbendingu um hverjir voru að verki. Þeir sem telja sig vita meira geta sent honum póst á rewardpogba@gmail.com. Þetta er í þriðja sinn á þessu tímabili þar sem leikmenn í Manchester-liðunum verða fyrir barðinu á innbrotsþjófum. Það var brotist inn hjá United-manninum Victor Lindelof í janúar og það var síðan ráðist á City-manninn Joao Cancelo í innbroti í febrúar.
Enski boltinn Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Enski boltinn „Stundum þarf maður heppni“ Enski boltinn Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Körfubolti Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Sport Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah „Ekki gleyma mér“ Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Sjá meira