Mörg börn töluvert veik vegna Covid-19 Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 16. mars 2022 20:45 Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Vísir/Baldur Mikið álag hefur verið á heilsugæslustöðvum landsins, enda hafa tugþúsundir Íslendinga greinst með kórónuveiruna síðustu vikur. Margir eru nokkuð veikir og sér í lagi ung börn sem ekki eru bólusett sökum aldurs. Sérstök upplýsingamiðstöð heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu sér um að svara fyrirspurnum vegna faraldursins og veita ráðgjöf en þangað leita um þrettán hundruð manns á dag. „Það eru bara mikil veikindi fyrst og fremst. Það eru langflestir sem eru þannig. Óbólusettu börnin verða dálítið mikið veik sum, og svo er fólk sem er að vanda sig og vill ekki smita aðra og er að velta fyrir sér hvenær það hættir að vera smitandi eftir að hafa verið veik,“ segir Margrét Héðinsdóttir, fagstjóri hjúkrunar á upplýsingamiðstöð Heilsugæslunnar. Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir færri þó glíma við alvarleg veikindi en fyrr í faraldrinum. „Fólk er töluvert veikt en það er ekki svona alvarlega veikt eins og það var í fyrri bylgjum þegar fólk lá inni á spítala í meira mæli hlutfallslega.“ Margir sem hafi haft samband beri sig illa. „Það er mjög veikt. Það er vont að vera með hita, háan hita, kannski í marga daga og sumir eru jafnvel með hita í eina, tvær og þrjár vikur og það þykir fólki erfitt og hóstinn mjög sár og erfiður.“ Geta fengið Parkódín án lyfseðils Þar sem margir hafa verið með sáran hósta getur fólk nú með virkt Covid-19 smit keypt Parkódín án lyfseðils. „Það er mjög skynsamlegt að nota það sem verkjastillandi lyf af því það stillir líka hóstann,“ segir Óskar. Nokkuð er um fólk sem telur sig orðið hresst slái niður og þá er einnig nokkuð um veikindi hjá börnum sem eru með veiruna. „Börn eru töluvert veik. Þau eru náttúrulega óbólusett sem eru undir fimm ára. Þannig þá verða veikindin oft erfiðari og þá er það hár hiti í nokkra daga og það er kannski erfitt fyrir foreldra en í sjálfu sér sleppa flestir. En þetta eru töluvert mörg börn þannig það finnst fyrir því í samfélaginu.“ Færri hafa greinst með veiruna síðustu daga og vonar Óskar að draga muni úr álagi. „Núna sjáum við fyrir endann á þessu vonandi þannig að þetta ætti nú að fara minnkandi með hverjum deginum þannig að við lifum í voninni með það.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilsugæsla Heilsa Tengdar fréttir „Einhvern veginn hefur okkur tekist að krafla okkur í gegnum þetta“ Þeim hefur fækkað nokkuð síðustu daga sem greinst hafa með kórónuveiruna. Runólfur Pálsson, forstjóri Landspítalans, vonast til að það sé til marks um að faraldurinn sé loksins á niðurleið. 15. mars 2022 18:31 Covid-smitaðir geta fengið Parkódín án lyfseðils Sjúklingar með virkt Covid-19 smit munu nú geta keypt Parkódín (500 mg/10 mg) án lyfseðils með tímabundinni heimild Lyfjastofnunar frá og með deginum í dag. 16. mars 2022 08:40 Tímabundinn kúfur sem þarf að komast í gegnum Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra segir erfiða stöðu á Landspítalanum og öðrum heilbrigðisstofnunum vegna fjölgunar sjúklinga með Covid-19 vera kúf sem komast þurfi í gegnum. Sem hingað til þurfi að treysta á „þolgæði okkar takmarkaða mannauðs í heilbrigðiskerfinu“. 11. mars 2022 14:50 Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Bein útsending: Kynna stóru mál ríkisstjórnarinnar í vetur Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Bein útsending: Kynna stóru mál ríkisstjórnarinnar í vetur Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Sjá meira
Sérstök upplýsingamiðstöð heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu sér um að svara fyrirspurnum vegna faraldursins og veita ráðgjöf en þangað leita um þrettán hundruð manns á dag. „Það eru bara mikil veikindi fyrst og fremst. Það eru langflestir sem eru þannig. Óbólusettu börnin verða dálítið mikið veik sum, og svo er fólk sem er að vanda sig og vill ekki smita aðra og er að velta fyrir sér hvenær það hættir að vera smitandi eftir að hafa verið veik,“ segir Margrét Héðinsdóttir, fagstjóri hjúkrunar á upplýsingamiðstöð Heilsugæslunnar. Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir færri þó glíma við alvarleg veikindi en fyrr í faraldrinum. „Fólk er töluvert veikt en það er ekki svona alvarlega veikt eins og það var í fyrri bylgjum þegar fólk lá inni á spítala í meira mæli hlutfallslega.“ Margir sem hafi haft samband beri sig illa. „Það er mjög veikt. Það er vont að vera með hita, háan hita, kannski í marga daga og sumir eru jafnvel með hita í eina, tvær og þrjár vikur og það þykir fólki erfitt og hóstinn mjög sár og erfiður.“ Geta fengið Parkódín án lyfseðils Þar sem margir hafa verið með sáran hósta getur fólk nú með virkt Covid-19 smit keypt Parkódín án lyfseðils. „Það er mjög skynsamlegt að nota það sem verkjastillandi lyf af því það stillir líka hóstann,“ segir Óskar. Nokkuð er um fólk sem telur sig orðið hresst slái niður og þá er einnig nokkuð um veikindi hjá börnum sem eru með veiruna. „Börn eru töluvert veik. Þau eru náttúrulega óbólusett sem eru undir fimm ára. Þannig þá verða veikindin oft erfiðari og þá er það hár hiti í nokkra daga og það er kannski erfitt fyrir foreldra en í sjálfu sér sleppa flestir. En þetta eru töluvert mörg börn þannig það finnst fyrir því í samfélaginu.“ Færri hafa greinst með veiruna síðustu daga og vonar Óskar að draga muni úr álagi. „Núna sjáum við fyrir endann á þessu vonandi þannig að þetta ætti nú að fara minnkandi með hverjum deginum þannig að við lifum í voninni með það.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilsugæsla Heilsa Tengdar fréttir „Einhvern veginn hefur okkur tekist að krafla okkur í gegnum þetta“ Þeim hefur fækkað nokkuð síðustu daga sem greinst hafa með kórónuveiruna. Runólfur Pálsson, forstjóri Landspítalans, vonast til að það sé til marks um að faraldurinn sé loksins á niðurleið. 15. mars 2022 18:31 Covid-smitaðir geta fengið Parkódín án lyfseðils Sjúklingar með virkt Covid-19 smit munu nú geta keypt Parkódín (500 mg/10 mg) án lyfseðils með tímabundinni heimild Lyfjastofnunar frá og með deginum í dag. 16. mars 2022 08:40 Tímabundinn kúfur sem þarf að komast í gegnum Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra segir erfiða stöðu á Landspítalanum og öðrum heilbrigðisstofnunum vegna fjölgunar sjúklinga með Covid-19 vera kúf sem komast þurfi í gegnum. Sem hingað til þurfi að treysta á „þolgæði okkar takmarkaða mannauðs í heilbrigðiskerfinu“. 11. mars 2022 14:50 Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Bein útsending: Kynna stóru mál ríkisstjórnarinnar í vetur Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Bein útsending: Kynna stóru mál ríkisstjórnarinnar í vetur Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Sjá meira
„Einhvern veginn hefur okkur tekist að krafla okkur í gegnum þetta“ Þeim hefur fækkað nokkuð síðustu daga sem greinst hafa með kórónuveiruna. Runólfur Pálsson, forstjóri Landspítalans, vonast til að það sé til marks um að faraldurinn sé loksins á niðurleið. 15. mars 2022 18:31
Covid-smitaðir geta fengið Parkódín án lyfseðils Sjúklingar með virkt Covid-19 smit munu nú geta keypt Parkódín (500 mg/10 mg) án lyfseðils með tímabundinni heimild Lyfjastofnunar frá og með deginum í dag. 16. mars 2022 08:40
Tímabundinn kúfur sem þarf að komast í gegnum Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra segir erfiða stöðu á Landspítalanum og öðrum heilbrigðisstofnunum vegna fjölgunar sjúklinga með Covid-19 vera kúf sem komast þurfi í gegnum. Sem hingað til þurfi að treysta á „þolgæði okkar takmarkaða mannauðs í heilbrigðiskerfinu“. 11. mars 2022 14:50