Innlent

Co­vid-smitaðir geta fengið Parkódín án lyf­seðils

Atli Ísleifsson skrifar
Til að koma í veg fyrir misnotkun á Parkódíni verður einungis hægt að kaupa tíu stykki.
Til að koma í veg fyrir misnotkun á Parkódíni verður einungis hægt að kaupa tíu stykki. Vísir/Vilhelm

Sjúklingar með virkt Covid-19 smit munu nú geta keypt Parkódín (500 mg/10 mg) án lyfseðils með tímabundinni heimild Lyfjastofnunar frá og með deginum í dag.

Í tilkynningu frá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir að þessi breyting muni létta álagi af heilsugæslunni, en læknar þar hafa ávísað lyfinu til að slá á hósta, sem er eitt einkenna Covid-19.

„Til að hægt verði að kaupa lyfið í lausasölu þarf að framvísa staðfestingu á Covid-19 smiti úr Heilsuveru og má staðfestingin ekki vera eldri en mánaðargömul þann dag sem lyfið er keypt.

Ef lyfið er keypt af öðrum en sjúklingi þarf skjáskot eða útprentun úr Heilsuveru, auk umboðs til að sækja lyf fyrir viðkomandi sjúkling. Hægt verður að kaupa lyfið í lausasölu til 18. apríl næstkomandi.

Til að koma í veg fyrir misnotkun verður einungis hægt að kaupa 10 stykki og munu lyfjafræðingar skrá hverja lyfjaávísun þannig að hún verði aðgengileg eftirlitsaðilum,“ segir í tilkynningunni.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×