Breyting klukkunnar gæti heyrt sögunni til á næsta ári Fanndís Birna Logadóttir skrifar 16. mars 2022 10:50 Sumartíminn byrjaði síðastliðinn sunnudag í Bandaríkjunum en öldungadeildin vill að breytingin verði varanleg. Getty/Al Drago Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti einróma að festa sumartímann (e. daylight saving time) varanlega í sessi. Verði lagafrumvarpið samþykkt af fulltrúadeild þingsins og Bandaríkjaforseta gæti breytingin tekið gildi í nóvember 2023, að því er kemur fram í frétt New York Times. Breyting klukkunnar hefur sætt nokkurri gagnrýni í gegnum tíðina í Bandaríkjunum en annan sunnudag marsmánaðar ár hvert er klukkunni flýtt um eina klukkustund og er breytingin yfir í sumartíma í gildi yfir sumarið til að morgunbirtan nýtist best. Staðartími tekur síðan aftur við fyrsta sunnudag nóvembermánaðar, þegar klukkunni er seinkað um eina klukkustund. Marco Rubio, þingmaður Repúblikana, mælti fyrir Sólskinsverndarfrumvarpinu svokallaða (e. Sunshine Protection Act) innan þingsins í gær en hann sagði meirihluta þjóðarinnar vera á móti því að færa klukkuna fram og aftur ár hvert og velti því fyrir sér hvers vegna það væri gert yfir höfuð. Enginn þingmaður mótmælti og heyrðust jafnvel fagnaðarlæti í þingsal. WATCH: Senator Rubio speaks on the Senate floor following the unanimous passage of his Sunshine Protection Act to make Daylight Saving Time permanent. #LocktheClock pic.twitter.com/q3EF9Y8Uy6— Senator Rubio Press (@SenRubioPress) March 15, 2022 Fulltrúadeild þingsins þarf nú að taka frumvarpið fyrir og hvatti öldungadeildin þau til að hafa hraðar hendur. Talsmaður Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildarinnar, vísaði til ummæla þingmanns Demókrata sem sagðist á Twitter vongóður um að hægt væri að breyta þessu „kjánalega“ kerfi sem fyrst. Samþykki fulltrúadeildin frumvarpið fer það í hendur Joe Biden Bandaríkjaforseta. Áður komið til tals að breyta kerfinu Þetta er ekki í fyrsta sinn sem þessi umræða er tekin innan þingsins en breyting klukkunnar hefur verið í lýði frá árinu 1918. Ár hvert skapast umræða um málið og vilja sumir meina að breytingin hafi slæm lýðheilsuleg áhrif á ungmenni sem og aðra. Tillagan að breytingunni nú er heldur ekki óumdeild en deilt er um hvort halda eigi í sumartímann eða staðartímann. Vísindamenn hafa bent á að staðartími sé í takt við gang sólarinnar og því beri að halda í hann. Síðast var reynt að binda enda á núverandi kerfi árið 1974 en síðar sama ár var ákveðið að áfram yrði klukkunni breytt tvisvar á ári. Árið 2005 var síðan ákveðið að lengja sumartímann um nokkrar vikur. Fleiri lönd notast við sumartíma en það hefur komið til tals hér á landi að seinka klukkunni. Árið 2020 tilkynnti þáverandi ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur að klukkunni yrði ekki breytt eftir skoðun. Bandaríkin Tengdar fréttir Trump lýsir stuðningi við að flýta klukkunni Frumvarp um að taka upp sumartíma allt árið liggur fyrir Bandaríkjaþingi. Með því yrði klukkunni flýtt um eina klukkustund á veturna frá því sem nú er. 11. mars 2019 15:30 Klukkunni verður ekki seinkað Klukkunni verður ekki seinkað um eina klukkustund hér á landi líkt og komið hefur til umræðu öðru hvoru undanfarin ár. 1. september 2020 08:24 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fleiri fréttir Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Sjá meira
Breyting klukkunnar hefur sætt nokkurri gagnrýni í gegnum tíðina í Bandaríkjunum en annan sunnudag marsmánaðar ár hvert er klukkunni flýtt um eina klukkustund og er breytingin yfir í sumartíma í gildi yfir sumarið til að morgunbirtan nýtist best. Staðartími tekur síðan aftur við fyrsta sunnudag nóvembermánaðar, þegar klukkunni er seinkað um eina klukkustund. Marco Rubio, þingmaður Repúblikana, mælti fyrir Sólskinsverndarfrumvarpinu svokallaða (e. Sunshine Protection Act) innan þingsins í gær en hann sagði meirihluta þjóðarinnar vera á móti því að færa klukkuna fram og aftur ár hvert og velti því fyrir sér hvers vegna það væri gert yfir höfuð. Enginn þingmaður mótmælti og heyrðust jafnvel fagnaðarlæti í þingsal. WATCH: Senator Rubio speaks on the Senate floor following the unanimous passage of his Sunshine Protection Act to make Daylight Saving Time permanent. #LocktheClock pic.twitter.com/q3EF9Y8Uy6— Senator Rubio Press (@SenRubioPress) March 15, 2022 Fulltrúadeild þingsins þarf nú að taka frumvarpið fyrir og hvatti öldungadeildin þau til að hafa hraðar hendur. Talsmaður Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildarinnar, vísaði til ummæla þingmanns Demókrata sem sagðist á Twitter vongóður um að hægt væri að breyta þessu „kjánalega“ kerfi sem fyrst. Samþykki fulltrúadeildin frumvarpið fer það í hendur Joe Biden Bandaríkjaforseta. Áður komið til tals að breyta kerfinu Þetta er ekki í fyrsta sinn sem þessi umræða er tekin innan þingsins en breyting klukkunnar hefur verið í lýði frá árinu 1918. Ár hvert skapast umræða um málið og vilja sumir meina að breytingin hafi slæm lýðheilsuleg áhrif á ungmenni sem og aðra. Tillagan að breytingunni nú er heldur ekki óumdeild en deilt er um hvort halda eigi í sumartímann eða staðartímann. Vísindamenn hafa bent á að staðartími sé í takt við gang sólarinnar og því beri að halda í hann. Síðast var reynt að binda enda á núverandi kerfi árið 1974 en síðar sama ár var ákveðið að áfram yrði klukkunni breytt tvisvar á ári. Árið 2005 var síðan ákveðið að lengja sumartímann um nokkrar vikur. Fleiri lönd notast við sumartíma en það hefur komið til tals hér á landi að seinka klukkunni. Árið 2020 tilkynnti þáverandi ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur að klukkunni yrði ekki breytt eftir skoðun.
Bandaríkin Tengdar fréttir Trump lýsir stuðningi við að flýta klukkunni Frumvarp um að taka upp sumartíma allt árið liggur fyrir Bandaríkjaþingi. Með því yrði klukkunni flýtt um eina klukkustund á veturna frá því sem nú er. 11. mars 2019 15:30 Klukkunni verður ekki seinkað Klukkunni verður ekki seinkað um eina klukkustund hér á landi líkt og komið hefur til umræðu öðru hvoru undanfarin ár. 1. september 2020 08:24 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fleiri fréttir Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Sjá meira
Trump lýsir stuðningi við að flýta klukkunni Frumvarp um að taka upp sumartíma allt árið liggur fyrir Bandaríkjaþingi. Með því yrði klukkunni flýtt um eina klukkustund á veturna frá því sem nú er. 11. mars 2019 15:30
Klukkunni verður ekki seinkað Klukkunni verður ekki seinkað um eina klukkustund hér á landi líkt og komið hefur til umræðu öðru hvoru undanfarin ár. 1. september 2020 08:24
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“